Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 34
tvisvar. Raunar voru forfeður þeirra allra þriggja sjóræningjar. En ekki minir. Ég kastaðist frá öðrum borðstokknum að hinum og aftur til baka, ég rann undir þófturn- ar, datt á fætur barnanna og slóst við allt, án þess að sjá annað en himinn, sem liktist helzt heimsenda og var að detta, detta, detta.... Seinast hafði ég borðað brauðsúpu, afgang af lambakjöti og nokkrar smákökur og ég þekkti það ekki, þegar það birtist aftur. Ég var alveg eyðilagður, mig langaði til að gleyma öllu og þá sérstaklega sjálfum mér. Ég var sjóveikur! Ekki veit ég, hvað gerðist eftir þetta. Það virtist helzt sem blessuð börnin hafi neitað að halda siglingunni áfram, þegar þau sáu ástand mitt og Palette hafði hætt við að veiða. Hann stefndi til norðurs og við héldum á fullri ferð heim með mig liggjandi i leifum máltiðar minnar. Börnin dýfðu vasaklútunum sinum i sjóinn og þerruðu ennið á mér. Sjórinn! Nefnið hann bara, þá skal ég segja ykkur álit mitt á honum! Yfirborðið er fallegt og freistandi! Já, en þannig er það úr fjarlægð, þegar maður stendur öllum fótum á þurru landi. Nú skuluð þið heyra álit mitt: Sjórinn er gyðja og söngur hennar hætti strax að heilla mig. Mér leið mun betur um leið og ég var kominn upp á volga steinana á hafnarbakqan- um. — Við reynum seinna, lofaði Palette. — En við tökum hann ekki með þá. Hann er ekki sjó- hraustur. Nei, ég verð að segja það. Ég er ekki sjó- hraustur. Nú var mér orðið alveg sama um alla kókospálma og bananatré. Mér var alveg sama um stúlkurnar á Suðurhafseyjunum og Dolly litla bakarans fríkkaði stórum i augum minum. Ég lofaði sjálfum mér hátiðlega að yfirgefa aldrei þurrt land framar. Ég reyndi að hlaupa. Ég fann að ég var að fá máttinn aftur. — Jæja, spurði Móses um kvöldið. — Hvernig gekk sjóferðin? — Púff! sagði ég. — Geðjaðist þér ekki að sjónum? Ég ákvað að segja söguna frá broslegum sjónarhjól og fór að hlæja. — Við skulum segja, að sjónum hafi ekki geðjast að mér. En við þvi er ekkert að gera. Ég skal ekki troða honum um tær framar. Móses hristi stóra, góðlega hausinn sinn. — Ég vissi, að þú yrðir sjóveikur. Ég fann það á mér. En ég vildi, að þú sannfærðist um það sjálfur. Mér hefði heidur ekki tekizt að halda aftur af þér. Þú vildir endilega fara á sjó! — Ekki segja hinum það, bað ég hann — þetta yrði aldeilis vatn á myllu þess eineygða. Hann lofaði þvi og við gengum hlið við hlið kvöldgönguna okkar, sem er svo góð fyrir meltinguna. Við gengum eftir hafnarbakkan- um, þar sem þetta bannsetta vatn gjálfraði ósköp sakleysislega. BJÖRGUNIN Skömmu eftir þetta varð ég til þess að endur- gjalda sjónum þessa meðferð á mér. Andrés, sem alltaf datt eitthvað nýtt i hug, fór að veiða gamlar leirkrukkur upp úr sjónum til að auka tekjur sinar. Við Móses fórum oft með honum, þvi okkur var farið að þykja vænt um hann, siðan hann hafði þýtt hundamál mitt svo vel yfir á mannamál. Annars var hann ágætis félagi, alltaf syngjandi eða blistrandi, hann hafði aldrei of mikið að gera, var aldrei taugaveiklaður og alltaf var hann með nokkra sykurmola i vösunum. Sólin skein og fyrstu froskmenn sumarsins voru farnir að stunda iðju sina. Okkur Mósesi fannst gaman að sjá þá sulla þarna, með hvitar eða bláar sundblöðkur á fót- unum og blása i rörin sin eins og hvalir, sem koma upp á yfirborðið. Við bentum hvor öðrum á þá, með þvi að kalla eins og gömlu hvalveiði- mennirnin: — Þarna, þarna. Nú blæs hann! Og svo hlupum við af stað og geltum eins og við gátum. En fiskimönnunum líkaði það ekki, einhverra hluta vegna. En við vorum aðeins að láta i ljós gleði okkar yfir að þeir kæmi heilir á húfi upp á yfirborðið aftur. Stundum létu þeir sér ekki nægja að koma upp á yfirborðið, heldur sveifluðu gegnstungnum fiskum upp í loftið, svo það glampaði á veslinginn i sólinni. En oftast veiddu þeir ekki neitt og komu upp úr aftur tómhentir en skelfing var gaman að sjá þá. Hárið var limt við ennið, grimurnar gerðu þá eins og Marzbúa og sundblöðkurnar gerðu það að verkum, að þeir liktust gigtveik- um mörgæsum á þurru landi. Andrési var illa við þessa sunnudags-neðan- sjávar-veiðimenn. Hann hafði engan áhuga á fiskunum þeirra og fannst þeir vera fyrir sér. En hann veiddi lika krukkur. Andrés var afar fær kafari. Hann gat haldið niðri i sér andanum næstum óendanlega lengi. Hann kunni lika að spara kraftana. Vöðvarnir, sem hann ofreyndi aldrei, voru harðir eins og stál. Oft slepptum við þvi að gelta, við Móses, á meðan hann var i kafi. En hann kom alltaf upp aftur, brosandi breitt undir grimunni og aðeins svolitið fölur af kuldanum þarna niðri. Framhalt 34

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.