NT - 03.05.1984, Blaðsíða 23

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 23
Skæruhern* aður og mannfall Lima-Reuter ■ { aprílmánuði féllu 130 manns í átökum skæruliða og hers og lögregiu í Perú. Skæru- liðarnir sem telja sig vera maóista og kalla samtök sín „lýsandi veg“ felldu 38 bændur á mánuðinum sem leið, sjö hermenn og tvo opinbera starfsmenn. Síðan samtökin um hinn lýs- andi veg voru stofnuð fyrir þrem árum og tóku upp skæruhernað gegn ríkisstjórninni hafa um 2500 manns fallið, ýmist úr röðum óbreyttra borgara, hermanna, lögreglu eða skæru- liðanna sjálfra. Tívolí opnar í Kaupmannahöfn ■ Margir íslendingar eiga sér ánægjuiegar minningar úr Tívolí í Kaupmannahöfn. Á 1. maí hóf Tívoh' 142. starfsár sitt.| Fastagestir létu ekki bíða eftir sér heldur flýttu sér inn til að njóta unaðssemda leiktækj- anna. Símamynd - POLFOTO Fimmtudagur 3. maí 1984 23 Nýmeð- færileg öndun- arvél fundin ■ 1. maí skipulagði Samstaða mótmælaaðgerðir í sjö borgum í Póllandi. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að lögreglan sprautaði vatni á mótmælendur í Varsjá til að dreifa þeim. sím.m,i.d-POLFOTO Pólland: Samstaða hvetur til nýrra mótmæla í dag Pólland-Reuter ■ Mótmæli Samstöðu, hinna bönnuðu verkalýðsfélaga í Pól- landi, þann 1. maí voru að sögn sjónarvotta fjölmenn og vel heppnuð. Mótmælin náðu til sjö borga þar sem þúsundir manna mót- mæltu stefnu stjórnvalda og kröfðust þess að pólitískir fang- ar yrðu látnir lausir. Fréttaritari Reuter-fréttastofunnar segist hafa séð 10.000 manns taka þátt í mótmælaaðgerðum í pólsku borginni Szczecin en pólskir embættismenn neita þessum fréttum og segja að aðeins nokkur hundruð manns hafi mótmælt þar. Sjónarvottar segja að lög- regla hafi notað táragas og vatnsbyssur til að sundra mótmælendum. Pólska sjónvarpið kallaði frásögn Reuter af mótmælun- um áróður og lygar sem væru ákaflega móðgandi fyrir pólsku þjóðina. Það lagði áherslu á mikla þátttöku í hinum opin- beru hátíðahöldum á 1. maí og sagði hana merki um mikinn og aukinn stuðning almennings við stefnu stjórnvalda. Forystumenn Samstöðu eru hins vegar mjög ánægðir með mótmælaaðgerðirnar sem þeir skipulögðu. Peir segja að mikil þáttaka í þeim sé hvatning til frekari aðgerða og hafa boðað til mótmæla í dag í tilefni hinnar lýðræðislegu stjórnarskrár, sem Pólverjar fengu árið 1791. Þeir hvetjafólk m.a. til aðfjölmenna í kirkjur í dag og í kvöld og vonast til að almenningur sýni hug sinn með mótmælum eftir messur í kirkjunum. ■ Bandarískur læknir sem er sérfræðingur í brjóstholssjúk- dómum hefur fundið upp önd- unartæki sem sjúklingargeta bor- ið með sér hvert sem þeir fara og horfur eru á að fjöldi lungna- sjúklinga sem nú eru rúmfastir og þurfa sérstaka öndunar- grímu, geti lifað allt að því eðlilegu lífi. Með hjálp nýja öndunartækisins geta þeir farið til vinnu og yfirleitt hvert sem þeim sýnist og eru ekki háðir þunglamalegum tækjum. Dr. Henry Heimlich fann upp fyrir áratug síðan, tæki til að hjálpa lungnasjúklingum til að hósta og gjörbreytti það tæki lífi fjölda fólks sem ófært var að hreinsa lungu sín og öndunar- færi með því að hósta frá sér slími sem þar safnaðist fyrir. Hið nýja öndunartæki dr. Heimlich er einfalt í meðferð. Komið er fyrir sérstakri plast- leiðslu niður í gegnum barka sjúklingsins. Um hana streymir súrefni úr þriggja kílóa þungum súrefnisgeymi, sem sjúklingur- inn ber með sér. Geymirinn tekur nægar súrefnisbirgðir til 8 klukkustunda öndunar, en að þeim tíma liðnum þarf að skipta um geymi. Talið er að með hjálp þessa nýja tækis muni allt að 600 þúsund Bandaríkjamenn, sem nú eru rúmliggjandi vegna öndunarörðugleika, geta farið að vinna og hagað sér að mestu