NT - 03.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 13
~~*v Vettvangur - Að starfsemi opinberrar þjónustu og stjórnsýslu- stofnana verði skipulega tekin til endurskoðunar í því skyni að auka hag- kvæmni í rekstri. - Að gripið verði til beinna hvetjandi aðgerða til ný- sköpunar í atvinnulífinu og til aukinnar markaðsleitar fyrirtækja og sölu á er- lendum mörkuðum. Miðstjórnarfundurinn gerir það ennfremur að tillögu sinni, að á næstu fimm árum verði veittar 500 milljónir króna til þróunar, rann- sókna og uppbyggingar á ýmsum háþróuðum iðnaði svo sem rafeinda- og lífefna- iðnaði. Verði unnin sérstök áætlun um ráðstöfun þess fjármagns í samráði við full- trúa atvinnulífsins. Þessu verkefni verði gefinn for- gangur í íslenskri iðnþróun á næstu árum. Fundurinn fagnar sérstak- lega því frumkvæði Stein- gríms Hermannssonar for- sætisráðherra að hrinda í framkvæmd athugun á fram- tíðarþróun íslensks þjóðfé- lags næsta aldarfjórðunginn. Væntir fundurinn þess að með þessu starfi sé lagður grunnur að skipulegri vinnu- brögðum og betri ákvörð- unum er hafi áhrif til lengri framtíðar svo sem í fjárfest- ingar- og menntamálum. Hvað varðar stefnu og starf ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum á næstu misser- um leggur aðalfundur mið- stjórnar Framsóknarflokks- ins áherslu á eftirfarandi þrjú meginatriði: - Að áfram verði fylgt stefnu Framsóknarflokksins um „ísland án atvinnuleysis." - Að verðbólga verði á árinu 1985 komin íeinsstafs tölu. - Að lækka erlendar skuldir. Sífellt aukinn vígbúnaður er vaxandi ógnun við heims- friðinn. Fundurinn hvetur til þess að raunhæfar við- ræður um gagnkvæma af- vopnun stórveldanna hefjist hið fyrsta. Fundurinn varar við þeirri hættu sem íslensku þjóðinni stafar af auknum vígbúnaði í hafinu umhverfis landið og bendir á nauðsyn þess, að íslendingar hafi frumkvæði að því á alþjóðavettvangi að afvopnunarviðræður nái til svæðisins á Norður-Atlants- hafi. Fundurinn lýsir stuðningi sínum við friðarviðleitni fólks um allan heim. útflutningsbætur á landbúnað- arvörur.mættu hugleiða. Full ástæða er til að rifja upp að við lifum af engu öðru en þeim verðmætum sem við sækj- um til náttúrunnar. Þau eru í grófum dráttum: gróður jarðar, sjávarafli, orka úr vötnum og heitum uppsprettum og jarð- efni. Með því að frumvinna, vinna úr og koma þessum náttúrugæð- um í verð er verið að skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Með margs konar þjónustu, hversu mikils virði sem við metum hana, er hins vegar verið að deila verðmætunum milli fleiri munna. Það getur því verið skárri kostur, út frá þjóðarhag að framleiða búvörur sem greiða þarf með einhverjar út- flutningsbætur heldur en að fjölga þjónustustörfum. Hver yrðu áhrif þess fyrir þjóðarbúið ef ca. 1.500 bændur ásamt skylduliði legði niður bú- skap og bættist í þjónustugrein- arnar? Svo að tilviljunarkennd dæmi séu tekin þá lagast þjóðar- hagur ekkert við það þótt fleiri störfuðu við fasteignasölu eða veitingahúsum fjölgaði og er þar með ekki verið að gera lítið úr þeirri þjónustu sem blómstr- ,ar um þessar mundir. ■ Áður en fundarstörfin hófust, skoðuðu þingfulltrúar nokkur atvinnufyrirtæki á Akurevri. Myndin var tekin af Halidóri Ásgrímssyni í Útgerðarfélagi Akureyringa, þar sem sjávarútvegsráð- herra gerði litla gæðakönnun. Ekki er annað að sjá en ráðherrann sé ánægður með árangurinn. 5. Um stefnumótun í atvinnu- málum: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins þakkar góðan undirbúning og fagnar ítarlegri umræðu á fundinum um atvinnumál og felur þing- flokki og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins að vinna úr framkomnum hugmyndum. St'ðar á árinu verði efnt til aukafundar um atvinnumál." Samþykkt. 6. Um jafnréttismál: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn 27.-29. apríl skorar á Alþingi að samþykkja á yfirstandandi þingi frumvarp félagsmálaráð- herra á þingskjali no. 731 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.“ Samþykkt. 7. Um fæðingarorlof kvenna: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn 27.