NT - 03.05.1984, Blaðsíða 27

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 3. maí 1984 27 Halldór vann í Bláfjalla- göngunni ■ Halldór Matthías- son varð hinn öruggi sigurvegari í Bláfjalla- göngunni sem fór fram s.l. laugardag, 28. apríl. Gengið var frá Blá- fjöllum og í Hveradaii. Göngubrautin var afar vel lögð og keppendur, sem voru tuttugu voru ákaflega ánægðir með allar aðstæður, nema veðrið sem var ekkert sérstakt. Leiðin var rúmir 20 km. í öðru til fjórða sæti voru þrír bræður, þeir Stefán, Guðmundur og Einar Stefánssynir. Engar stúlkur tóku þátt í göng- unni að þessu sinni en það er víst í fyrsta sinn í þessari ágætu göngu. Bordeaux meistarar ■ Bordeaux urðu í gærkvöld franskir meistarar í knattspyrnu er þeir sigruðu botnlið Rennes 2-0. Fyrirliði liðsins Bernard La- combe skoraði fyrra markið, en Dieter Múller innsiglaði sigur- inn á 83. mínútu. Er þetta í fyrsta skipti í 34 ár sem Bordeaux vinnur meistaratitilinn. Skotland: ■ Aberdeen tryggði sér í gærkvöld skoskí: meistaratitilinn í knatt- spyrnu, er liðið vann Hearts 1-0 í Edenborg. Það var varnarleikmað- urinn Stewart Mc- Kimmey sem skoraði markið. _______íþröttir_____ „Tel mjög líklegt að ég fari til Uerdingen" - segir Lárus Guðmundsson ■ „Ef félögin ná samkomu- lagi sín á milli, sem ég tei líklegt, þá fer ég örugglega til þýska Bundesliguliðsins Bay- ern Uerdingen“, sagði Lárus ennfremur í spjalli við NT í gærdag. Sem kunnugt er leikur Lárus nú með belgíska fyrstu- Víðavangshlaup Kópavogs: Öruggt hjá Sigurði P. ■ Sigurður P. Sigmundsson ■ Sigurður P. Sigmundsson FH-ingur sigraði örugglega í Víðavangshlaupi Kópavogs sem fram fór í Kópavogi, 1. maí í blíðskaparveðri. Annar í hlaupinu varð ÍR-ingurinn Hafsteinn Óskarsson sem hlot- ið hefur flest stig í víðavangs- hlaupunum ellefu í vetur. í kvennaflokki sigraði Rakel Gylfadóttir FH eftir harða keppni við Súsönnu Helga- dóttur FH. Rakel hefur flest stig kvenna í víðavangs- hlaupum í vetur. í sveinaflokki sigraði Steinar Jóhannsson ÍR og í telpnaflokki varð Guðrún Eysteinsdóttir FH hlutskörp- ust. Hér koma tímarnir: Karlar 5.5 km: 1. Sigurður P Sigmundss. 2. HafsteinnÓskarsson 3. Sighv.DýriGuðmundss. Konur3.5km: 1. RakelGylfadóttir 2. SúsannaHelgadóttir 3. AnnaValdimarsson Sveinar3.5 km: 1. SteinarJóhannsson Telpur 1500 m: 1. Guðrún Eysteinsdóttir FH 16.48 mín. |R 17.08 mín. IR 17.19mín. FH 15.26 mín. FH 16.28 mín: FH 16.50mín. ÍR 13.22 mín. FH 4.58 mín. deildarliðinu Waterschei og gerir það gott. „Það ber víst ekki"mikið á milli hjá liðunum en eitthvað þó. Ég á von á fréttum af viðræðunum á hverri stundu. Jafnvel strax í dag", sagði Lárus ennfremur. Það kemur ekki á óvart að Uerdingen skuli vera æst í að fá Lárus til sín. Pað eru fleiri lið á eftir honum og m.a er ítalskt fyrstudeildarlið einnig á höttunum eftir þessum skemmtilega leikmanni. 1. maí punktar... ...Valur sigraði Fram í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu, 1-0 á 1. maí... ...Notts Couníy sigraði Wolves sama dag með fjórum mörkum gegn engu í 1. deild ensku knattsþyrnunnar... ... I annarri deild sigraði SheRield Wednesday Huddersfíeld með einu marki gegn engu á úti- velli. Það var auðvitað 1. maí... ...Norsarar sigruðu Luxemborgara í vin- áttulandsleik í knatt- spyrnu þennan sama dag. 2-0 urðu úrslitin... ...Porto varð portú- galskur bikarmeistari í knattspyrnu á 1. maí. Liðíð sigraði Rio Ave í úrslitaleik, 4-0... ...Vinir okkar Grikkir sigruðu Belga í vináttu- landsleik í körfuknatt- leik þennan fræga dag, 92-87... ■ Lárus Guðmundsson Goethals til Portúgal ■ Raymond Goethals fyrrum þjáltari belgíska knattspyrnuliðsins Standard Liege, hefur verið ráðinn þjálfari portúgalska 