NT - 03.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 2
■ Hér er verið að taka sjóbirting úr þró við Elliðaár. NT mynd: Róbert Fimmtudagur 3. maí 1984 2 Fiskræktin fær nú engin lán ■ Stofnlánadeild landbúnað- arins, sem lögum samkvæmt á að vera stærst, lánveitandi fisk- ræktarstöðva í landinu hefur ekki veitt nein lán til fram- kvæmda á þessu sviði sl. 13 mánuði. Þvert á móti hefur umsóknum verið synjað vegna deilu um greiðslu gjalda að upphæð samtals um 3,35% af ársveltu, sem lögum samkvæmt á að innheimta, en fiskræktar- stöðvarnar telja hvorki fært né eðlilegt að greiða. Blaðið hafði samband við Jón Sveinsson, formann Lands- sambands fiskeldis- og hafbeit- arstöðva og spurði hann um þetta mál. Jón kvað þetta ástand auðvit- að óviðunandi. Pálmi Jónsson hefði frestað þessari gjaldtöku með bréfi, meðan hann var landbúnaðarráðherra. Stofn- lánadeildin hefði síðan ákveðið einhliða á fundi í lok mars í fyrra að veita engin lán til fiskræktar vegna þessarar deilu. Við það situr enn. „Fiskeldi er atvinnugrein sem er enn á tilraunastigi hérlendis, en getur gefið mikla framtíðar- möguleika ef rétt er að málum staðið“, sagði Jón. „Til saman- burðar má geta þess að Norð- menn hafa nú um það bil jafn- miklar tekjur af fiskeldi og ís- lendingar hafa af öllum togara- flotanum. Það skýtur því óneit- anlega skökku við, þegar yfir- völd hugsa um það eitt að innheimta gjöld af þessari at- komast yfir byrjunarörðugleik- vinnugrein sem öllu frekar ana“. þyrfti á styrk að halda til að Jón bætti því við að þess væru dæmi að ákvörðun Stofnlána- deildarinnar hefði verið notuð sem átylla til að hafna 3-4 ára gömlum lánaumsóknum, sem ekki hefði verið hægt að af- greiða vegna fjárskorts. Verða að greiða stofnlánadeildargjald Leifur Jóhannesson hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins, tjáði NT í síma í gær að það væri skýrt tekið fram í reglugerð að engin lán væru veitt til aðila sem ekki greiddu stofnlánadeildar- gjald. Kvað hann Landssam- band fiskeldis- og hafbeitar- stöðva hafa neitað að greiða það og var ekki á honum að heyra að nein breyting á afstöðu Stofnlánadeildarinnar væri fyrirhuguð á næstunni. 1. maí á Skaganum: Látum sverfa til stáls á bessu ári Frá fréttaritara Nl' á Akranesi, Stefáni Lárusi Pálssyni ■ Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, hélt aðalræðuna 1. maí, hér á Skaga. Sagði hann m.a. að sjómannastéttin hefði dregist svo aftur úr í launum, bæði vegna minnkandi afla og þeirrar stefnu, að taka sífellt stærri hluta fisksins fram hjá hluta- skiptum, að ekki yrði lengur við það unað. Sjómenn hefðu lengi I sýnt mikla þolinmæði í þessum málum, en nú væri svo komið að óumflýjanlegt væri að láta sverfa til stáls á þessu ári til að fá leiðréttingu á launamálum sjómannastéttarinnar. Yrði það þó síður en svo auðvelt eins og málin stæðu í dag. 1. maí hátíðahöldin fóru hér fram með hefðbundnu sniði. Saínast var saman við hús verkalýðsfélagsins við Kirkju- braut og gengið þaðan undir fánum og kröfuspjöldum að Bíóhöllinni, þar sem hátíða- fundurinn var haldinn. Auk Óskars töluðu þau Sigur- björg Magnúsdóttir og Kjartan Guðmundsson á fundinum. Veður var mjög gott, en þátt- taka með minna móti. Öll börn eiga rétt á dagvist, var ein þeirra krafna sem gengið var undir niður Laugaveginn. Eins og sjá má var kröfugangan fjölmenn. NT-mynd: Árni Bj. Á baráttudegi verkalýðsins ■ Fróðir menn giskuðu á að um 15.000 manns hefðu tekið þátt í aðgerðum á 1. maí að þessu sinni. Hvort sem sú tala er rétt eða ekki, er það víst að það var verulegur fjöldi sem