Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 13
Fólk sá það gerast — áður en það gerðist Um allan heim er til fólk, sem ,,sér" og ,,heyrir afburði, áður en jbe/r gerast. Dæmi eru óteljandi: Titanic-slysið, Aberfan-slysið, Kennedy-morðin... Er timabært að við endurskoðum skilgreiningu okkar á tímanum....? Kona ein fylgdi frænda slnum niður að höfninni. Hann var að leggja upp i fyrstu ferö slna sem stýrimaður á skólaskipinu „Köbenhavn” sem i þann tið var eitt af stærstu, fimm mastra skipum heims og stolt danska hersins. Þegar þau ætluðu aðkveðjast, sá konan skyndilega fyrir sér syn. Eins og i kvik- mynd sá hún þetta stóra skip velkjast hjálparvana i stórum öldum og hvass- virði. Hún sá greinilega hvernig skipið sporðreistist, andartak var eins og það reyndi að ná jafnvæginu, áður en það hvarf i iðuna. Eins og I varnarskyni rétti hún út handlegginn til að halda aftur af frænda sinum. — Faröu ekki með skipinu, sagði hún. — Þaö ferst. Ungi stýrimaðurinn hló aö þessu. Skipiö lagði af stað — ognokkrum mánuðum siö- ar komu frændinn og skipið heil á húfi heim til Hafnar. En það var i næstu ferö skipsins, árið 1928, sem Köbenhavn hvarf á leið sinni frá Argentinu til Ástraliu. Aldrei hefur vitnazt, hvernig það bar til, en konan, sem nú er látin, sá þaö gerast. Hún náði á óskýranlegan hátt að sjá i svip inn i framtiöina. Þau sáu Titanic farast Það er alltaf að heyrast um fólk, sem er búiö eins konar yfirnáttúrlegu næmi og finnur á sér tilvist annars heims, sem er óskýranlegur flestum. Konan, sem áöur er getiö, vildi ekki gera sig hlægilega, sagði aldrei neinum nema frænda sfnum frá sýn sinni. En þegar annað skip, Titanic lagði upp i jómfrúrferö sina frá Southampton til Bandarlkjanna með 2207 farþega, viö mikil fagnaðarlæti, höfðu hundruð manna kært sig kollótta um aðhlátur. Til eru staflar af sögum um fólk, sem vikurnar og mánuöina áður en Titanic átti að leggja af stað, hafði „séð” slysið. Þaö hafði séö á- reksturinn við isjakann og farþegana er böröust viö dauðann i sjónum og yfirfull- um lifbátunum. Mörg neyðaróp frá dauð- skelfdu fólki, sem bað um að ferðinni yrði frestaö, streymdu inn á skrifstofur skipa- félagsins siöustu vikurnar fyrir brottför- ina. En frú Marshall náði aldrei svo langt með aðvörun sina. Hún stóö utan viö húsiö sitt á Wight-eyju, ásamt fjölskyldunni og sá skipið fara framhjá I þokunni og stefna út á opiö haf. Hún greip skyndilega I handiegg manns stos og hrópaði: — Það sekkur... það kemst aldrei á áfangastað! Ég sé þaö.... hundruð manna I Isköldum sjónum.... látið fólkiö ekki drukkna! Gerðu eitthvaö... þú veröur að gera eitthvaö! Hann geröi þaö sem næst lá, lagði konu sina á legubekk og gaf henni siöan svefn- töflu. Snemma morguns þremur dögum sið- ar, rakst Titanic á borgarisjaka og 1502 manneskjur létu lífið. Móðursýki, dauðaótti, tilviljanir, taugaspenna eða hreto og bein imyndun? Þannig leit fólk hjá útgeröarfyrirtækinu á fyrirbærin og slikur er lika dómur meiri- hiutans, þegar rætt er um þaö sem á ffnu máli er kallaö skyggni og er hæfileikinn til aö skyggnast inn f framtlðina. Rannsóknir Ungi, brezki sjómaðurinn Morgan Robertsson sati London og skrifaði skáld- sögu 14 árum áður en Titanic fórst. Hann var að skrifa um það sem hann „sá” að geröist. Arangurinn varð skýrsla um Titanic-slysið, sem ennþá var langt úti i framtiöinni. Skýrslan kom svo vel heim við slysið, að furðulegt var. Nákvæm stærð skipsins og þyngd, öryggisráðstaf- anirnar, sem geru aö verkum að skipið átti að vera ósökkvandi, tala farþeganna o.s.frv. Jafnvel nafn skipSins „sá” hann, með þeim litla mun, að skip hans I bókinni hét „The Titan”. A nokkrum nóttum liföi hann upp þenn- an fratiðarharmleik, sem hann skrifaði bókina eftir. Hún var gefin út, en. eign- aðist aldrei marga aðdáendur. Þvi miður bendir ýmislegt til þess, aö við eigum nógu erfitt meö aö laga okkur að okkar eigin heimi, svo þaö er vafamál, hvort við þurfum þegar á þessari öld að reyna að laga okkur að heimi framtiðar- innar. Ef við gætum þroskaö með okkur hæfileikann til að sjá hlutina fyrirfram, gætum viö ef til vill átt þáttl að stjórna at- burðarásinni, eða foröast stórhamfarir. Þetta er ótrúlegt, en til eru visinda- menn nú á timum, sem vinna aö rann- sóknum á þessu. Til dæmis i Sovétrikjun- um hafa um áraraðir verið gerðar til- raunir meöskyggntfólk. En það var ekki fyrr en fyrir áratug, að sálfræðingur I London, J.C. Barker aö nafni, sagöi eftir slysið I Aberfan, að nú hlyti að vera hægt að nota skyggni fólks, til að forðast svona slys I framtiðinni. Fyrir þetta slys var sem sagt fjöldi fólks, sem kom með aö- varanir og I þeim var bæöi þorpið og stað- urinn nefnt á nafn, en ekkert var gert með þær. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.