Heimilistíminn - 10.06.1976, Side 38
kann að f alla það, því að listakona, sem fólkið veit
að hef ir svona tilkomið barn í eftirdragi, þarf ekki
að gera sér miklar vonir. Ég þarf naumast að taka
það fram, að þér megið reiða yður á þagmælsku
mína."
Fanný varð niðurlút og smeygði hendinni undir
arm Rósu.
„Hvað haf ið þér hugsað yður að gera hér í Róm?"
„Bíða þangaðtil barnið fæðist, herra prófessor."
Hann hló. „Það er nú tími til stef nu, rösklega sjö
mánuðir. Þér gætuð þess vegna vel ráðið yður hér
um tíma við leikhús. Sex vikur gætuð þér auðveld-
lega dansað án þess að heilsu yðar væri nokkur
hætta búin, og án þess að menn yrðu nokkurs var-
ir."
„Hvað finnst þér, Rósa?"
„Mér finnst prófessorinn hafa rétt fyrir sér."
„Jæja, ungfrú Elssler, ég held, að nú sé einmitt
ágætt tækifæri fyrir yður. Hér í Róm er lítið
farandleikhús. Ég ætla að tala við Ramon for-
stjóra, ég er viss um að hann tekur yður."
Fanný virtistenn vera á báðum áttum, en loks lét
hún tiIleiðast.
Hún sagði prófessornum héimilisfang sitt. Svo
kvaddi hann alúðlega og fór.
Daginn eftir fékk hún, sér til mikillar gleði, bréf
frá Roman forstjóra, þar sem hann bað hana að
koma til viðtals við sig.
Fanný fór, og leikhússtjórinn, sem var frá
Norður-Þýzkalandi, mæltist til, að hún tæki nokkur
dansspor.
Fanný gerði það, dansaði nokkrar mínútur um
herbergiskytruna.
,, Ég er þess f ullviss, ungf rú Elssler, að þér komið
til með að laða fólkið að leikhúsinu okkar," sagði
forstjórinn.
Fanný f ékk loforð f yrir 40 lírum um mánuðinn og
friu fæði og húsnæði. Húsnæðið tók hún samt ekki,
því að hún vildi fyrir engan mun fara úr ibúðinni,
sem þær Rósa höfðu leigt sér.
Þýzka farandleikhúsið var hvorki stórt né skraut-
legt, og leikf ólkið og f orstjórinn voru harðánægð, ef
þau gátu borðað sig almennilega södd einu sinni í
viku. Ekki var nú fyrirtækið gróðavænlegra en það.
Þegar Fanný kom f ram í fyrsta skipti, var aðeins
slangur af fólki í húsinu. En þeim mun betur átti
hlutverkið við Fannýju. Henni var þakkað með
dynjandi lófaklappi, og áhrif þessa fyrsta kvölds
urðu varanieg.
Daginn eftir voru strax fleiri áhorfendur, og
fjórða daginn komu eins margir og húsið frekast
leyfði.
Þessu hafði Fanný áorkað með danstöfrum sín-
um. Forstjórinn var eitt sólskinsbros, og leikend-
urnir i sjöunda himni, því að nú fengu allir laun sín
á réttum tíma og nóg að borða.
Þannig liðu nokkrar vikur.
Fannýdansaði og alþýða Rómarborgar, hermenn
og sjómenn neðan frá höfninni, þyrptusttil hennar.
Aðeins sex vikur vildi Fanný vera við þýzka leik-
húsið. Eftir það vildi hún hafa hægt um sig, heilsu
sinnar vegna. Og lengur gat hún sennilega ekki
dansað, því að þá hlaut ástand hennar að fara að
koma i Ijós.
38
„Þrjár vikur enn verð ég h já Roman forstjóra, þá
hætti ég að dansa. Eftir það lif um við rólegu líf i út
af fyrir okkur, þangað til minn tími kemur."
Fanný sagði þetta lágt og raunalega.
Hún var aftur orðin þunglynd uppá síðkastið, því
að hin smánarlega framkoma elskhuga hennar
nagaði hana inn að hjartarótum.
Oft sat Fanný tímum saman og horfði tárvotum
augum á lítið olíumálverk. Það var mynd af Leo-
pold prins, sem hann hafði einu sinni gefið henni.
„Og þrátt fyrir allt get ég ekki verið honum reið,
get ekki annað en elskað hann, því að þær stundir,
sem við vorum saman, er það yndislegasta, sem líf-
ið hefir fært mér."
Um þessar mundir var ófriðarblika á pólitískum
himni Spánar og ítalíu.
Þessar þjóðir höfðu komið sínum gömlu konunga-
ættum til valda, eftir að búið var að steypa Napo-
leon og fylgifiskum hans. En núverandi konungar
vildu ekki veita fólkinu eins mikil f ríðindi og sjálfs-
-Jorræði og það hafði haft á dögum lýðveldisins, og
jafnvel undir stjórn Napoleons. Þeir vildu einir
ráða.
Ferdinant konungur VII. á Spáni, sem var af ætt
Bourbonanna, setti afar ströng lög, þar sem öllum
þeim, er höfðu verið yfirmenn í hernum og emb-
ættismenn hjá Josep konungi Bonaparte, bróður
Napoleons, var visað úr landi. Sama gerði Ferdin-
ant konungur í Neapel. Hann gekk mjög á sjálfsfor-
ræðisrétt manna, rak fjölda herforingja og emb-
ættismanna brott, og kom á fót herdeild, sem bein-
linis átti að hræða menn til hlýðni.
Á móti þessu harðsvíraða einveldi gerðu Spán-
verjar uppreisn. Herinn gekk í broddi fylkingar, og
borgararnir komu á eftir.
Hefði Ferdinant konungur VII. ekki á síðustu
stundu séð, hve alvarleg hætta vofði yfir, og gert
byltingamönnunum alls konar kostaboð, þá hefði
stjórnartíð hans verið á enda. Þannig höfðu
spönsku byltingamennirnir unnið sigur, og það
hafði afar mikla þýðingu, bæði fyrir Neapel og
(talíu í heild sinni. Á Spáni, Neapel og öðrum hlut-
um Italíu, ásamt Suður-Frakklandi, höfðu menn
myndað með sér leynilegt félag, „Carbonari" var
það kallað, sem hafði það eitt á stef nuskrá sinni, að
berjast á móti hvers konar einveldi og kúgun, hvort
sem konungur eða kirkja átti hlut að máli.
Það var síðla dags. Afskaplegur hiti hafði verið
um daginn, og Neapelbúar fóru í stórhópum niður
að ströndinni, eða þá inn í húsaþyrpingu miðbæjar-
ins, þvi að inni í húsunum var hitinn óbærilegur. En
það var þó ekki einungis hitinn sem rak menn út á
götuna. Það lá óró í loftinu. Menn höfðu frétt það á
skotspónum, að uppþot hefði orðið í Salerno, og að
byltingamennirnir hefðu unnið sigur. Ennþá hafði
ekkert verið tilkynnt opinberlega um þetta í Neapel,
og Amtsblaðið hafði stranglega bannað, að breidd-
ar væru útfréttir, sem vaKið gætu æsingu. Auk þess
hafði Amtsblaðið getið þess, að allar þessar fréttir
mundu vera uppspuni einn, og mundu einhverjir
Framhald