Heimilistíminn - 08.09.1977, Side 7
veriö valdar einfaldar og spennandi sög-
ur, og spurningarnar, sem lagðar voru
fyrir börnin á eftir voru einnig mjög létt-
ar. A þessu stigi rannsóknarinnar voru
325 börn úr 2., 3. og 4. bekk og úr tveimur
skólum i úthverfum Stokkhólms. Yngstu
börnin voru 8-9 ára en þau elztu 10 til 11
ára.
Börn úr öðrum bekk náðu ekki frásögn-
unum, hvort sem þær stóðu á sjónvarps-
skerminum i 4 eða 6 sekúndur. Þriðja
bekkjar börnin náðu að lesa textann sem
sýndur var lengst, en aðeins með tveimur
af þremur myndum. Börnin úr fjórða
bekk skyldu allar þrjár f rásagnirnar. Þær
voru sendar úr mismunandi lengi, og
náðu börnin innihaldinu i tveimur lengri
sendingunum.
Stytzti timinn nægði þeim ekki til þess
að skilja textan.
Þegar þess er gætt, að börn horfa mikið
á sjónvarp, og þá mest á erlent efni með
innlendum, í þessu tilfell sænskum text-
um, er greinilegt, að mikil hætta stafar af
þvl að þau verða óvandvirk við lesturinn.
Færist þessi óvandvirkni að sjálfsögðu
einnig yfir á venjulegan lestur innan
veggja skólanna og lestur þeirra á bókum
og blöðum. Þau læra seint og illa að lesa.
Telpurnar horfa á
sjónvarpið, en enginn
veit hvort þær skilja
það, sem á skjánúm
stendur.
Hvað skal til
bragðs taka?
Mjög óhagkvæmt er að setja tal inn á
allar myndir, þar sem slikt kostar geysi-
legar fjárupphæðir. Þá kemur það og til
að þeir sem ekki heyra missa algjörlega
af frásögnunum, sem fylgja myndunum,
og hafa ekkert nema myndina til að horfa
á. Einnig telja menn, að börn hafi gott af
þvi að hlusta á frummálið, sem fylgi
myndunum. Það geti komið þeim til góða
við tungumálanám siðar.
Eitthvað annað verður að gera til þess
að bæta hér úr. Til dæmis kemur til grein
að textinn sé lesinn um leið og hann birtist
á skerminum. Þó er talið bezt, að
upplesturinn kæmi ekki i gegn um sjón-
varpið sjálft, heldur I sérstakri útvarps-
sendingu, samtimis sjónvarpsdag-
skránni, en þá hefðu börnin tækifæri til
þess að velja á milli. Þau gætu hlustað á
textann eða reynt að lesa hann sjálf á
skjánum. segir Ingela Schyller. (Þ.fb)
farið til London
ferðamenn heimsæki London I ár, til
þess að verzla, hvort heldur sem er til
þess að kaupa kjóla, Rolls Royce-bila
eða 20 herbergja einbýlishús.
Yfirvöldin hafa reiknað út, að þessir
ferðamenn muni eyða um 300 milljón-
um punda iLondon, bæði I berzlunum
og i veitingahúsum, og hvar svo sem
þeir fara um, á meðan þeir dveljast I
landinu. Samkvæmt útreikningum
ferðamálaráðs þeirra Bretanna eyddu
Arabar yfir 500 milljónum punda I far-
gjöld, gistingu og innkaup I Englandi
siöastliðið ár.
Frá Kuwait kemurstærstihluti þess
fjár, sem fest er i brezkum iðnaði, og
Kuwaithefur yfir að ráða rúmum 5%
hlutafjár margra helztu fyrirtækja,
sér I lagi á sviði fjármála I Bretlandi.
Kuwait-menn hafa fjárfest i sumum
helztu bönkum og tryggingarfélögum
Englands, og talið er, að Arabar frá
Austurlöndum hafilagt um það bil 800
milljónirpunda í kaup á brezkum fast-
eignum og fýrirtækjum á siðustu
þremur árum.
Arabar hófu innrás sina á fasteigna
markaðinn fyrir um það bil þremur
árum, þegar Bretar fóru að finna fyrir
því, að fjármálin voru ekki I sem beztu
lagi þar I landi. Aröbunum féll vel sú
mikla athygli, sem þeim var veitt, og
alls staðar stráðu þeir peningum I
kringum sig, þar sem þeir fóru.
Mjög einfalt svar er við þvi, hvers
vegna Aröbunum fellur England svo
vel í geð, en það er að þar telja þeir
bezta möguleika á þvi, að dveljast og
lifa lúxuslifi fyrir tiltölulega litinn
pening. Til London koma þeir I einka-
þotum sinum tilþess einsaðláta laga I
sér tönn, eða fara I læknisskoðun I
Harley Street. Þeim líkar vel við Eng-
land og Englendinga, bæði hvað við
kemur menningar- og skemmtanalif-
inu.
Arabarnir hafa nóg af peningum, og
þeir nota þá lika — til þess að kaupa
einbýlishús, hótel og klúbba. Segja
má, að það séu einungis kaupsýslu-
mennimir, sem eru ánægðir með
Arabana. Þegar hinn venjulegi borg-
aralegi Englendingur sér þvottinn af
Aröbunum hanga útiá svölum til þerr-
is á hinu fina Mayfair hóteli, þá fer
heldur að fara um hann, og honum
finnst sér vera misboðið. (Þ.fb)
7