Heimilistíminn - 08.09.1977, Síða 9

Heimilistíminn - 08.09.1977, Síða 9
— Afsakið varðstjóri, en ég er kofnin til þess að tilkynna, að ég var að drepa manninn minn. Varðstjórinn á lögreglustöðinni i Nott- ing Hill Gate leit upp skelfingu lostinn. Fyrir framan hann stóð gömul kona, sennilega um áttrætt. Hún var með sjal á herðunum, og það var fest saman að framan með nælu. Hendur konunnar skulfu litillega, annars virtist hún vera fullkomlega róleg. Lögregluþjónninn klóraði sér i hnakkanum. — Eruð þér alveg viss um þetta frú, viss um...? — Alveg viss varðstjóri. Égkyrktihann með reipi fyrir tuttugu minútum. Ég veit ósköp vel,að ég hefði ekki átt að gera það, en ég hafði ærna ástæðu til þess. Hann er steindauður núna. Lögregluþjónninn opnaði skúffuna og tók skrifblokk upp úr henni. Hvers vegna þurftu endilega að koma svona gamlir bjánar.þegarhann var aleinn á stöðinni? — Nafniö, frú? — Frú Rosemary Charlton. — Heimilisfangið? — Charedon Road númer 702. — Og hvað hét maöur yðar, og hvað gerði hann? — John Charlton. Hann var landkönn- uður og rithöfundur. Nú er hann dauður. Lögreglumaðurinn lauk viö að skrifa niöur upplýsingarnar. Siöan leit hann með forvitnissvip á gömlu frúna. — Ég kannast viö nafnið, sagðihann,— Pabbi var vanur aö segja okkur frá John Charlton. Hann kleif meðal annars Matt- erhorn eitt sinn fyrir mörgum árum. — Mikið er fallegt af yöur aö muna eftir þessu, svaraöi frú Charlton. — Það var nokkrum árum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Þaö er sannarlega langt um liðiö, en mér finnst þetta hafa verið i siðustu viku. Lögregluþjónninn lét hugann reika til baka. Hann mundi eftir snjáöu blaöaúr- klippunni, sem faðir hans hafði svo oft sýnt honum. Hún var af tveimur ungum mönnum í tjaldbúöum i Alpafjöllunum, bak við þá gnæfðu klettar og fjöll. — Það varannar maður með i feröinni, var það ekki, spurði hann hægt. — En ég man ekki hvað hann hét. — Preston, sagði gamla frúin. — Bill Preston. Þetta var upphafið að þessu öllu. Báöir elskuöu þeir mig, skiljið þér. — Lögreglumaöurinn lagði blokkina frá sér. — Yður finnst það kannski undarlegt, þegar þér horfið á mig i dag, hélt frú Charlton áfram, — en ég var talin mjög falleg, þegar ég var ung. Báðir strákarn- ir, ég hugsa alltaf um þá sem stráka, báöu min mörgum sinnum. — Og þér gátuð auðvitað aldrei ákveðið hvorn þeirra þér ættuö að velja? Frú Charlton horfði hugsandi fram fyrir sig, og virtist ekki taka eftir löregluþjón- inum. — Þeir voru svofallegir, báðir tveir, svo fullir af llfi. John var mjög góður fjall- göngumaður. Þaö var hann sem lagöi á ráðin um Matterhorn-leiðangurinn, og auðvitað fór Bill með honum. Gamla frúin hélt áfram eftir ofurlitla hvlld: — Ég geri ráð fyrir, að þér munið eftir þvi, hvað gerðist. Það varö óttalegt slys þriðja daginn i feröinni. í öryggisskyni voru mennirnir bundnir saman, svo fest- ist reipið á klettanös, þegar þeir voru komnir á mjög hættulegan stað i fjallinu. Bill hlýtur aö hafa runnið til. Hann missti fótanna og hékk út yfir sprungu. Reipið slitnaði, og hann hrapaði 300 metra niður og dó samstundis. Það varð augnabliks þögn á lögreglu- stöðinni. Lögregluþjónninn horfði angist- araugum á gömlu frúna. Frú Charlton hélt áfram lágri röddu: — Likiö fannst löngu siöar, en það var algjörlega óþekkjanlegt. Einhver sagði, að það hefði helzt litið út eins og kjöt- skrokkur I sláturhúsi. Það var John, sem fann hann, bætti hún við — hann stjórnaði leitarleiðangrinum. Lögregluþjónninn beið. — Og svo giftust þið? spurði hann. — Já, svo að segj a strax á eftir. Ég hélt að það myndief tilvillhjálpa John til þess að komast yfir áfallið, en hann gat aldrei gleymtþví, semgerzthaföi. Hanngeymdi meira aö segja sinn helming af kaðlinum alian timann. — Hvers vegna gerði hann það? — Honum fannst sem hann væri á þann hátt tengdur félaga sinum. Þaö sagöi hann að minnsta kosti. Hann lagði fjall- göngur algjörlega á hilluna, en geymdi sem sagtkaðalinn alla tið i peningaskápn- um i bankahólfinu sinu. Fyrir utan var umferöin eins og venju- lega. Hávaðinn frá henni þrengdi sér inn á stöðina, og stundum sást bjarminn af bfl- ljósunum I glugganum. Gamla konan andvarpaöi. — Þetta var hamingjusamt hjónaband sagði hún. — í fyrra áttum við gullbrúö- kaup. Svo urðum við að flytja. Lögregluþjónninn leit á hana. — Flytja? Frú Charlton kom með skýringuna: — Það er allt orðið svo dýrt. John hefur aldrei verið auðugur maður, og við fórum að hafa litið fyrir okkur. Erfiðleikarnir fóru að segja til sin. Allt i einu fékk ég bréf frá bænum um að við gætum fengið ibúö I Kensington. Það fannst okkur gott, og við ákváðum að flytja. Það var kominn hörkutónn i röddina. — Við opnuðum sameiginlegan banka- reikning i bankaútibúinu þarna, og John vildi láta flytja skápinn sinn þangað lika. Skápurinn var heima hjá okkur einn dag. Eftir að skápurinn hafði verið fluttur úr gamla bankanum. Þegar svo John hafði brugðið sér út eitt augnablik til þess að kaupa flösku af vini ákvað ég að opna skápinn. Mér fannst ég verða að sjá reip- ið. Lögregluþjónninn hallaði sér fram á við. — Og þaö var þarna Undarlegur svipur kom á andlit frú Charlton. — Það lá enn i skápnum, varðstjóri. Þegar ég fór að skoða það betur sá ég að það hafði ekki slitnaö. Það haföi verið skorið i sundur með beittum hnif. Ja, og hnifurinn lá meira að segja við hliðina á þvi i skápnum. — Varðstjórinn hallaði sér aftur á bak I stólnum og upp að senditækinu. — Þér trúið mér, ekki satt, varðstjóri? Ég veit ósköp vel, að ég hefði ekki átt að gera þetta, en mér fannst ég hafa ærna á- stæðu til þess. (Þ. fb.) N Glæpasaga eftir Aubrey Davidson 9

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.