Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 37
þetta. Hvenær getum við gifzt?" „Ertu gengin frá vitinu, barn. Ég, sem er kon- ungborinn prins. Hvað dettur þér eiginlega f hug?" Fanný horfði angistaraugum á elskhuga sinn. Svo brast hún í grát og leið út af. „Svona láta þessar kvensniftir alltaf. Giftast, ekki nema það þó!" sagði prinsinn snúðugt, og rauk í bjölluna og hringdi ákaft á herbergisþjóninn. „Sæktu húslækninn!" Þegar lækninum hafði tekizt að koma Fannýju til meðvitundar, hafði prinsinn sig á burt, án þess svo mikið sem að líta á Fannýju. Þegar hann kom inn í einkaherbergi sitt, skrifaði hann ávísun uppá þúsund lírur. Svo hringdi hann á þjóninn. „Þessa ávisun áttu undir eins að fá leysta út, og fara svo með peningana heim í íbúð Fannýjar Elessler. Mér er sama, hver tekur á móti þeim, en kvittun verður þú að fá." Þjónninn f lýtti sér að sækja peningana og fara til gistihússins. Þar kom Rósa til dyra. Hann sagði henni erindið, að hann ætti að færa ungfrú Elssler þúsund lírur, og lét hún það gott heita og gaf kvitt- un. Prinsinn tók á móti kvittuninni og kom henni fyrir hjá öðrum skjölum. Að því búnu skipaði hann að taka Fannýju, sem stöðugt lá hreyfingarlaus á legubekknum, og flytja hana heim. Svo skipaði prinsinn að sækja leikhússtjóra Kon- unglega leikhússins. Þegar hann kom, sagði prinsinn: „Ég óska, að eftirfarandi tilkynning komi í blöðunum á morgun: „Hin unga, listfenga dansmær frá Vínarborg, ungfrú Fanný Elssler, sem dansað hefir undan- farnar vikur í Konunglega leikhúsinu, hefir orðið fyrir alvarlegu slysi. Þegar hún var að sýna í gær- kvöldi, rann hún til á leiksviðinu og tognaði um ökl- ann. Óvist er, hvenær hún getur aftur farið að dansa"." Leikhússtjórinn skrifaði eins og honum var sagt. „Ég vona að þér skiljið mig, greifi?" Hann kinkaði kolli virðulega og kvaddi með bukki og beygingum. Nú fóru hræðilegir dagar í hönd fyrir Fannýju. Ast hennar, framtíðardraumarnir, skýjaborgirn- ar — allt hafði verið slegið í rústir með einu höggi. Að eiga von á barni, eiga barn með manni, sem hafði útskúfað henni, og það einmitt þegar svona var komið, það var skelfilegt! Skömm og iðrun heltóku hana, svo að henni lá við sturlun. Og hefði Rósa ekki verið til þess að telja um fyrir henni, kynni hún að hafa gripið til ein- hverra óyndisúrræða. Við allt þetta bættist það, að Konunglega leikhús- ið lét tilkynna henni, að því miður gæti það ekki haft hana lengur i þjónustu sinni, þar sem uppvist væri orðið um hrösun hennar, og teldi því gestaleik hennar lokið. Forstjórinn sendi Fannýju 600 lírur. Prófessor Barbaya, sem f Ijótlega hafði komizt á snoðir um, hvernig í öllu lá, tilkynnti Fannýju, að hann mundi hverfa á brott, þar sem hún þurfti hans nú ekki lengur með. Hann fór sama daginn, og Fanný og Rósa urðu einar eftir í Neapel. Þannig endaði listabraut Fannýjar á Italíu. Og hvað tók nú við? Þessa hörmulegu spurningu lögðu örlögin fyrir vesalings Fannýju. Hún braut heilann um, hvort hún ætti að bíða í Neapel þangað til allt væri um garð gengið. Nei, hér gat hún allra sízt verið, þar sem frægð hennar var á hvers manns vörum, því f yrr eða síðar hlaut leyndarmál hennar að komast upp, og þá var það ekki lengi að berast til Vínarborgar. Atti hún að fara heim til Vínarborgar, til foreldr- anna? Nei, þangað gat hún allra sízt farið. Það yrðu dálaglegar sögur, sem gengju um nágrennið, eða þá hæðnissvipur og eiturtungur leikfólksins! Og þó fyrst og fremst móðir hennar! Hún mundi blátt áfram ganga frá vitinu af skömm. „Þú mátt ekki yfirgefa mig, Rósa. Hvernig ætti ég að geta komizt af, ef þú snerir líka við mér bak- inu." „Ég verð með gleði áfram hjá yður, ungfrú Fanný." „Nei, ekki ungfrú Fanný. Héðan af ert þú hjart- kær vinkona mín, sem ætlar að hjálpa mér í raunum minum." Ungu stúlkurnar innsigluðu vináttu sína með inni- legum kossi. Þær héldu kyrru fyrir nokkra daga í Neapel. Þá keypti Rósa þeim tvo farmiða til Róma- borgar. Þær greiddu hótelreikninginn og yf irgáfu Neapel með mestu leynd. Meðtárin í augunum kvaddi.Fanný borgina, sem geymdi frægð hennar, hamingju og þjáningar. Eftir f imm daga siglingu varpaði skipið akkerum í Ostia-höfn. Þær leigðu sér herbergi á ódýru gistihúsi. „Við verðum hér aðeins þangað til við höf um út- vegað okkur hentuga prívatíbúð," sagði Fanný. Eftir nokkra daga höfðu þær leigt sér íbúð hjá konu einni, sem Blaca Libano hét. Þær höfðu nú rúmgott herbergi, ágæt húsgögn, og tvö tandur- hrein rúm. Þær höfðu undurfagurt útsýni yf ir Péturstorgið, og auk þess var leigan allsekki mjög há. „Hér verðum við að láta fyrir berast," sagði Fanný, „þangað til ég hefi fætt." Fyrstu dagarnir í nýja heimkynninu voru daufir og tilbreytingarlausir. En þá fóru þær sér til af þreyingar að heimsækja helztustaði borgarinnar. Þær fóru á málverkasöfn, listasöfn, skoðuðu hallarrústir og kirkjur, og yfir höfuð allt, sem aðkomufólk er vant að skoða. Dag nokkurn rákust þær af hendingu á prófessor Barbaya. „En sú óvænta gleði, ungfrú. Hvað hafizt þér að hér í Rómaborg?" Fanný varð vandræðaleg og ófst tunga um tönn, svo að hann hélt áfram: „Ég veit allt, veslings barn. Reynið að láta ekki hugf allast. Margar listakonur haf a drukkið af þeim beizka bikar. En samt þurfa ekki öll sund að lokast fyrir þessu. Þér verðið bara að reyna að koma barninu einhvers staðar f yrir, hversu sárt sem yður 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.