NT - 03.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 3. maí 1984 4 Utborgun í íbúðarverði Hækkar þrátt fyrir kreppuna: Opinberar aðgerð- ir til að þvinga útborgun niður? I Sú hugmynd hefur verið viðruð meðal kunnáttumanna í fasteignaviðskiptum, að opin- berar lánveitingar til íbúða- kaupa (G-lán) verði notaðar til að þvinga niður í áföngum það gífurlega háa útborgun- arhlutfall sem nú gildir á fast- eignamarkaðinum, sem undanfarin ár hefur verið um 75% og virðist ennþá ekkert lækka þrátt fyrir tuga prósenta lækkun verðbólgunnar. í minnispunktum sem Stefán Ingólfsson, deildarverkfr. hjá Fasteignamati ríkisins hefur sett á blað um hugmyndir ým- issa aðila sem tengjast þessum markaði um það hvernig bæta megi greiðslukjör á fasteigna- markaði koma m.a. eftirfar- andi tillögur: Að opinber lán verði ekki veitt til kaupa á íbúðum ef greiðslukjör eru talin slæm. Til að greiðslukjörin teljist viðunandi er reiknað með að uppfylla þurfi þau skilyrði að útborgunarhlutfallið sé ekki of Ríka fólkið fitnar Áskorun frá 472 Egiisstaðakonum Konur styðjið frumvarp um lengingu fæð- ingarorlofs ■ Konur í Kvennahreyfing- unni á Héraði stóðu fyrir undir- skriftasöfnun í vikunni fyrir páska til stuðnings frumvarpi til laga um lengingu fæðingaror- lofs. FlutningsmaðurerSigríður Dúna Kristmundsdóttir. Á Egilsstöðum og í Fellabæ söfn- uðust 472 undirskriftir. Kvenna- hreyfingarkonur skora jafn- framt á kynsystur sínar að standa fyrir slíkri undirskrifta- söfnun meðal landsmanna, frumvarpinu til stuðnings. Nýtt frímerki ■ í tilefni af 25 ára afmæli Evrópuráðs pósts og síma, (CEPT), hefur nýtt frímerki litið dagsins Ijós. Frímerkið er 36x25,7 mm að stærð, verðgildi þess er 750 aurar. ■ Tannlæknar fara létt með að hafa 200 til 250.000 krónur í mánaðarlaun. Algengt er að stjórnendur einkafyrirtækja hafi um og yfir 100.000 kr. á mánuði. Eigendur fyrirtækja hafa þá oft enn meira í mánað- arlaun til einkaneyslu sinnar. Ráðherrar, sem geta farið upp í 60-80.000 kr. á mánuði, eru mjög neðarlega í tekjustiga ríka fólksins. Þó er álagið á þá gífurlegt og ábyrgð þeirra mikil. Hefur tannlæknir þrisv- ar sinnum meiri færni, ábyrgð og þýðingu en ráðherra? Nei! Pví fer fjarri. Hann hefur aðeins þrisvar sinnum betri möguleika á að draga til sín tekjur en ráðherrann. Þeir eru margir ríku mennirnir á Islandi í dag. Aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hafa aukið tekjur sumra þeirra undanfarið, auk þess sem létt hefur verið af þeim opinberum gjöldum. Hvað gerir, til dæmis, eigandi tískufataverslunar sem hefur á síðasta árinu sloppiö með 20% lægri launakostnáð og minni skatta en áður? Lækkar hann vöruverðið? Ekki eru mörg dæmi um það. Miklu algengara er að hann taki inn meiri gróða, enda er það markmið hans með rekstrinum. Er þetta það sem verið hefur að í íslensku efnahagslífi undanfarið? Hefur vantað meiri gróða til fjárfestingar, sparnaðar eða einkaneyslu í slíkum fyrirtækjum og hjá ríka fóikinu? Er þetta vænleg leið til uppbyggingar atvinnulífs- ins? Nei, öðru nær. Opinberar tölur sýna að þrátt fyrir 20% kjaraskerðingu hjá lágtekjufólki hefur einka- neysla aðeins minnkað um 6% á síðasta ári. Á þessu er aðeins ein skýring. Ríka fólkið hefur aukið einkaneyslu sína stór- lega og þar með haldið við- skiptahallanum við. Ríkafólk- ið er vandamálið. Hvað gerir það við peningana? Skartgripasalar auglýsa grimmt þessa dagana á Rás 2. Þeir segja líka að fádæma góð sala sé í hvítagulli, enda ku það vera góð fjárfesting. Bifreiðainnflytjendur eru í sjöunda himni yfir sölu dýrra bíla eftir sýninguna, Auto ’84, á dögunum. Seljandi einnar tegundar af lúxus sportbílum, sem hver kostar upp í 2.4 milljónir króna - eða jafnvirði 9 árslauna verkamanns-, hælir sér af því í blöðum að geta selt mun fleiri slíka bíla en nokkur hefði trúað fyrirfram. Strax eftir sýninguna var hann búinn Nú undanfarið hafa sumir menn mjög hleypt á loft tísku- hugmyndum um aukið frelsi í gjaldeyrismálum. Jafnvel er um það talað af ábyrgum ráða- mönnum, að til greina komi að heimila erlendum bönkum að opna hér