NT - 03.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 11
En hann kom víðar við sögu félagsins. Hann lét sér mjög annt um skógarreit þess við hliðina á Þinghúsinu. Girti hann að nýju og smíðaði fallegt hlið sem var sveitarprýði. Gjaldkeri og reikningshaldari Einarsstaðakirkju var Pétur í mörg ár. Hann fór bæja á milli og sótti sóknargjöldin heim til manna nógu snemma til þess að geta lokið reikningum kirkjunn- ar og skilað þeim á tilskyldum tíma. Vantaði eitthvað upp á að innheimtu væri lokið, greiddi hann það úr sínum vasa í bráðina. Hann vann einnig mjög mikið að viðhaldi kirkju- garðsins og hirðingu. Árum saman vann Pétur hjá Húsmæðraskóla Þingeyinga á Laugum að viðhaldi og endur- nýjun gamalla girðinga um skrúðgarð skólans og reisti nýj- ar umhverfis allt land hans. Hann gróðursetti fjölda trjá- plantna í skjólbelti og annaðist snyrtingu skrúðgarðsins og plöntun nýgræðings einnig þar. ÖII þau störf Péturs Sigur- geirssonar sem talin hafa verið hér að framan sem og þau er ekki hafa verið nefnd, vann hann af þeirri snyrtimennsku, vandvirkni og fórnfýsi sem hon- um var svo ríkt í blóð borið, og skeytti lítið og oft ekkert um hvaða laun hann bar úr býtum. Þótt prúðmennska og hóg- værð í viðmóti væru mest áber- andi einkenni Péturs Sigurgeirs- sonar, var hann þó enganvegin geðlítill maður. Hann gat brugðist við af skapríki og hlífð- ist þá ekki. En það var sjaldgæft og leið skjótt hjá. Öllum sem kynntust honum þótti vænt um hann. Síðustu ár ævi sinnar átti hann heima hjá bróðursyni sínum, Pétri Ingólfssyni og konu hans Þóreyju Aðalsteins- dóttur í Fellshlíð, en það er enn eitt nýbýlið í Stafni. Vann hann heimili þeirra á meðan kraftar entust og naut þar mikillar ást- úðar og umhyggju. Pétur Sigurgeirsson andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík 23. mars 1984. Páll H. Jónsson mikilvæg fyrir spendýr sem lifa í sjó. Sumir hafa meira að segja látið sér detta í hug að það góða vald, sem maðurinn hafi náð á öndun sinni á sjávartímabili sínu, sé grund- völlur þess að við getum nú talað því að tungumál byggja á mikilli meðvitaðri stjórn á öndun. Það er alþekkt að dýr aðlaga sig smám saman að umhverfi sínu. Á löngum tíma missa dýrategundir í vatni eða neð- anjarðar hár. Ekki er vitað til þess að neitt annað umhverfi en vatn leiði. bæði til hármissis og fitulagsmyndunar undir húðinni. Athuganir á elstu steingerð- um leifum frummanna í Af- ríku, hinum svokölluðu Austra- lopithecu's afarensis, sem eru þriggja til fjögurra milljón ára gamlar, hafa leitt í ljós ýmis atriði sem hefðbundnar kenn- ingar eiga erfitt með að út- skýra. Heillegustu beina- leifarnar frá þessum tíma eru af stúlku sem menn hafa kallað Lucy. Mannfræðingar hafa t.d. lent í vandræðum með að út- skýra að axlarliður hennar vís- ar upp um 15 gráður sem bendir til að nánustu forfeður hennar hafi eytt miklum tíma með hendurnar fyrir ofan höfuðið. Sumir hafa útskýrt þetta með því að hendurnar hafi verið notaðar til að klifra í trjám en aðrir hafa mótmælt þessu og bent á að hendurnar hafi hvorki verið nægjanlega langar né sterklegar til þess að þær hafi verið hentugar til að klifra með. Einnig séu fætur mjög greinilega ónýtir til klifurs. Talsmenn sjávartíma- bilsins í sögu mannsins benda Fimmtudagur 3. maí 1984 11 að vera voðalega ánægðir og hamingjusamir með sýninguna, bara út á það að þarna séu frægir menn á ferðinni, heldur skoða hana af forvitni og fróð- leiksfýsn . Með því að skoða eingöngu það sem maður þekkir fyrir, miðar manni lítið áfram. Þá er komið að gagnrýni á t.d. Helmut Federle (það á reyndar líka við um „Thinking of the Europe", sýning á lista- hátíð 1982 í Nýlistasafninu og John M. Armleder, sem sýndi á svipuðum tíma o.fl.). Að þessir menn sendi alltaf sitt auðvirði- legast riss hingað, litlar myndir o.s.frv. Það vill svo til að ég hef séð margar sýningar með þess- um mönnum erlendis, og þar eru enn þessar litlu myndir, sem vegna smæðar sinnar eru alltaf kallaðar riss hér heima. Það er hins vegar rétt að margir þessara manna vinna einnig mjög stór verk, og væri gaman að fá þau hingað líka. Varðandi smæð verka, þá dettur mér í hug góð sýning Jóns Engilberts í A.S.I. nú nýverið, þar var ekki annað að sjá cn þar færu mörg af hans bestu listaverkum, en vegna þess að þctta flokkast undir „smádót”, þá var þetta á allt of lágu verði, (svona til gamans, þá get ég sagt það, að ég skoðaði sýninguna einmitt með Helmut Federle, og hann var nijög hrifinn). Aðra er hægt að nefna, svo sem Gunnlaug Scheving, Kjarval, Paul Kleeog Richard Tuttle, ég nefni ekki aðra ófrægari þar sem það er til lítils gagns í svona blaðagrein. Svona í lokin þá ætla ég þó að segja, að fjöldi ungra lista- manna hefur lýst ánægju sinni yfir þessum sýningum (þeir eldri hafa ekki látið sjá sig), svo að þetta allt saman verður að telj- ast umstangsins virði. ■ „Hins vegar hef ég oft velt því fyrir mér, hvers vegna aðsókn að Nýlistasafninu er jafn lítil og raun ber vitni.