-29. apríl 1984 skorar á heilbrigðisráðherra að hraða endurskoðun á lögum um fæð- ingarorlof, þannig að greidd verði sama upphæð til allra kvenna í fæðingarorlofi." Samþykkt. 8. Um kynningarfulltrúa: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn á Hótel K.E.A. 27.-29. apríl ’84 samþykkir að fram- kvæmdastjórn flokksins ráði til starfa kynningarfulltrúa fyr- ir Framsóknarflokkinn." Samþykkt. Stjórnmálaályktunin Á aðalfundi miðstjórnarinn- ar var samþykkt eftirfarandi stjórnmálaályktun: Framsóknarflokkurinn gekk til síðustu kosninga undir kjör- orðinu: „Festa, sókn, framtíð.“ Miðstjórnarfundurinn fagn- ar þeirri festu, sem skapast hefur í efnahagsmálum þjóðar- innar með aðgerðum ríkis- stjórnar Steingríms Her- mannssonar. Fundurinn minn- ir á, að sá árangur sem nú hefur náðst er fyrst og fremst að þakka lögbundnum efna- hagsaðgerðum, sem byggðar voru á markvissum tillögum Framsóknarflokksins fyrir síð- ustu kosningar. Vill fundurinn þakka hinn jákvæða skilning landsmanna á nauðsyn þessara aðgerða, sem m.a. hefur kom- ið fram í hófsömum kjara- samningum. Þennan góða árangur verður að varðveita og styrkja enn frekar enda er hann forsenda þeirrar sóknar í efnahags- og atvinnumálum, sem Fram- sóknarflokkurinn mun á næstu misserum leggja höfuðáherslu á í samræmi við loforð flokks- ins í síðustu kosningum. Slík sókn er grundvallarfor - senda bættra lífskjara og auk- innar velferðar, eftir áföll undanfarinna ára, og þess að launþegar endurheimti kaup- mátt launa sinna. í þjóðmálabaráttu sinni á næstu misserum mun Fram- sóknarflokkurinn leggja höf- uðáherslu á að þetta takist. Sókn þjóðarinnar til betri framtíðar krefst róttækra að- gerða á mörgum sviðum þjóð- lífsins. Þar vill flokkurinn leggja áherslu á nokkur megin- atriði, sem hann mun beita sér fyrir innan ríkisstjórnar sem utan. - Að atvinnulífinu séu sköpuð hagstæð starfs- og rekstrar- skilyrði af hálfu hins opin- bera. - Að stuðlað verði að því með beinum aðgerðum og hvatn- ingu að atvinnurekendur og launþegar taki höndum sam- an um mótun jákvæðs um- hverfis á hverjum vinnustað til betri árangurs í rekstri. - Að fræðslu- og menntakerf- ið verði aðlagað kröfum nýrra tíma um virk tengsl við atvinnu- og þjóðlíf. ■ „Þannig má ætla að verð- mæti það, sem bóndinn fær fyrir ull og gærur tífaldist við úrvinnslu innanlands uns varan er seld úr landi“. Svo virðist sem þjóðfélagið geri kröfu til að verði á fram- leiðsluvörum undirstöðuat- vinnuvega sé haldið í lágmarki. Því brýnni lífsnauðsynjar sem vörur eru þvf meiri þrýstingur er á því að halda verði þeirra niðri. Sama gildir um þær vörur sem iðnaðurinn notar til úr- vinnslu. Verði þeirra skal haldið niðri vegna samkeppnisaðstöðu iðnaðarins. Um þessar mundir hafa námuverkamenn í Englandi og verkamenn við stálframleiðslu í Frakklandi staðið í verkföllum og mótmælaaðgerðum, en námugröftur og stálframleiðsla eru undirstöðuatvinnuvegir í þessum löndum. Offramleiðsla búvara er regla fremur en undantekning í hin- um vestræna heimi. Skýring hennar er m.a. fólksfjölgun og aukin tækni sem veldur því að aðrar atvinnugreinar hafa ekki getað tekið við því vinnuafli er framleitt hefur þær búvörursem eru umfram þörf markaðarins. Bændum hér á landi er öllum öðrum fremur ljós þau vanda- mál sem fylgja offramleiðslu búvara, vegna þess að það eru þeir sjálfir sem fá skellinn ef ekki fæst fullt verð fyrir fram- leiðsluna. Þeirleituðu straxeftir lagaheimildum um að hafa stjórn á framleiðslunni þegar Ijóst var hvert stefndi, en það var ekki fyrr en árið 1979 að heimild fékkst fyrir að setja á framleiðslutakmarkanir, þ.e. kvótakérfi og kjarnfóðurgjald. Eftir það hefur verið unnið að því að aðlaga framleiðsluna að markaðnum og það tókst fljótt og vel hvað snerti mjólkurfram- leiðslu. Sauðfé hefur fækkað um nálægt 200 þúsund frá 1979 eða úr 900 í 700 þúsund, en við fækkun fellur meira kjöt til en við óbreyttan fjárfjölda. Um leið og þessi framleiðsla er felld að markaðnum er á- stæða til að spyrja: Hvað á það fólk að gera sem annars fram- leiddi búvörur sem seljast ekki fullu