útibú. Til hvers ætti að gera mönnum auðveldara að eignast gjaldeyri og að flytja fjármuni úr landi? Er þetta ekki aðeins hættu- legt frelsi fyrir ríka fólkið til að fjárfesta og safna eigum í útlöndum? Sjá menn hver vandi þjóðarinnar verður þeg- ar ríka fólkið fer að flytja fjármuni til útlanda í stórum stíl? Þá siglum við aftur inn í ástand stöðnunar og hnignunar sem ríkti hér á tíma dönsku einokunarverslunarinnar. Danirnir fluttu gróða sinn úr landi þannig að hér var enga fjámuni að fá til gagnlegra framkvæmda. Skömminni ' skárra er að ríka fólkið eyði gróða sínum í vitleysu innan- lands en að það færi hann í stórum stíl til útlanda. Eina vitið væri þó, að þeir ríku fengju aðeins minna í sinn hlut. Þá væri meira aflögu til skynsamlegrar uppbyggingar. Ríka fólkið er vandamálið. Skuggi. að selja 20 slíkar kerrur. Þar fór andvirði 40 3ja herbergja blokkaríbúða í leikaraskap ríka fólksins. Ofvöxnum dollaragrínum fjölgar enda ört á götum höfuðstaðarins þessi dægrin. Að sama skapi fjölgar ofvöxn- um íbúðarvillum á holtum og hæðum hér allt um kring. Merkin um neyslugleði ríka fólksins blasa hvarvetna við. Þær liagstjórnaraðgerðir sem hér eru notaðar fela alltof oft í sér óskynsamlegar milli- færslur af þessum toga. Stórir fjármunir eru færðir til fólks og fyrirtækja sem ekki þurfa á þeim að halda. Afleiðingin verður aukin óhófsneysla og fjárfestingasóun. hátt og í öðru lagi að greiðslu- byrði af lánum verði ekki of mikil. Með hámarki greiðslu- byrðar væri bæði stuðlað að lengingu lána sem seljandi veitir og jafnframt að þau verði verðtryggð. Til að auðvelda seljendum að lækka útborgunarhlutfallið er jafnframt lagt til að ríkis- sjóður veiti þeim aðstoð við að gera eftirstöðvaskuldabréfin seljanlegri og öruggari. Hug- myndin er sú að ríkissjóður verðlauni þá sem selja íbúðir sínar á góðum kjörum með því að skipta við þá á hluta af eftirstöðvabréfunum og jafn- virði þeirra í sérstökum ríkis- tryggðum skuldabréfum, sem talin eru mun seljanlegri á frjálsum verðbréfamarkaði en almenn verðskuldabréf og taka því minni afföll. Ríkissjóður eða aðili á hans vegum mundi síðan innheimta greiðslur af verðskuldabréfunum. Að sögn Stefáns Ingólfsson- ar er alls ekki farið að gæta lækkandi útborgunarhlutfalls í þeim sölusamningum sem borist hafa til FR til þessa. Meðal útborgunarhlutfali í öllum samningum sem FR bár- ust vegna sölu í febrúar var raunar 77,8% sem er eitt það allra hæsta sem þar hefur sést. í marsmánuði var hlutfallið einnig yfir 75% að meðaltali. Jafnframt sagði hann vekja athygli að útborgunarhlutfall í stærri eignum sé mjög hátt, en það hafi oft verið nokkru lægra en í minni eignunum. Vaxtabyrðin erfiðust u ■ „Mér sýnist vera að stefna í það - með sífellt hækkandi útlánsvöxtum - að vaxtabyrðin verði erfiðasta þrepið varðandi kaupgetu ungs fúlks á íbúðar- húsnæði í stað lánamöguleik- anna og lánstímans eins og verið hefur. Þött lán yrðu auk- in og lánstími lengdur dugir það ekki til ef fólk ræður svo ekki við greiðslubyrðina af þeim lánum“, sagði sérfræð- ingur einn í húsnæðismálum sem NT átti tal við nýlega. En í kjölfar hækkandi vaxta á ríkisvíxlum og skuldabréfum taldi hann afar líklegt að út- lánavextir muni fljótlega fara upp í 5%. Með verðtryggðum lánum og háum vöxtum verður fólk að reikna með mjög hægt lækk- andi greiðslubyrði lána í lang- an: tíma í stað þess sem áður var þegar fólk vann sig gjarnan út úr mestu skuldunum á nokkrum árum. Álitið er að langtíma greiðslubyrði af húsnæðislánum megi ekki fara yfir 25% og í hæsta lagi 30% af tekjum viðkomandi. Það segir t.d. að þótt einhverjum gæfist kostur á að kaupa þó ekki væri nema einstaklingsíbúð og fá lán fyrir mest öllu verði hennar, t.d. 1 milljón króna til 25 ára þyrfti viðkomandi að hafa 25-30 þús. krónur í mán- aðarlaun til að standa undir 90 þús. króna ársgreiðslum, þ.e. ef miðað er við 5% vexti. Ýmsum finnst kannski hvert 1% í vöxtum, til eða frá, ekki skipt afar miklu máli eftir að hafa vanist því að vextir voru taldir í tugum prósenta, um

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.