Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 18.11.1976, Blaðsíða 19
Barnasagan: Lewis Carrol: Lísa r 1 U ndralandi Piparinn og svínið 6. þáttur. Lisa stanzaði snöggvast, virti fyrir sér húsið og hugleiddi, hvað til bragðs skyldi taka. Alit i einu kom einkennisklæddur þjónn hlaupandi út úr skóginum. Lisa hugsaði sem svo, að þetta hlyti að vera þjónn eftir búningnum að dæma. Annars var hann nákvæmlega eins og fiskur. Hann barði harkalega að dyrum með hnúun- um. Annar einkennisklæddur þjónn opnaði dyrnar. Hann var fjarska búlduleitur, með stór augu, og likastur froski. Hár þeirra beggja var mélað og skrautlega lokkað. Lisu lék mikil for- vitni á að vita, hvað nú stæði til, og hún faldi sig þess vegna á bak við trén, og hlustaði á það, sem fram fór. Fisk-þjónninn dró nú stórt bréf undan hand- leggnum, það var nærri eins stórt og hann sjálfur. Hann rétti hinum þjóninum bréfið og sagði hátiðlega: ,,Til hertogafrúarinnar, boðs- bréf frá drottningunni um þátttöku i kroket- leik”. Frosk-þjónninn át þetta upp, en breytti ofurlitið orðunum: ,,Frá drottningunni, boðs- bréf til hertogafrúarinnar um þátttöku i kroketleik”. Siðan hneigðu þeir sig djúpt, svo að hár- lokkarnir rugluðust saman. Lisa hló svo mikið að þessu, að hún varð að flýta sér inn i skóginn, svo að ekki heyrðist til hennar. Þegar hún gægðist aftur fram, var fisk-þjónninn horfinn, en hinn sat flötum bein- um við dyrnar og góndi bjálfalega upp i loftið. Lisa gekk dálitið hikandi að dyrunum og barði. ,,Það er gjörsamlega þýðingarlaust að Framhald á bls. 24 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.