NT - 03.05.1984, Blaðsíða 3

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 3
tl' Fimmtudagur 3. maí 1984 Verður þorskaf linn meiri en í fyrra? - Þrátt fyrir kvóta og góðan ásetning ■ Verður veitt jafnmikið af þorski í ár og í fyrra, eða kannski meira? Sú spurning er kannski alls ekki jafn fjarstæðukennd og manni kynni að virðast. Danskennarar ganga í félag ■ Stofnað hefur verið Félag íslenskra dans- kennara. Stofnendur eru danskennarar sem ekki eru í öðrum félagsskap danskennara hérlendis. Formaður hins nýstofnaða félags er Sigurður Hákon- arson. Stofnmeðlimir eru þegar orðir 23. Skrifleg ósk um inn- göngu skal sendast for- manni félgasins; Sigurði Hákonarsyni, Astúni 8, Kópavogi. ■ Heildarþorskaflinn var í fyrra um 292 þús. tonn. í ár var upphaflega gert ráö fyrir að takmarka aflann við 220 þús. tonn, en sem kunnugt er hafa vissar breytingar orðið á því. Eftir ýmsar breytingar á kvótum og aukningu heild- arkvótans um 10% fyrir skemmstu er áætlaður heildarþorskafli nú kominn upp í rétt tæpar 260 þús. lestir. Hér við bætist svo, að samkvæmt reglugerðinni hafa skipin heimild til að færa 10% milli fisktegunda. Ef öll skip nýttu þessa hei- mild til að auka þorskveiði sína á kostnað annarra teg- unda er heildaraflinn kom- inn upp í 286 þús. tonn eða rétt undir aflanum í fyrra. Því má svo að lokum bæta við að sögusagnir eru á kreiki um það, að hent sé fiski sem fyrirsjáanlegt er að ekki komist í fyrsta flokk. Sé þetta rétt virðist ekki fráleitt að álykta að heildarþroskveiðin geti jafnvel orðið meiri en í fyrra^ þrátt fyrir góðan ásetning. ■ „Vitum ekki hve stór hluti þetta er af öllum þeim fálka- eggjum sem stolið er“, sagði Ævar Petersen fuglafræðingur í samtali við NT. NT-mynd GE Fálkaeggin í Dimmuborgum: Þjófarnir úrskurðaðir í viku gæsluvarðhald ■ í gær voru þýsku eggjaþjóf- arnir, sem stálu fálkaeggjum úr að minnsta kosti tveimur hreiðr- um í Dimmuborgum í Mývatns- sveit, dæmd í gæsluvarðhalds- vist til 9. maí. Samkvæmt upp- lýsingum frá þýskum tollyfir- völdum eru þjófarnir hjón, hér á vegum Þjóðverjans Chiselsky sem hér var á ferð árið 1978 og stal fálkaeggjum víðs vegar um landið. Þá er talið að þrír fálkar sem þýska lögreglan tók í sína vörslu fyrir skemmstu séu úr eggjum sem hér var stolið í fyrra, en þá hafði lögreglan hér á landi ekki hendur í hári neinna fálkaeggjaþjófa. Þýsku hjónin sem handtekin voru nú voru hér einnig á ferð í fyrravor og dvöldu á svipuðum slóðum og nú. „Þessi egg voru orðin nokkuð setin og því tel ég ólíklegt að þessir fálkar verpi aftur“, sagði Ævar Petersen fuglafræðingur þegar NT sneri sér til hans og innti hann eftir því hvaða af- leiðingar þessi stuldur hefur fyr- ir fuglana í Dimmuborgum og fálkastofninn í heild sinni. „Þetta er kannski ekki stór hluti af fálkastofninum sem þarna er steypt undan en við vitum held- ur ekki hversu stór hluti þetta er af þeim eggjum sem stolið er“, sagði Ævar ennfremur. Fullvíst er talið að þýsku hjónin hafi tekið egg úr tveimur fálkahreiðrum og vitað að þau komu að fimm hreiðurstöðum en ekki víst að egg hafi verið í þeim öllum. Yfirleitt eru um fjögur egg í fálkahreiðrum en Þjóðverjarnir höfðu aðeins átta egg í fórum sínum þegar lög- reglan náði þeim. Ævar Peters- en taldi ekki