Heimilistíminn - 19.10.1978, Page 37

Heimilistíminn - 19.10.1978, Page 37
Bergdís sendir þakkir Heimilis-Timanum og sér i lagi Föndurhorninu hefur borizt bréf frá Bergdisi Unu Bjarnadóttur, sem sigraði i keppninni um að finna „týndu endur dverganna”. Bréfið hljóðar á þessa leið: Kæri Heimilis-Timi, Ég þakka Gauta Hannessyni og Friöu Björnsdóttur, og ég þakka llka Þórarni Bjarnasyni, sem dró nafnið mitt upp, fyrir verðlaunin og myndirn- ar, sem ég fékk frá ykkur. Ég er búin að lesa bókina, sem þið senduð mér. Ég byrjaöi strax á henni, um leið og ég fékk hana. Hún var mjög góð bókin um Dýrin hans Alberts Schweitzers. Ég vona að þið sendið aðra svona getraun, vegna þess að þessi getraun, sem ég vann i, var skemmtileg. Fyrst var hún óþolandi, en svo byrjaöi það að verða skemmtilegt að finna endurnar. Ég hef nú ekki meira að segja. Veriö þið blessuð, Ykkar Bergdis Una Bjarnadóttir Kambahrauni 9, Hverageröi. Bergdis! Viö þökkum þér bréfið, og þykir gaman að heyra, aö þil skulir hafa haft gaman af að lesa bókina þlna. Einnig vonum við aö þií eigir eftir að hafa gaman af límmiðunum og myndunum af söguhetjunum, sem birtast i myndasögum Tímans og Heimilis-Timans, en þessa limmiða má nú sjá viöa um land. Þeir eiga aö kynna fólkiþetta sivinsæla efni, sem myndasögurnar eru, og þá um leiö Timann og Heimilis-Timann. Ekki er óliklegt, að við efnum til annarrar állka getraunar, og vonumst þá til að þátttakan verði dcki minni en hún var i þetta sinn. Friða B jörnsdóttir Siöast þegar þú fórst heim til mömmu þinnar, kom hún hingaö til þess að bda með okkur- SP0 sbe Skotarnir hafa gert nýja uppgötvún með notuð rak- vélablöð...þeir nota þau. Þú getur aðeins tekið út af reikningi vináttunnar það, sem þú hefur lagt inn á hann. ímyndunarveiki er merki- legur sjúkdómur....hann gerir alla veika að þeim undanskildum, sem gengur með hann. Það er hættulegra að tala án þess að hugsa, heldur en að hugsa án þess að tala. Lítil stúlka er fús að trúa hverju sem er, nema því, að kennarinn hlakki líka til sumarfrísins. Maður, sem aldrei lánar peninga, á ekki marga vini....Hann þarfnast þeirra ekki heldur. Feður trúa á erföaeigin- leikana, þegar börnin þeirra fá gott skap.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.