safnaðist saman á Hlemmi upp úr kl. hálf tvö á þriðjudaginn og ekki fækk- aði á leiðinni niður á Lækjar- torg. Uppboð á ódýru vinnuafli vakti óhjákvæmilega vissa kát- ínu. Hópar fiskvinnslufólks og iðnverkamanna seldust fyrir tugi þúsunda, en fyrir hóp hár- greiðslunema fengust ekki nema nokkur hundruð. Eitt til- boð barst í máttarstólpa þjóð- félagsins. Mun það hafa komið frá erlendum aðilum og hljóðaði upp á um 5000 kr. Athygli vakti áð enginn innlendur aðili bauð á móti. Ekki námu þó allir göngu- menn staðar á Lækjartorgi. All- margir, einkum þó konur, héldu áfram förinni niður á Hallæris- plan og var þar haldinn annar útifundur á vegum Samtaka kvenna á vinnumarkaðinum. 1. maí á Neskaupstað: Ásmundur talaði fyrir fullu húsi ■ Fullur salur var í Egilsbúð á Neskaupstað 1. maí en þar var Ásmundur Stefánsson forseti ASI aðalræðumaður hátíðar- fundarins í tilefni af hátíðisdegi verkamanna. Hátíðahöldin á Neskaupstað fóru fram á hefðbundinn hátt, með kröfugöngu um bæinn að Egilsbúð þar sem hátíðafundur- inn var. Sigfinnur Karlsson formaður verkalýðsfélagsins á Neskaupstað flutti 1. maí ávarp. Hálft í hvoru söng og lék og Sigríður Kristjánsdóttir flutti ljóð. Aðalræðumaður fundarins var Ásmundur Stefánsson. Mýs og menn ■ Músagangur hefur um ára- bil verið vandamál í einstaka hverfum í höfuðborginni. í sjoppu einni í Vesturbænum hefur mjög rammt kveðið að þessum vanda - mýs hafa sótt í iagerinn og fitnað og dafnað á úrvalssælgæti. Þær hafa nátt- úrlega haft úr nægu að velja og þess vegna ekki séð ástæðu til að klára hvert stykki sem þær hafa byrjað á heldur nartað lítillega í heilmörg. Sá sem sjoppuna rekur hefur náttúrlega orðið fyrir ómældu tjóni af þessum sökum. Um daginn datt honum í hug að athuga hvort ekki væri hægt að fá tjónið bætt hjá tryggingafé- lagi sínu. Þar fengust þau svör, að venjan væri að bæta tjón vegna innbrota ef sökudólgar næðust annars ekki. Sjoppu- rekandinn kvaðst aldeilis hafa náð nokkrum og sagðist geta vísað fram einum sjö á stund- inni. Steindauðum að vísu. Ekki fylgdi sögunni hvort tryggingafélagið tók mýsnar sem gilda skemmdarvarga. ■ Akurnesingar hafa unnið að því af krafti undanfarið, að hreinsa og þrífa bæinn. Götur hafa verið sópaðar og bærinn hefur fengið á sig fallegan vorsvip. En að morgni 1. maí brá fólki illilega í brún. Út- sendarar frá félagsskapnum Samhygð höfðu þá víða þakið mannvirki og grindverk með plakötum þar sem íslendingar og launþegar eru hvattir til að stöðva græðgi hins alþjóðlega auðmagns. Fólk tók þessum vafasömu skreytingum vægast sagt illa og var þetta víða rifið niður, þannig að bærinn var allur útataður í bréfarusli þegar 1. maí hátíðahöldin hófust. Telja margir að samtök þessi hafi framið ólöglegan verknað og vilja sumir láta þau sæta ábyrgð. Allavega er það víst, að vinsældir Samhygðar eru nú í algeru lágmarki á Skaga. Samhygð sóðarút Biblían og Tíminn ■ Sagter, aðíbiblíunnimegi finna hinn eilífa sannleik og að ekkert gerist í nútímanum, sem ekki megi finna teikn um í bókinni helgu. Séra Jakob Jónsson, sá heiðursmaður og húmoristi, mun nýlega hafa bent á, að nafngift nýja blaðsins, þ.e. NT, kæmi sér lítið á óvart. Guðfræðingar hafa nefnilega áratugum sam- an notað skammstafirnar GT og NT fyrir gamla og nýja testamentið og þar sem nýja testamentið tekur við af því gamla, var ekkert eðlilega en NT tæki við af gamla Tímanum (GT). Annars munu kristnir menn hafa byrjað á þeirri venju á íslandi, að skammstafa alla hluti og hófst það með nafngiftinni KFUM.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.