loku fyrir það skotið að fleiri tengdust máli þessu og að einhverjum eggjum hafi verið komið undan en Þjóðverjarnir höfðu verið að verki í Mývatnssveit í um viku tíma þegar lögreglunni var fyrst gert aðvart. Það var Ólafur Nílssen fugla- - eru á vegum Þióð- vwjans Chiselsky t978hérWaráferð - ólíklegt að þess/r ralkar verpi aftur. SÆV?.rPeter*en ■uglafræðingur fræðingur, sem nú vinnur að rannsóknum á fálkastofninum, sem gerði lögreglunni aðvart eftir að hafa séð egg hverfa og greinileg ummerki eftir manna- ferðir við hreiðrin. Þá hafði fólk í nágrenninu merkt ferðir Þjóð- verjanna nærri hreiðrunum og því beindist grunurinn strax að þeim. Þau yfirgáfu Þingeyjar- sýslur um svipað leyti og lög- reglan hóf leit að þjófunum, en náðust skömmu síðar í botni Gilsfjarðar og höfðu þá skipt um bíl á bílaleigu Akureyrar. Sunnlenskir bændur eru byrjaðir að sá ■ „Menn eru farnir að huga að garðlöndum sínum og þeir áhugasömustu hafa notað hlý- viðrið um páskana og nú síðustu dagana til að sá gulrótafræi, sem hefði nú þótt saga til næsta bæjar á sumardaginn fyrsta þeg- ar hér var norðankólga og élja- veður“, sagði Stefán Jasonar- son í Vorsabæ, spurður hvort farið væri að vora austanfjalls. „Vorið leggst fremur vel í fólk að þessu sinni, enda er jarðklaki með minna móti mið- að við hin síðari árin og jafnvel með öllu horfinn úr sandblend- inni jörð hér niður við sjóinn. Uppskeruhorfur garðávaxta eru öruggari þegar snemma er sáð og eftir að hin nýju yfirbreiðslu- efni komu á markaðinn sem virðast gefa góða raun. Vetur og sumar frusu saman og það var mál manna fyrrum að slíkt boðaði kjarnmikil grös síðsum- ars. Flestir bændur eru byrgir af heyjum og jafnvel aflögufærir", sagði Stefán. BjörnsJakobssonar minnst í Bæjarkirkju ■ Á sunnudaginnó.maí verður dagskrá í Bæjarkirkju, kl. 14.00 til minningar um Björn Jakobs- son frá Varmalæk, organista og tónskáld. Dagskráin er í tilefni af 90 ára afmæli Björns heitins sem var organisti Bæjarkirkju um 65 ára skeið. Flutt verður tónlist eftir Björn, Gísli Þor- steinsson syngur einsöng, kór- söng annast blandaður kór úr sveitum Borgarfjarðarhéraðs, píanóundirleik annast Sverrir Guðmundsson. Auk þess mun sr. Jón Einarsson, prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd flytja erindi um Björn Jakobs- sons. Dýrt spa auglýsa ó eypis ■ Kostnaðurinn við að hreinsa burt Samhygðarplakötin getur sem best numið tugum þúsunda og Samhygð kemur til með að fá sendan reikning fyrir kostn- aðinum. Plaköt sem félagsskapurinn Samhygð hafði límt upp á veggi. á allmörgum sföðum, blöstu við fólki sem tók þátt í kröfu- göngum eða átti leið um Reykjavík af öðrum ástæðum hinn 1. maí. NT hafði samband við Pétur Hannesson hjá Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar og sagði hann þetta athæfi með öllu ólög- legt. „Lögreglan hefur þegar safnað skýrslum um þetta mál, en það mun koma í okkar hlut að hreinsa þetta burt og við munum að sjálfsögðu senda Samhygð reikning fyrir þeirri vinnu. Pétur sagðist í sjálfu sér ekki hafa neitt að segja um efni plakatanna, en kvaðst halda að fólk hlyti að geta komið boð- skap sínum á framfæri með einhverjum öðrum hætti. NT-mynd: Róbert m nþeg'- .díngvrl

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.