Heimilistíminn - 18.11.1976, Síða 19

Heimilistíminn - 18.11.1976, Síða 19
Barnasagan: Lewis Carrol: Lísa r 1 U ndralandi Piparinn og svínið 6. þáttur. Lisa stanzaði snöggvast, virti fyrir sér húsið og hugleiddi, hvað til bragðs skyldi taka. Alit i einu kom einkennisklæddur þjónn hlaupandi út úr skóginum. Lisa hugsaði sem svo, að þetta hlyti að vera þjónn eftir búningnum að dæma. Annars var hann nákvæmlega eins og fiskur. Hann barði harkalega að dyrum með hnúun- um. Annar einkennisklæddur þjónn opnaði dyrnar. Hann var fjarska búlduleitur, með stór augu, og likastur froski. Hár þeirra beggja var mélað og skrautlega lokkað. Lisu lék mikil for- vitni á að vita, hvað nú stæði til, og hún faldi sig þess vegna á bak við trén, og hlustaði á það, sem fram fór. Fisk-þjónninn dró nú stórt bréf undan hand- leggnum, það var nærri eins stórt og hann sjálfur. Hann rétti hinum þjóninum bréfið og sagði hátiðlega: ,,Til hertogafrúarinnar, boðs- bréf frá drottningunni um þátttöku i kroket- leik”. Frosk-þjónninn át þetta upp, en breytti ofurlitið orðunum: ,,Frá drottningunni, boðs- bréf til hertogafrúarinnar um þátttöku i kroketleik”. Siðan hneigðu þeir sig djúpt, svo að hár- lokkarnir rugluðust saman. Lisa hló svo mikið að þessu, að hún varð að flýta sér inn i skóginn, svo að ekki heyrðist til hennar. Þegar hún gægðist aftur fram, var fisk-þjónninn horfinn, en hinn sat flötum bein- um við dyrnar og góndi bjálfalega upp i loftið. Lisa gekk dálitið hikandi að dyrunum og barði. ,,Það er gjörsamlega þýðingarlaust að Framhald á bls. 24 19

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.