NT - 03.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 25
1 H H Fimmtudagur 3. maí 1984 25 LlL Útlönd VVas. hgton-Reuter. ■ Bandarískur herforingi fórst í flugslysi 26. apríl s.l. og er álitið að hann hafi verið að reynslufljúga sovéskri Mig-23 orrustuvél. Hernaðaryfirvöld vilja ekkert um atburðinn segja nema að hershöfðinginn hafi verið í reynsluflugi þegar vélin steyptist til jarðar. Mig-23 er ein fullkomnasta orrustuflugvél sem Sovétmenn hafa yfir að ráða. Bandarísk hernaðaryfírvöld vilja alls ekki viðurkenna að Robert Bond hershöfðingi hafi verið að reyna slíka flugvél þegar hann fórst. því þau vilja halda því vel leyndu að hafa komist yfir slík- an grip og með hvaða hætti. Slysið átti sér stað við Nellis flugvöll skammt frá Las Vegas í Nevada þar sem flugherinn gerir tilraunir með nýjar tegundir herflugvéla. Bretar finna sönnunargögn: Kaddafi Nakasone heimsækir afganskar flótta- Hvar fengu Banda- ríkjamenn MIG-23? Milljóna- virði stolið af dýrum steinum New York-Keuter ■ Demantsþjófar rændu milljóna dollara virði af dýrum steinum um sl. helgi. Ránið fór fram í því hverfi í New York þar sem flestir demantakaupmenn hafa bækistöðvar sínar. Um helgina komust ræningjar inn í fyrirtæki þar sem varningur dem- antakaupmanna er geymdur á næturna og um helgar. Brotin voru upp á milli 40 og 100 geymslu- hólf og þau tæmd af öllum verðmætum. Ekki liggur fyrir með neinni ná- kvæmni hversu miklu var stolið úr hólfunum, en það skiptir milljónum dollara. ■ í gær fékkst hæsta verð fyrir listaverk sent nokkru sinni hefur fengist á uppboði í Danmörku. Kyrralífsmynd eftir hollenska málarann Jan Janz den Uyl var sleginn á 4. millj. danskra króna. Það er átta sinnum hærra verð en myndin var virt á fyrir upp- boðið. Uppboðið í heild setti líka met, því listaverk seldust þar fyrir samtals 11.3 millj. danskra kr. Ofan á uppboðs- verðið leggst 12.5% sem uppboðshaldarinn fær og þar ofan á virðisaukaskattur. Símamynd Polfoto brjálaður - segir egypski utanríkisráðherrann London, Trípoli, Vín-Reuter. ■ Nokkrar byssur og skotfæri hafa fundist við leit í húsi því sem áður var líbýska sendiráðið í London. Meðal sönnunar- gagna sem fundust er skothylki úr vélbyssu, sem fannst á gólfí í herbergi á annarri hæð bygging- arinnar, en hylkið er þeirrar gerðar að það kemur heim og saman við að skotið hafi verið frá þessum stað í húsinu á líbýska andstæðinga Kaddafís, en margir þeirra voru særðir og bresk lögreglukona myrt þegar skothríðin kom út úr bygging- unni. Fulltrúi frá saudi-arabíska sendiráðinu hefur fylgst með leit bresku lögreglumannanna í byggingunni. Kaddafi þjóðarleiðtogi sagði í Tripolí í gær, að Bretar plönt- uðu byssum og skotfærum í húsið og lygju því síðan upp að „brjálaða nágranna Kaddali" og átti þá ekki við að maðurinn væri stjórnmálalegur brjálæð- ingur heldur einfaldlega að hann væri ekki heill á geðsmun- um. Utanríkisráðherran skýrði svo frá að skömmu eftir líbýsku byltinguna 1979 hafi Kaddafi notið læknisaðstoðar á egypsku geðsjúkrahúsi. Hassan var spurður hvað gengi að Kaddafi og svaraði hann því til að hann væri ekki læknir, en geðveiki lýsti sér á margan hátt, geð- klofningur, þunglyndi - það væri lækna að útskýra það. Maðurinn er ógnun við alla Afríku, sagði utanríkisráðherr- ann, og allsstaðar. Hann erekki lengur viðmælandi. - Ég held að ekkert annað en stórupp- skurður geti hjálpað. ■ Efnahagsþrengingar og atvinnuleysi hrjá Dani og eftir fréttum aö dæma er ástandið þar hörmulegt. En danska voriö er gott og í gær var Tivoli opnað og þá er engin sorg og sút í Danaveldi. Hvort sem ungi maðurinn hér á myndinni er atvinnulaus eða ekki brosir hann breitt og nýtur smurða brauðsins í veitingahúsinu Gröften í hinu eina og sanna TÍVOlíÍ. Símamynd Polfulo manna I'akistan-Keutcr ■ Nakasone, forsætisráðherra Japans, heimsótti