1. deildar- liðsins Guimaraes. Go- ethals, sem í síðasta mánuði var dæmdur í ævilangt bann sem þjálfari í Belgíu vegna mútumáls Standard Liege og Waterschei, skrifaði undir tveggja ára samning við Guim- areas á laugardag og mun hefja störf hjá fé- laginu í júlí. Knattspyrna: Samkomulag bandarískra ■ Bandaríska knattspyrnu- sambandið og samtök leik- manna komust um helgina að samkomulagi um launakjör næstu þrjú árin. Samkomulag þetta gerir knattspyrnufé- lögum kleift að skera niður kostnað og flytja inn 18 nýja erlenda leikemnn næstu þrjú ár. Bandarísk knattspyrnufélög hafa barist fyrir tilveru sinni eftir að stórir samningar við sjónvarpsstöðvar fóru fyrir bí. Samningar tókust rétt áður en frestur sem eigendur knatt- spyrnufélaganna gáfu leik- mönnum, rann út annars yrði bandaríska knattspyrnudeildin lögð niður. Nýja samkomuIag: ið á að gera rekstur félaganna mögulegan í frámtíðinni. Aðalbreytingarnar sem samningarnir fela í sér er lækk- aður launakostnaður félag- anna. Hann mun lækka um 10% á ársgrundvelli hjá hverju félagi. Þá gerir samningurinn félögunum kleift að reka leik- menn, vilji þau halda sér innan hins ákveðna kostnaðar- ramma. Hámarksfjöldi leik- manna hjá hverju félagi verður lækkaður í 19 úr 23, og hverju félagi leyfilegt að flytja inn 2 leikmenn á næstu þremur árum. Sökum rekstrarörðugleika hefur liðum í bandarísku deild- inni fækkað úr 24 í 9 síðan árið 1980. Búlgarir unnu stiga- keppnina örugglega ■ Búlgarir urðu stigahæstir á Evr ópumeistaramótinu í lyftingum á Spáni. Búlgarir hlutu 301 stig, fengu 13 gullverðlaun, 10 silfurverðlaun og 6 bronsverðlaun. í öðru sæti urðu svo Sovétmenn með 276 stig. Sovétmenn hlutu 16 gullverðlaun, 5 silfurverð- laun og 4 bronsverðlaun. í þriðja sæti urðu svo Pólverjar með 182 stig. Fengu eitt gull, þrjú silfur og 8 brons íslendingar urðu í 25.-26. sæti ásamt Hollendingum með ekkert stig og hana nú. Níu mörk hjá Glad- bach og Bremen! ■ Borussia Mönchen Gladbach sigr- aði Werder Bremen í einum mest spennandi leik sem fram hefur farið í V-Þýskalandi í áraraðir. Leiknum lauk 5-4 fyrir Gladbach og var þetta undanúrslitaleikur í bikarkeppninni. Mörkin komu á færi- bandi í leiknum oftlega með mínútu millibili og leikmenn gengu berserks- gang fyrir framan mark mótherjans í leiknum. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 4-4 en það var Criens sem gerði sigurmark leiksins. Stöðva þurfti leikinn um tíma því áhorfendur köstuðu táragasi inn á leikvöllinn. Dómarinn lét síðan leik- inn halda áfram. Eftir leikinn sagði framkvæmda- stjóri Bremen að lið hans myndi kæra úrslitin vegna.ákvörðunar dómarans að láta leikmenn leika áfram eftir að táragasinu hafði verið varpað inn á leikvöllinn. SEX-SEX ■ Schalke og Bayern Múnchen gerðu sex-sex, jafntefli, er liðin mætt- ust í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöld. Eftir venjulegan leiktíma var 4-4 og var því framlengt. Eftir að framlenging- unni lauk var enn jafnt 6-6. Liðin verða því að leika að nýju. - — Armann náði jöfnu 1-1 ■ í gærkvöld léku Ármann og Víkingur á Reykjavíkurniótinu i knattspyrnu. Leiknum lauk með jafntefli, bæði liðin skoruðu einu sinni í raark and- stæðinganna. Heynckes Star Litur: blátt rúskinn frá nr. 4 1/2-12 Verð kr. 952,- Vlado Stenzel Universal Litur: hvítt/svart frá nr. 31/2 Verðkr ‘v “ * «»* - V auðvita vm nn ^ Cw) Smásýnishorn af okkar mikla úrvali. Bómullar jogginggallar, verd frá kr. 980, Easy Rider, stærðir ■ 5-11 1/2, kr. 1.347, Fitness, stærðir 5-11 1/2, kr. 1.170, Sportvöruverslun Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44, Laugavegi 69, sími 10330. sími 11783.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.