NT - 03.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 5
 Fimmtudagur 3. maí 1984 nga fólkinu áraraðir. Hvert prósent í vöxtum, umfram verðtrygg- ingu, skiptir hins vegar hreint ekki svo litlu þegar nánar er að gætt. Vaxtahækkun úr 3% upp í 5% eykur t.d. greiðslubyrði af 25 ára láni um 28,6%. Fyrir íbúðakaupandann með einnar millj. króna skuld þýðir þessi 2% vaxtahækkun t.d. að mán- aðarlaun hans þyrftu að hækka úr 23.330 kr. upp í 30.000 kr. miðað við að fjórðungur tekna hans ætti að standa undir greiðslum af lánunum. 50 Vextir: Mánaftarr 4.167 5.000 5.834 6.666 7.500 8.333 Laun: 13.333 16.666 20.000 23.333 26.666 30.000 33.333 ■ee'stss lí.Kd?? ,a,raf 25% af launum. Sést t d að S ef gre'&lubyriM á að vera þyrfti tvöfalt ^niSun en sá Hdti 6% vex« I verðbætur er Sftj? ^1% VÖX‘Um- Húsnæðisvandinn í Reykjavík: Leysa óleyfis- íbúðir vandann? ■ „Ég hef trú á því, að óleyfísíbúðir sem búið er að innrétta, verið er að innrétta, eða á eftir að innrétta á næstunni muni leysa stærri hluta af húsnæðisvandanum í Reykjavík á næstu árum heldur er nýbyggingar“, sagði Stefán Ingólfsson, hjá Fasteignamati ríkisins m.a. í samtali við NT. I skoðunum FR á íbúðum að undanförnu sagði Stefán m.a.s. hafa komið fram dæmi um að þriggja hæða stór raðhús í Breiðholti hafí veríð seld í þrennu lagi, þ.e. að búið sé að skipta þeim upp í 3 litlar íbúöir. Hin gífurlega eftirspurn eftir litlum íbúðum kemur m.a. fram í þvf að verð á hvern fermetra þeirra var á s.l. ári um 12% hærra að meðaltali en í t.d. 4ra herb. íbúðum. Komst sá munur jafnvel upp í 16%. Þetta gerist þrátt fyrir það að a.m.k. fjórðungur af þessum litlu íbúðum er ósamþykktar íbúðir, sem jafnaðarlega hafa selst á hlutfallslega lægra verði en aðrar. Það að mikið er nú byggt í Reykjavík af stórum 2ja og 3ja hæða húsum, jafnframt hinni miklu eftirspurn eftir litlum íbúðum telur Stefán meðal ástæðna þess að innréttingar ósamþykktra íbúða hafi aftur verið að færast í vöxt að undanförnu, eftir að tiltölulega lítið hafi verið um byggingu slíkra íbúða áratuginn 1900-70. Auk hins hlutfallslega háa verðs á litlum íbúðum ýti það enn frekar undir þessa þróun að tiltölulega lágt verð fáist fyrir hvern fermetra í sérbýli þegar íbúðir eru komnar yfir ákveðnar stærð. Hægt er að gefa sér sem dæmi raðhús á þrem hæðum samtals 180 fermetra, sem seljast mundi á um 3-3,2 millj. króna. Ef hins vegar 120 ferm. íbúð á tveim hæðum væri seld sér fengjust fyrir hana um 2,2-2,3 millj. og ! fyrir 60 fermetra íbúð á jarðhæð um 1,3-1,4 milj. kr. ISamtals fengist því um hálfrar milljónar króna hærra verð fyrir húsið í tvennu lagi. Mikill munur á tilboðum: 8 milljón- ir eða 22 - þegar tilboð voru opnuð hjá Lands- virkjun í gær ■ Hæsta tilboðið reyndist vera meira en 150% hærra en það lægsta, þegar tilboð í undirbúning stíflugrunna við Þórisvatn og 4. áfanga Kvíslaveitu voru opnuð hjá Landsvirkjun í gær. í stíflugrunnana bárust 6 tilboð, hið lægsta frá Hagvirki hf. upp á rúmlega átta og hálfa milljón. Hæsta boðið átti Páll Sigurjónsson á Galtalæk og hljóðaði það upp á rúmar 22 milljónir króna. Tilboð í 4. áfanga Kvíslaveitu bárust frá 5 aðilum. Hagvirki hf. rcyndist einnig eiga lægsta boðið hér. Það var upp á rífar 123 milljónir en Völur hf. og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða áttu saman hæsta tilboðið, tæpar 217 milljónir. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen gerði kostnaðaráætlun fyrír hönd Landsvirkjunar og hljóð- aði hún upp á tæpar 11 milljónir fyrir stíflugrunnana og tæpar 196 milljónir fyrir 4. áfanga Kvíslaveitu. Öll tilboð verða skoðuð nákvæmlega á næstu vikum og ákvörðuo síðan tekin á grundvelli þeirra athugana. Hjálparsveit skáta í Reykjavík: Kölluð út 14 sinnum árið 1983 "VV'. ■ Nýlega var haldinn aðal- fundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Á fundinum kom fram að sveitin var kölluð 14 sinnum út á síðasta ári, þar af þrisvar vegna ófærðar á götum borgarinnar. Nýr fimmtán manna bíll mun brátt verða tekinn í notkun hjá sveitinni. Sveitarforingi var kjörinn Jón Baldursson. ■ Nýr Mercedcs Hnimog-bfll Hjálparsveitarinnar. y'a% f-r ORÐSENDING TIL FORELDRA I REYKJAVÍK í þessari viku fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn: Sumarstarf börn og unglinga 1984 með upplýsingum um framboð á sumarstarfi borgarstofnana og félaga í Reykjavík. Foreldrar eru hvattir til að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum Gleðilegt m sumar. III ÆSKULÝÐSRÁÐ REYKJAVIKUR Fríkirkjuvegi 11 HANDLYFTIVAGNAR FYRIR 1500 OG 2500 KG FYRIRLIGGJANDI Skeljungsbúðin SíÖumúla33 simar 81722 og 38125 Hlífdorfatnaöur frá Sjáklœdagerdinnj: l>róaður til að mæta kröfum íslenskra sjómanna við erftðustu aðstæður. VINYL GLÓFINN __________I»rælsterkir vinyihúðaðir vinnuvettlingar SEXTIUOGSEX NOROUR með sérstökum gripfleti sem Skulagötu 51 Sími 11520

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.