NT - 03.05.1984, Blaðsíða 15

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 15
að mannvirki verði reist á sprungum. Slíkar upplýsingar þurfa að liggja fyrir þegar byggðaþróun og skipulag bæja eru ákveðin. Hann nefndi einnig að styrkja þyrfti þær rannsóknir sem hugsanlega gætu stuðlað að því að í fram- tíðinni verði hægt að spá fyrir um jarðskjálfta. Páll Einarsson tók í svipaðan streng. Hann taldi æskilegt að þróaðir yrðu nýir jarðskjálftamælar sem gæfu fyllri upplýsingar um hreyfingar jarðskorpunnar. „Við höfum allar forsendur til að gera þetta, það vantar bara peninga til þess“. Pá nefndi hann að auk þess sem setja þyrfti meiri kraft í sprungu- rannsóknir væri æskilegt að fjölga fjarlægðarmælingum á svæðinu. Með nákvæmri leisermælingu má fylgjast með gliðnun eða samþjöppun á svæðinu. Hann nefndi að slík mæling hefði nýlega leitt í ljós marktæka breytingu á svæð- inu. Tíu kílómetra lína sem mæld var reyndist hafa styst um 5 sentimetra á þremur árum. „Þetta gefur okkur tals- verðar upplýsingar um það sem er að gerast þarna", sagði Páll Einarsson. Mestir skjálftar á þvergengissvæðum Samkvæmt landrekskenn- ingunni er skýringarinnar á Suðurlandsskjálftanum að leita til gliðnunar landsins. Tal- ið er að tveir flekar jarð- skorpunnar séu að gliðna í sundur við ísland á Atlants- hafshryggnum. Helstu sprungusveimarnir liggja eftir Atlantshafshryggnum, í norður suður. En þvert á hrygginn liggja síðan á nokkr- um stöðum þvergengisbelti og það er á þeim sem skjálfta- virknin er mest. Ástæða henn- ar er sú að þarna nuddast saman tveir flekar sem eru að færast hvor í sína áttina. Eitt slíkt þvergengissvæði liggur einmitt um Suðurlandið og annað rétt fyrir norðan land, við Tjörnes. Það einkennir Suðurlands- skjálfta að lítil skjálftavirkni er milli stóru skjálftanna. í afmælisriti helgað Sigurði Þór- arinssyni sjötugum, Eldur í Norðri, skrifa þeir Páll Einars- son og Jón Eiríksson um þetta atriði. „Þessi kyrrð er fremur til óþurftar og kemur það eink- um fram á tvennan hátt. Hún skapar falska öryggiskennd meðal íbúa svæðisins. Fólk sem ekki finnur væga jarð- skjálfta annað veifið hefur til- hneigingu til þess að gleyma jarðskjálfta hættunni og er því verr undir mikla jarðskjálfta búið en ella. Skjálftafæðin , veldur því einnig að erfitt er að beita skjálftafræðilegum að- ferðum til þess að kanna svæðið, s.s. að finna mörk þess, staðsetja virk misgengi og ákveða skriðstefnu á þeim". Af þessum sökum meðal ann- ars verða ritaðar heimildir um fyrri skjálfta þeim mun mikil- vægari. Elsti skjálftinn sem heimildir greina frá varð árið 1157 og síðan þá hafa skjálftar valdið umtalsverðu tjóni á Suðurlandi að minnsta kosti 33 sinnum. Heimildir um tjón af völdum skjálfta eru fremur fátæklegar fyrir 1700. Allgóðar heimildir eru hins vegar til um skjálfta 1706,1732,1734,1784, 1896 og 1912. Tvö svæði hafa orðið verst úti í þessum skjálft- um það eru annars vegar Ölfus, Grímsnes og vestan- verður Flói. Hins vegar Land og Rangárvellir. Öruggt er að í Ölfusi hafa bæir hrunið 14 sinnum í jarðskjálftum á 8 öldum, líklegt er að það hafi gerst 19 sinnum. Svipað er að segja um Rangárvelli. Fimmtudaqur 3. mai 1984 Gunnar E. Kvaran ■ Selfoss, stærsti þéttbýlisstaðurinn á slóðum Suðurlandsskjálfta. Þótt hús nú á dögum séu mun rammgerðari en áður var, er engu að síður rétt að gera ráð fyrir því að Suðurlandsskjálfti muni valda usla þar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.