Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 30
Þvi miöur virðast ástamál þin lenda illa á milli tannanna á kjaft- öskunum, en það getur stafað af af- brýðisemi. Ef þú þarfnast trúnað- armanneskju, skaltu velja ein- hvern sem getur þagað yfir leyndarmáli. Áhrifin á fjármálin eru hagstæð og þú gerir göð inn- kaup. Letin gripur þig öðru hverju og á milli færðu dugnaðarköst. Ef til vill þarftu að taka þér fri? Þú skalt ekki gefa neinum undir fótinn, ef tilfinningar þinar eru ekki raunverulegar —leiktu þér ekki að ástinni. Segðu vini þinum allan sannleikann, en ekki bara hálfan. Fjármálin eru i góðu lagi og verða það áfram, ef þú heldur I horfinu. Eyddu ekki I neitt stórt. Ef þú sýnir allan þinn vilja og skapfestu, næröu góðum árangri I vinnunni. Láttu ekki allt ganga sinn leiöinda- gang — finndu upp á einhverju. Segðu málglöðum vini ekki of mik- ið, ef þú vilt ekki að allir viti það. Nú skaltu hugsa þig tvisvar um varöandi fjármálin. Skipuleggðu útgjöldin og reyndu að spara. Þú skiptir tima þinum milli mikil- vægra starfa og slæpings — en nýt- ur hvors tveggja. Þú skalt ekki ásaka vin þinn fyrir mistök hans, þvi þú ert jafn'ófull- kominn sjálfur, án þess kannski að vita það. Einhver þér nákominn hefur áhyggjur, en þú getur losaö hann við talsvert af þeim. Ekki falla fyrir þeirri freistingu aö kaupa allt, sem þig langar i. Nú eru stjörnurnar mjög hliöhollar allri vinnu meö höndunum. Yfirleitt ertu ánægður með ástalif- ið, en vertu viðbúinn einhverjum ó- róleika. Ætlastu ekki til að vinur eöa ættingi fari aö öllum ráðum þinum, lofaöu honum að hugsa sjálfum. Þú freistast ef til vill til að eyða um efni fram, af þvi þú færð skyndilega mikla peninga. Eitt- hvert verk veitist þér erfitt, en þú hefur samt mikinn áhuga á að leysa það vel. Akveðin manneskja, sem hefur engu máli skipt þig, fyllist allt i einu áhuga á þér. Einhver þér ná- kominn fer dálitið i taugarnar á þér, en bezt er að láta sem ekkert sé. í vikulokin minnkar i penmga- buddunni og þvi er bezt að byrja að spara meðan eitthvað er eftir. Nú skaltu einbeita þér að verkefnum I starfi, sem þú hefur vanrækt und- anfarið. Þér liður vel með vini þinum, en ástriðurnar eru ekki heitar. Það mun reynast rétt, ef einhver ná- kominn segist þarfnast aðstoðar þinnar. Reyndu ekki að komast hjá þvi að veita hana. Fjármálin eru sæmilega hagstæð, en þú skalt þó ekki taka á þig mikil aukaútgjöld. Eitthvað verður til góðrar tilbreytingar I vinnunni og hún veröur mun liflegri. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.