í gærafgansk- ar flóttamannabúðir í Pakistan. í flóttamannabúðunum, sem hann heimsótti, búa um 30.000 flóttamenn en þær eru í um 50 km. fjarlægð frá landamærum Afganistans og Pakistans. Nakasone, sem kom til flótt- amannabúðanna í þyrlu ásamt Zia, forseta Pakistans, gagn- rýndi Sovétríkin harkalega fyrir íhlutun í Afganistan. Hann sagði að hernaðaríhlutun Sovét- ríkjanna í Afganistan, sem byrj- aði árið 1979, væri brot á alþjóðalögum og stofnskrá Sameinuðu-þjóðanna. Japan, sem er næstmesta iðn- veldi heimsins, hefur nú á síð- ustu árum aukið afskipti sín af alþjóðastjórnmálum. Nakasone lofaði að Japanir skyldu halda áfram að senda neyðaraðstoð til afgönsku flóttamannanna í ná- inni framtíð. ltbýsku sendiráðsmennirnir hafi skilið þær eftir. Þjóðarleiðtoginn sagði að Bretar héldu verndarhendi yfir hermdarverkamönnum og mundu þeir fá að kenna á því. Hann hótaði að koma fram hefndum og bætti við að hver þjóð ætti sér sína veiku punkta - og nú munum við ákveða á hverja þeirra við eigum að þrýsta, sagði Kaddafi. Hann sagði framkomu bresku ríkis- stjórnarinnar skammarlega og villimannlega. Ef breskir þegn- ar verða fyrir óþægindum vegna þessa máls er sökin einvörðungu bresku stjórnarinnar. Hann kvaðst ekki óttast viðskipta- bann á Líbýu því það hefði engin áhrif þótt landið fengi ekki „heimskulegan neyslu- varning“. Þjóðarleiðtoginn sagði að Lí- býumenn mundu styrkja hinn virðulega og heiðvirta írska lýð- veldisher, en greindi ekki hvers konar aðstoð honum yrði veitt. Austurrískt blað birti í gær viðtal við Kamal Hassan utan- ríkisráðherra Egyptalands. Sá lýsti Kaddafi sem brjálæðingi sem öllum heiminum stæði hætta af. Hann talaði um hinn Dublin-Reuter ■ Leiðtogar pólitískra flokka í írska lýðveldinu og Norður-ír- landi hafa birt skýrslu sem unnið hefur verið að síðan í fyrra, um á hvern hátt mögulegt er að leysa þau deilumál sem valdið hafa ógnaröldinni á Norður-ír- landi Irska lýðveldinu. Tveir aðrir kostir eru taldir koma til greina, að koma á sambandslýð- veldi írsku ríkjanna, eða heima- stjórn Norður-íriands sem ríkis- stjórnirnar í London og Dublin ábyrgðust. Allar tillögurnar gera ráð fyr- ir að öryggis og hagsmuna 1 milljón mótmælenda í Norður- írlandi verði gætt. Mótmælendur vilja ekki heyra á það minnst að Norður- írland verði slitið úr tengslum við Bretland og jafnvel áður en skýrslan var birt var lan Paisley búinn að mótmæla henni. Hann fór til Dublin í fyrradag ásamt nokkrum stuðnings- mönnum sínum og þar mót- mæltu þeir við írska þinghúsið og lögðu áherslu á að Ulster væri breskt. Skýrslan um lausn írlands- málsins er mikil að vöxtum og er þar tekið tillit til margs konar þjóðfélagslegra aðstæðna. Par segir m.a. að breytist ástandið ekki muni það hafa mjög alvar- legar afleiðingar á efnahag Norður-íra. Þar er atvinnuleys- ið nú 22% og að óbreyttu stefnir það í 32% á næsta áratug. Nefnd sú sem um málið fjall- aði var skipuð fyrir ári síðan og eru í henni fulltrúar allra helstu stjórnmálaflokka í írlandi. Leiðtogar mótmælenda í Norður-írlandi neituðu að taka þátt í starfinu og Sinn Fein, hinn pólitíski armur írska lýð- veldishersins, var ekki talinn hæfur til að fjalla um málið, þar sem sá flokkur hefur á sinni stefnuskrá að leysa pólitísk mál með ofbeldi. Þeir sem unnu skýrsluna eru fulltrúar allra helstu stjórnmála- flokka í írlandi og fulltrúar sósíaldemókrata og Verka- mannaflokksins *í Norður-ír- landi. Breskir embættismenn sögðu um skýrsluna að hin pólitíska niðurstaða hennar væri ekki mikilvæg, en upplýsingasöfnun- in og þær niðurstöður sem dregnar eru af henni væru allrar athugunar verðar og ættu að geta leitt til samningaviðræðna milli stjórnanna í Dublin og London. Leiðtogar pólitískra flokka á írlandi: Sameining írlands er besta lausnin

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.