NT - 03.05.1984, Blaðsíða 6

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 6
Lestunar- áætlun Fimmtudagur 3. maí 1084 H6KLA HF HFKiAHF H Skip Sambandsins munu erma til íslands á næstunni >em hér segir: Hull/Goole: Jan...................14/5 Dísarfell ............28/5 Dísarfell ........... 11/6 Rotterdam: Dísarfell ........... 15/5 Dísarfell ............29/5 Dísarfell ........... 12/6 Antwerpen: Dísarfell ............14/5 Dísarfell ............30/5 Dísarfell ........... 13/6 Hamborg: Jan .................. 4/5 Dísarfell ............17/5 Dísarfell ............ 1/6 Dísarfell ........... 14/6 Helsinki/Turku: Hvassafell............25/5 Larvik: Francop .............. 7/5 Jan ..................21/5 Jan ...................4/6 Jan ................. 18/6 Gautaborg: Francop .............. 8/5 Jan...................22/5 Jan....................5/6 Jan.................. 19/6 Kaupmannahöfn: Francop .............. 9/5 Jan ................. 23/5 Jan ...................6/6 Jan ..................20/6 Svendborg: Francop ..............10/5 Jan...................24/5 Jan....................7/6 Jan...................21/6 Árhus: ■ Francop ............. 11/5 ; Jan...................25/5 i Jan....................8/6 Jan ..................22/6 I Falkenberg: ! Mælifell...............4/5 Helgafell.............11/5 Gloucester, Mass.: Skaftafell 24/5 Skaftafell............24/6 Halifax, Canada: Skaftafell............25/5 Skaftafell............25/6 oKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Simi 28200 Telex 2101 I ______ ■ „Manni þykir það nú helvíti skrítiö að vera hættur á vetrar- vertíð fyrir marslok, því venju- lega hefur nú mesta fjörið verið í mars og apríl. En við höfum legið hér bundnir við bryggjuna síðan í endaðann mars, þegar við kláruðum kvótann, og sjáum ekkert annað framundan en 9 mánaða frí“, sagði Þráinn Sigtryggsson, skipstjóri sem við hittum á bryggjunni í Ólafsvík. Útlitið sagði hann svipað hjá mörgum öðrum í Ólafsvík. Hann var spurður hvernig þeir ætluðu að bregðast við - hvort þeir gætu ekki farið á einhverjar aðrar veiðar. „Það er einmitt stóra spurn- ingin - hvað geta menn gert? - Það væri nú frekar hægt að sætta sig við þetta ef hægt væri að snúa sér að einhverju öðru þegar þorskkvótinn er búinn. En það virðist allt bannað. Við Ólafsvíkingar erum settir út af sakramentinu með að fiska bæði rækju og skel - vissir aðilar virðst eiga það allt þinglesið. Nú svo er búið að setja kvóta- kerfi á humarinn líka og hann fá ekki bátar sem stundað hafa nær eingöngu þorskveiðar, eins og flestir hafa gert hér. Það er að vísu verið að benda mönnum á kolann, en með honum er alltaf eitthvað af öðrum fiski og eiga menn þá að henda honum? Menn geta því lítið gert - það væri þá helst að flytja í Hvera- gerði og rækta þar hass - það virðist vera það eina sem ekki er búið að koma kvóta á ennþá", sagði Þráinn kaldhæðnislega. „Já, það er þungt hljóð í mönnum. Sterkustu rækjumiðin hafa nú líklega verið hérna núna undanfarna dagasvo okkur þykir það auðvitað andskoti blóðugt að horfa á það út um eldhúsgluggann að menn eru að veiða rækju á 1000 tonna togur- um hér uppundir fjöruborði hér við Nesið. En svo eru ráðamenn svo helvíti góðir að hér má ekki setja niður rækjuverksmiðju nema kannski eina pillingarvél einhversstaðar úti í horni - handa öllum flotanum hérna“, sagði Þráinn. „Já, mér sýnist fullt útlit fyrir að menn leiti héðan burtu í stórum stíl, ef þeir fá ekki að byggja upp einn eða neinn fisk- iðnað hérna heima, rækju- vinnslu eða annað. Einn 70 tonna bátur var t.d. að fara héðan á rækju norður í Dumbshaf". ■ Sverrir Hermannsson, iðnaðarráðherra, við opnun sýningarinnar að Hallveigarstíg. NT-mynd: Sverrir. Sýning Byggingarþjónustunnar Orkusparandi byggingarefni ■ Nýlega var opnuð sýning á orkusparandi byggingarefnum, í húsnæði Byggingarþjónustunnar að Hallveigarstíg 1. Að sögn Ólafs Jenssonar, frkv. stjóra Byggingar- þjónustunnar, mun tilgangurinn með sýningunni m.a. hafa verið sá, að safna saman á einum stað sýnishornum af þeim byggingar- efnum sem tiltæk eru og nýtast við orkusparandi aðgerðir, jafnt á eldra húsnæði sem nýbyggingum. Þá mun sýningin jafnfram ná yfir ýmiskonar vöruflokka sem nýtast til að breyta þeim orkugjöfum sem fyrir eru, til aukins sparnaðar. Nefndi Ólafur t.a.m. katla sem brenna jafnt olíu sem rekavið. Sýning þessi er að sögn Ólafs, liður í því orkusparnaðarátaki sem Sverrir Hermannssonar og Alex- ander Stefánsson hafa átt frum- kvæði að. Sýningin er opin daglega og stendur til 15.maí. Þá mun ætlunin vera að fara með hana út á land, fyrst á Snæfellsnes og Vestfirði, en síðan til annarra landshluta. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstærðir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíöaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 Hekla fimmtug ■ Hekla hf. heldur upp á fimm- tugsafmælið sitt nú um helgina. Á föstudaginn verður mikil síðdegis- móttaka fyrir erlenda og innlenda boðsgesti. Munu um 600 manns vera boðnir í þá veislu. Á laugar- dag og sunnudag verður svo opið hús fyrir almenning. Mun þá starfs- fólk Heklu sýna fyrirtækið og kynna starfsemi þess. Jafnframt því sem söluvörur fyrirtækisins verða sýndar, er ætlunin að koma upp vísi að einskonar sögusýn- ingu. Verða þar sýndir ýmsir gaml- ir gripir sem Hekla hefur flutt inn á liðnum árum. Þess má geta að vinna sú sem starfsfólk innir af höndum nú um helgina er afmælisgjöf til fyrir- tækisins. ■ Eitt þeirra tækja sem fólki gefst kostur á að skoða um helgina. NT-mynd: Róbert Helvíti hart, segir Þráinn Sigtryggsson í Ólafsvík ■ „Maður er svona að reyna að dunda eitthvað í bátnum til að annað og kann jafnvel ekkert annað“, sagði Þráinn Sigtryggsson drepa tímann - búinn að stunda þetta alla sína ævi og þekkir ekki skipstjóri á Sveinbirni Jakobssyni í Ólafsvík. NT-mynd Ragnheiður. Eftir aflahrotuna í Breiðafirði: i mu

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.