“ ivo vona eg aó nyja blaðið a markaðnum - NT, flytji góðar greinar um myndlist og aðrar listir í framtíðinni og dafni í blaðasamkeppninni. Sýningu P. Angcrmanri lýkur í kvöld. DUNI — kaffistofa í hverjum krók! STANDBERG H.F. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. Sérfræðingar í einnota vörum. Besti bar í bænum! Um sýningasal Nýlistasafnsins eftir Helga Þ. Friðjónsson byggingu Lucy má skýra með langri dvöl forfeðra hennar í hafi. Lögun mjaðmarliðarins bendir t.d. til þess að forfeður Lucy hafi verið mjög vel að- lagaðir að stellingu þar sem fætur eru í nokkuð beinu fram- haldi af bakinu en beygja ekki frá bolnum í nokkurn veginn rétt horn eins hjá flest- um öðrum spendýrum. Slíkt telja margir merki um að for- feður Lucy hefðu lengi verið uppréttir en þeir lentu í vand- ræðum þegar kom að hnjáliðn- um því að hann er illa gerður til gangs. Þetta ósamræmi er hins vegar eðlilegt ef forfeður hennar hafa lifað lengi í vatni því, að við sund mynda bolur og fætur nokkuð beina línu. Þessi rök og fleiri hafa samt ekki dugað til að sannfæra vísindamenn almennt um að forfeður okkar hafi búið í hafinu hvað sem síðar verður. Kenningin um sjávardvöl frummannsins getur þó varla talist ólíklegri en margar aðrar kenningar um þróun mannsins því að enn vantar mikið á að þekking okkar á henni sé tæmandi. (Byggt á grein eftir Elaine Morg- an í New Scientist.) ■ „Kenningin um sjávardvöl frummannsins getur þó varla talist ólíklegri en margaraðrar kenningar um þróun manns- ins, því að enn vantar mikið á að þekking okkar á henni sé tæmandi.“ Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur. DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli honum fyrirþrifum. ■ íslendingar státa sig oft af því að vera miklir listunnendur, og má vel vera að svo sé, en stundum hljómar þetta þó eins og öfugmælavísa í mín eyru, þegar góðir myndlistamenn fá enga aðsókn, á meðan nánast götumálarar fylla sali sína af gestum og verkin renna út eins og heitar lummur. Ekki ætlaði ég nú að fara að skammast út í þessa hefð hér, enda er þetta eitthvað sem kannski er ástæðulaust að breyta. Hins vegar hef ég oft velt því fyrir mér, hvers vegna aðsókn að Nýlistasafninu er jafn lítil og raun ber vitni. Hvort það sé eðlilegt að svo miklu færri gestir sækja þennan sal en aðra sýningarsali hér í borg. Salurinn er í hjarta borgar- innar, ef hún hefur eitthvað hjarta, og þarna hafa margar af betri sýningum hér á landi staldrað við. Getur verið að fólk hræðist þetta skuggalega port, og það haldi að háls- höggnar hænur komi fljúgandi á móti því og ati það blóði? Og þá er ég kominn að því, sem fékk mig til þess að setjast við ritvélina og skrifa þetta bréf. Fyrir skömmu sýndi í Nýlista- safninu listamaður frá Sviss, Helmut Federle að nafni, og nú stendur yfir sýning þýsks lista- manns, Peter Ángermann. Báð- ir standa þessir listamenn á fertugu, og eru meðal virtustu listamanna sinna þjóða, af yngri kynslóðinni. á að hafi forfeður Lucy dvalist í hafinu hljóti þeir að hafa eytt miklum tíma með hendurnar fyrir ofan höfuðið þegar þeir syntu eða köfuðu. Þá væri líka skýrt hvers vegna hendur Lucy hafi verið fínlegar og vel falln- ar til snöggs og nákvæms grips því að slíkt hlýtur að hafa verið æskilegur eiginleiki við fæðuöflun í hafinu. Ýmislegt fleira í líkams- Þeir sem skoða bækur og listtímarit um „nýja málverkið" hafa eflaust rekið augun í mynd- ir eftir þá, svo þeir verða að teljast vera þekktir myndlista- menn. Báðir eiga þeir það sam- eiginlegt að byrja listferil sinn uppúr 1970, og höfðu því unnið í um það bil 10 ár við litla eða enga athygli, en uppúr 1980 breytist þetta til betri vegar, eins og fyrr segir. Þetta ætti að vekja forvitni listunnenda, næga til að þeir stormuðu niður á Nýlistasafn. Ekki er ég að segja að allir eigi ■ Helgi Þ. Friðjónsson. Umsjón: Ragnar Baldursson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.