Heimilistíminn - 08.09.1977, Side 25

Heimilistíminn - 08.09.1977, Side 25
hver öðrum, að fólkið gat sem bezt talað sam- an. Meðal annars barst talið að því, hve heppin þau hefðu verið með veðrið i dag, hvenær þau hefðu hin vejulegu jólaboð, og hvaða gesta þau gætu vænzt i heimsókn neðan úr sveit. Bárður var nú glaðvakandi, en svefn sótti si- fellt meira og meira að Tóta. Honum var hlýtt og leið mjög vel undir sauð- skinnsfeldinum, og hann varð tæpast var við, þegar þau óku yfir Svartagil og pabbi og óli urðu að fara af sleðunum öðru hverju til að hjálpa hestunum. Hann var kominn heim til dýranna og bjóst til að gefa þeim bezta fóðrið, sem hann fann. Og þau skyldu vissulega fá góðan aukabita á sjálfum jólunum. Mikkólina átti að fá gamla hænu, sem var hætt að verpa. Hann ætlaði að vaka, einhverja nóttina, þegar tunglskin var, og vita, hvort hann sæi hana ekki. „Halló, Tóti!” sagði pabbi og stjakaði við honum. „Littu á örninn okkar, —hann er þarna uppi.” Tóti hrökk við og leit upp með stirurnar i augunum. Jú, alveg rétt, — hann var þarna hátt uppi, ofan við Bárðarbungu, og hnitaði stóra hringa. Sólin skein á hvitu rákirnar, sem voru undir stóru vængjunum hans. Tóti starði hugfanginn á hann og fannst sem hann svifi lika, hátt hátt uppi i loftinu. Hann horfði yfir dalinn með snæviþöktu vatninu og hliðunum, og bæjunum tveim, sem liktust einna helzt brúðuhúsinu hennar Gunn- hildar. Þeir sýndust svo agnarlitlir þarna i sól- skininu, inn á milli hinna risastóru fjalla. Og samt var annar þessi ltili bær heimilið hans góða. Og þarna niðri i skóginum, skauzt Mikkólina fram og aftur á milli tjánna, með rauðan blett i hnakkanum. Og þarna kom Þytur á fleygiferð niður hliðina, svo að snjórinn þyrlaðist i kring- um hann, — og þarna kom lika hún Lilla, dans- andi á eftir honum, með hringað skottið. Þau kölluðu bæði til hans, hvort á sinn hátt. „Já, nú kem ég!” kallaði Tóti og teygði út handleggina eins og þeir væru arnarvængir, til þess að geta svifið niður til þeirra. En i sama bili fann hann mjúkan hreindýrsflipa við kinn sér og hlýja hundstungu, sem sleikti á honum nefið. Hann glaðvaknaði og sannfærðist þá um, að hann sat i sleðanum á hlaðinu heima, rétt framan við bæjardyrnar. ,,Hvað hélztu eiginlega, að þú værir, drengur minn?” sagði amma, sem stóð brosandi úti á hlaði og tók á móti þeim... ,,Þú ert kominn heim til þin.” „ Já, það er vist alveg rétt,” sagði Tóti hlæj- andi og stökk á fætur. „Mig dreymdi, að ég var hátt uppi i himnin- um og sveif þar eins og örn, um loftin blá.” „Já, þú hefur vist áreiðanlega verið þar,” sagði amma, kankvis á svip,....„þvi að hverju má ekki trúa um hann Þorkel litla Bárðar- son.... Annars finnst mér nú, að við búum hér alveg nógu hátt uppi.” „ Já, amma min,” sagði Tóti og leit yfir dal- inn, til að athuga, hvort hann sæi ekki nýjar dýraslóðir,.... „við búum hér alveg nógu hátt uppi.” Jti af bls. 38 Pörin eru 1 og 7, 2 og 8, 3 og 5 og 4 og 6. 25

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.