Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 10.06.1976, Blaðsíða 24
Kaffi handa tveimur og einn ís AAér geðjaðist ekki að augnaráði telpunnar. Grunaði hana, aðfundur okkar hér væri ekki sú tilviljun, sem við Jón vildum vera láta? — Það verður að lita út eins og það sé algjör tilviljun, sagði Jón. —Viö sitjum við gluggann i kaffistofunni I vöruhúsinu, og svo kemur þú inn til að fá þér kaffibolla eftir innkaupin. Þú sérð okkur, heilsar og ert hissa. Ég kynni ykkur og svo drekkur þú kaffið með okkur. Þetta virtist svolitið flókið, en ég skildi, af hverju hann vildi hafa þetta svona. Við uröum að fara dálitiö varlega. Veslings Karen, hugsaði ég. Eftir fjóra mánuði eignastu stjúpmóöur, sem þú veistekkert umennþá. A morgun klukkan ellefu áttu að hitta hana I fyrsta sinn og siðan hittiröu hana á hverjum degi. Það var að minnsta kosti áætlun Jóns. — Þú væriráreiöanlega prýðilegur sál-^ fræöingur, Jón, sagði ég. Hann hló og kyssti mig og hann liktist ekki hiö minnsta þrjátiu og sex ára ekkjumanni sem á tölf ára dóttur. Jón er arkitekt. Viö kynntumst, þegar hann hafði fengiö það verk að teikna við- byggingu viö skólann, þar sem ég er líf- fræöikennari. Hann ræddi byggingaráætl- anirnar viö kennarana á þægilegan hátt og meira aö segja ég, yngsti kennarinn, tók þátt i umræöunum. Hann spurði mig oft álits og áöur en ég vissi af, hafði hann boöið mér út aö boröa. Ann kona hans hafði látist fyrir þremur árum, sagöi hann og loks núna var hann orðinn heill maöur á nýjan leik, en ein- mana. Hann hafði daghjálp, sem kom á hverjum degi.lagaöi til og bjó til mat, en hann og Karen sáu um afganginn. — Égerekkiaöbiðja þig aögiftast mér af þvi mig vanti húsmóður, sagði hann kvöldið, sem hann baö min. Ég hló svo mikið, aö mér svelgdist 24 næstum á kaffinu. Veslings maðurinn, ef hann vantaöi bara húsmóður, hefði hann ekki beðið min. Þegar ég náði andanum aftur, sagði ég honum, að þvi miður væri ég ekki af húsmóðurlegu geröinni, en að ég elskaöi hann og svariö væri já. Það var eins gott að hann fengiö að vita það strax. Hann bara brosti og sagði svo margt fallegt, að ég táraðist næstum þvi. Þegar viö loks yfirgáfum veitingahúsið um kvöldið, stakk hann upp á þvi að við fær- um heim til hans, en þá datt honum Karen I hug. — Þú ert bara tuttugu og fjögurra ára, Hanna, sagöi hann. —• Þið verðið að vissu leyti eins og syst- ur. Þetta verður hálfgeröur linudans fyrir þig, ég geri mér grein fyrir þvi. Hún elsk- aði móður sina mjög, en er farin að venjast þvi að hún er horfin að eilifu. Fyrir einu ári heföi hún ekki sætt sig viö neina manneskju I hennar stað, ekki einu sinni þig. En nú held ég að hún geri það — ef hún fær góðan tima. — Ég er dauöhrædd, viöurkenndi ég. — Það er engin ástæða til þess, sagði Jón huggandi. —Hún er besta stelpa, sem öllum llkar vel við. Það þóttist ég viss um og vildi lika að mér likaöi vel við hana og að bað yrði gagnkvæmt. Ef svo yrði ekki.... Það fór hrollur um mig. Ég var ekki i neinum vafa um, að ef Jón ætti að velja á milli hamingju sinnar og hennar, veldi hann hennar. Ég hlýt að hafa verið niðurdregin, þvi Jón brosti uppörvandi og sagði: —Þetta gengur vel — auövitað gerir þaö það. Tvær svona indælar stúlkur — hvaö gæti fariö úr skoröum? í fyrsta sinn var ég of snemma á ferð- inni — eöa réttara sagt, Jón var tiu mín- útum og seinn eins og venjulega og ég hafði gleymt þvl. Andartak velti ég fýrir mér, hvortégættiaö setjastniður, fá mér kaffi og láta þau „finna” mig, en það braut I bága við samninginn. Húsgagnadeildin var á sömu hæð og veitingasalurinn og ég gekk um gólf þar meöan ég beið eftir að klukkan yröi nógu margt. Ég fann til vonbrigða. Hvers vegna fékk ég ekki að innrétta heim- ili mitt með nýjum húsgögnum? En það myndi aldrei koma til mála, þvi húsið hans Jóns stóð fullbúiö og beið eftir mér. Ann hafði verið innanhússarkitekt, svo allt var full- lokið á þvl heimili. Jón hafði ekki nefnt neitt um aö flytja, þegar viö giftum okkur og ég hafði aldrei beint umræðum aö þvl. Þaö yrði nógu erfitt fyrir Karenu að venjast þvi að hafa mig á heimilinu, þó ekki væru flutningar i annaö hús lika. Þegar klukkan var nærri fjóröung yfir ellefu, fór ég aftur inn I veitingasalinn. Þar sátu þau! Ég stóö kyrr um stund, áður en ég fékk nægan kjark til að ganga að borðinu hjá þeim. Ég hafði gert mér I hugarlund að Karen liktistföður slnum, en svo var ekki. Hún var með stór augu, sltt, rautt hár og. ennistopp. Hún var stór eftir aldri og þaö var að byrja að koma kvenmannsvöxtur á hana. Ég hafði haldið, að ég ætti aö hitta barn, ekki unga konu. Karen sneri höfðinu og leit upp til mln. Jónstóð upp einsogleikari, sem röðin var komin að og sagöi: — Nei, halló, jHanna! En gaman að rekast á þig!

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.