verði? Ef það fær annað starf við sköpun undirstöðu- verðmæta stendur þjóðarbúið jafnrétt á eftir. Ef það hins vegar fyllir þann flokk sem skiptir á milli sín þeim verð- mætum sem fyrir eru, þá vaknar eftirfarandi spurning: Hve mikl- ar útflutningsbætur borgar sig að greiða með framleiðslu þess, þannig að þjóðarbúið standi betur heldur en þessir bændur bættust í hóp þeirra sem veita þjónustu? Það er spurning sem margir þeir, sem skrifa lesendabréf og benda á þann „ófögnuð” sem er Fimmtudagur 3. maí 1984 1 3 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. fr 500 milljónir til háþróaðs iðnaðar ■ í ræðu þeirri, sem Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra flutti, þegar hann setti aðalfund Framsóknar- flokksins á Akureyri síðastliðinn föstudag, vék hann allítarlega að atvinnumálum þjóðarinnar og þó einkum þeim möguleika, sem er að finna í nýjum atvinnugreinum. Forsætisráðherra sagði m.a.: „Góðar orkulindir eigum við meiri ónýttar en aðrar þjóðir, bæði vatnsafl og jarðvarma og ég nefni vindorku, sem í vaxandi mæli er nýtt víða um heim. Þessar orkulindir munu jafnt og þétt vaxa að verðmætum og verða eflaust grundvöllur ýmiss konar orkufreks iðnaðar. Úr því vil ég ekki draga en er hins vegar þeirrar skoðunar, að við íslendingar eigum að fara okkur að engu óðslega á því sviði. Ég er þó sannfærður um að jarðvarminn mun á allra næstu árum leiða til ört vaxandi fiskeldis. Með hreint vatn, hreinan sjó og mikinn jarðvarma er aðstaða okkar einstök á þessu mikilvæga sviði. En við eigum einnig mikla möguleika á sviði háþróaðs iðnaðar. Hráefni eru t.d. mikil fyrir lífefnaiðnað sem er hraðvaxandi víða um heim og markaður fyrir slíka framleiðslu virðist gífurlegur. Menntunar- og þekkingarstig þjóðarinnar er jafnframt hátt, enda sjást þegar mikilvægir vísar að t.d. háþróuðum rafeindaiðnaði. Á því sviði einnig erum við þó langt á eftir ýmsum nágrannaþjóðum okkar, sem þó hafa í fáu betri aðstöðu á því sviði en við. Þannig gæti ég lengi haldið áfram að telja mikla möguleika fyrir nýtt framtak á sviði atvinnulífsins. Til- gangurinn með þessu yfirliti er hins vegar fyrst og fremst sá að leggja áherzlu á þá skyldu stjórnvalda að skapa nauðsynlegan grundvöll til þess að fyrirtæki og einstakling- ar geti hafizt handa. Eins og ég hef áður sagt er heilbrigt efnahagslíf grundvallarforsendan í þessu sambandi. Það er vonandi að nást. Of litlar rannsóknir og tilraunir og mikill fjármagnsskortur standa hins vegar í vegi. Úr því ber ríkisvaldinu skylda að bæta. Það gera aðrar þjóðir. Á fjárlögum brezka ríkisins eru t.d. hundruð milljóna punda sem veitt er sem styrkir gegn jöfnu framlagi fyrirtækja og einstaklinga, þegar um áhættusaman nýiðnað er að ræða. Þetta sama gera Svíar, Norðmenn, Danir og líklega flestar þróaðar þjóðir. Rannsóknir hafa jafnframt verið markvisst efldar. Með tilvísun til þessa hef ég því lagt fram í ríkisstjórn- inni tillögu um skipun nefndar 5 sérfróðra manna sem skili áliti til ríkisstjórnarinnar um það hvernig af opinberri hálfu verði stuðlað að slíkri nýsköpun í atvinnulífinu.“ í samræmi við þennan málflutning forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins ræddi miðstjórn flokksins aðallega um atvinnumál á grundvelli ítarlegs álits atvinnu- málanefndar flokksins, sem lá fyrir fundinum til umfjöllun- ar. Það mál verður svo tekið til endanlegrar afgreiðslu á sérstökum miðstjórnarfundi. í stjórnmálaályktun fundarins var hins vegar sérstakur þáttur í þessum umræðum látinn hafa forgangsrétt. f stjórnmálaályktuninni er lagt til, að á næstu árum verði veittar 500 milljónir króna til þróunar, rannsókna og uppbyggingar í ýmsum háþróuðum iðnaði, svo sem rafeinda- og lífefnaiðnaði. Verði unnin sérstök áætlun um ráðstöfun þessa fjármagns í samráði við fulltrúa atvinnu- lífsins. Þessu verkefni verði gefinn forgangur í íslenzkri þróun á næstu árum. Framsóknarflokkurinn mun þegar beita sér fyrir fram- gangi þessa máls og væntir góðs stuðnings annarra aðila, eins og ríkisstjórnar og Alþingis.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.