Heimilistíminn - 10.06.1976, Side 35

Heimilistíminn - 10.06.1976, Side 35
með skrautlegur blómvöndur. Hún gat engu orði upp komið, þegar hún sá þessa dýrmætu gjöf. Pró- fessor Barbaya verðlagði hana á minnst 600 lírur. Demantsarmbandið fór óviðjafnanlega vel á mjallhvítum, fínlegum armi hennar. Henni þótti ákaf lega vænt um gjöf ina, og hjarta hennar svall af fögnuði, en hún reyndi að láta þau prófessorinn og Rósu verða þess sem minnst vör. Fanný dansaði oftast nær þrisvar í viku í Hirð- leikhúsinu. Hinum kvöldunum mátti hún sjálf ráða yfir, nema þegar prinsinn bauð henni, og var hún vön að eyða þeim í skemmtigöngu, annað hvort með prófessornum eða Rósu. Sendiboði prinsins kom með bréf til Fannýjar. ,,Kæra ungfrú Fanný! Viljið þér gera mér þá ánægju, að heimsækja mig í dag í veiðihöll mína? Um kl. 3 bíður vagninn minn við dyrnar. Bíð yðar með eftirvæntingu. Yðar Leopold prins." Hjarta Fannýjar barðist af fögnuði. Hún gaf þjóninum það svar, að hún þægi boðið með ánægju. Út að veiðihöll prinsins var hér um bil einnar stundar akstur frá Neapel. Umhverfið var skógi vaxið og mjög fagurt. Prinsinn heilsaði henni með mikilli blíðu. ,,Eru hér ekki fleiri aðkomandi í dag, .yðar kon- unglega tign?" ,,Nei, barnið mitt. I dag langar mit til að spjalla viðyður í næði, og bauð þvi ekki f leirum." Hann leiddi Fannýju um höllina, og sýndi henni alls konar vopn og veiðitæki. Að lokum fór hann með hana efst upp í turninn, þar sem sjá mátti langar leiðir í allar áttir. Til vinstri var víðfeðma, töfrandi Miðjarðarhaf- ið, en á hægri hönd var óslitin f jallakeðja. Og Fanný varð æ hrifnari og kátari. ,,Komið þér nú, barnið mitt, kvöldverðurinn er framreiddur. Þér hljótið að vera orðin banhungr- uð." Alls konar dýrindis krásir voru á borðum, og kampavínið var þægilega kitlandi. ,,Sjáið þér, barnið mitt, mig langaði til að fá að njóta samvistar yðar einu sinni ( næði. Því að þótt ég sé konungborinn prins, þá leikur lífið ekki alltaf við mig." Fanný varð undrandi. „Nei, ég get alls ekki kallað mig hamingjusaman mann. Jaf nvel prinsar hafa sínar sorgir og áhyggj- ur. Og þó þrái ég ekkert meir, en ástúð og umhyggju elskandi konu. Hjá yður, Fanný, gæti ég gleymt öll- um erfiðleikum, konu eins og yður hefi ég alla ævi þráð." Það varð hljótt í salnum. Fanný teygaði orð hans og lokaði augunum í djúpri, þögulli sælu. Þá lagði hann arminn um mitti hennar, færði sig nær, horfði bliðlega í augu hennar og kyssti hana. Hún eldroðnaði og draup höfði. ,,Ég elska yður, Fanný, elska þig. Geturðu ekki látið þér þykja ofurlítið vænt um mig?" Fanný næstum skelfdist við orð hans. Hann kyssti hana aftur og aftur. Hún endurgalt kossa hans hikandi og feimnislega í fyrstu, en svo gaf hún tilfinningum sínum lausan tauminn. ,,Ég vil að sál þín og líkami tilheyri mér Fanný! Ég meina þetta í fullri alvöru." Hún strauk hár hans blíðlega og rétti fram var- irnar. „Fanný, Fanný! Engillinn minn, ástin mín!" Þau féllustaftur í faðma, og teyguðu kossana af vörum hvors annars. Svo losaði hún sig úr faðmi hans og lagfærði á sér hárið. „Komdu, Fanný, við skulum drekka skál ástar okkar." Hann hellti glösin f ull og bæði tæmdu þau í einum teyg. Aftur lagðist armur Leopolds um mitti hennar og þrýsti hinum granna likama hennar i fang hans og 35

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.