eins og fullfrískt fólk. Eistland Dýrt að krefjast mannréttinda ■ Rokksöngvarínn Joe Cocker í fylgd lögregluþjóna í Vín þar sem hann var handtekinn vegna gruns um aö hann hafí ætlað að stela aðgangseyri á tónleikum sem hann kom ekki fram á. Símamynd-POLFOTO Rokksöngvarinn Joe Cocker handtekinn í Vín ■ KGB er á góðrí leið með að gera óstarfhæfan hóp Eistlend- inga sem barist hafa fyrir mann- réttindum í heimalandi sínu og krafíð stjórnvöld um að þau virði Helsinkisáttmálann sem undirritaður var 1975. Hæstiréttur Eistlands dæmdi nýlega hinn síðasta úr níu manna mannréttindahópi í 10 ára þrælkunarvinnu og 5 ára útlegð, sem afplánuð verður innan landamæra Sovétríkjanna. Fréttastofan Tass skýrir frá dómnum og segir að Enn Tartu sem er 45 ára að aldri, hafi starfað fyrir erlendar útvarps- stöðvar, sem afvegaleiddi sann- ieikann um hið sovéska þjóðfé- lag og Ijúgi upp sögum um verkföll sem aldrei hafa verið háð. Hér vitnarTasstil verkfalls eitt þúsund verkamanna í drátt- arvélaverksmiðju í Tartu sem gert var á sama tíma og Sam- staða var að verða til í Póllandi 1980. Verkfallið í Tartu var mikið umrætt á Vesturlöndum. Enn Tartu hefur starfað sem kyndari, en hann varð að hætta háskólanámi í heimspeki af pólitískum ástæðum. Allt síðan hann var 18 ára hefur Tartu setið 9 ár í fangelsi. Hann er einn hinna 45 andófsmanna í Eystrasaltsríkjunum sem skrif- aði undir mótmæli 1979, þar sem Sovétríkin voru ásökuð um að brjóta gróflega gegn mann- réttindum. Dómurinn yfir Tartu er álíka strangur og nýlega var felldur yfir Mart Niklus, sem er einn af þekktústu andófsmönnum í Eistlandi. Niklus hefur nú verið í mánaðar hungurverkfalli til að mótmæla því að hann fékk ekki að tala einslega við móður sína þegar hún fékk að heimsækja hann í fangelsið. Eistneskir flóttamenn stað- hæfa að nú sitji milli 40 og 50 landarþeirra sem samviskufang- ar í sovéskum fangelsum og brátt muni fleiri verða dæmdir. En samt sem áður verður haldið áfram að knýja á um að mann- réttindaákvæði Helsinkisátt- málans verði í heiðri höfð, en það verður að gera laumulega því allir vita hvað bíður þeirra sem krefja Sovétstjórnina um mannréttindi. Vín-Reuter ■ Lögreglan í Vín handtók í gær rokksöngvarann, Joe Cocker vegna samningsrofs. Joe Cocker átti að koma fram á tónleikum að kvöldi 1. maí en hann lét ekki sjá sig og það er sagt að hann hafi verið drukkinn. Um 2500 höfðu keypt miða á tónieikana. Rokkstjarnan virðist hafa talið sig eiga skilið að fá greitt fyrir tónleikana þótt ekkert yrðiúrþeim. Pegar JoeCocker var handtekinn var hann með 12.500 bandaríkjadali sem voru afrakstur miðasölu á tón- leikana. Þrír aðrir meðlimir hinnar 11 manna hljómsveitar Cock- ers voru einnig handteknir en samkvæmt austurrískum lögum má halda þeim í allt að 48 tíma án þess að leggja fram ákæru. Páfinn hittir Reagan Þeir vilja útrýma hungri Alaska-Reuter. ■ Páfínn stoppaði í gær í klukkustund í Alaska á leið sinni til Asíu. Þar hitti hann Reagan sem var á heimleið eftir heimsókn sína til Kína. Páfinn ræddi við Reagan í hálfa klukkustund. Þeir lýstu báðir yfir áhyggjum sínum vegna hungurs og ófriðar í heiminum og samþykktu að hafa samvinnu við gerð áætlun- ar sem beindist gegn hungri og sjúkdómum ogstuðlaðiað friði. Þetta verður í fyrsta skipti sem stjórn Bandaríkjanna hefur samvinnu við páfastól en Bandaríkin tóku að nýju upp stjórnmálasamband við Vati- kanið eftir meira en hundrað ára hlé. Samtal Reagans við páfann hefur mikilvæga pólitíska þýð- ingu fyrir hann því að hann byggir mikið á stuðningi krist- inna íhaldsmanna. Sjálfsagt kann hann líka vel að meta þá ákvörðun páfans að fljúga sömu leið til Asíu og kóreska farþega- flugvélin fór, sem Rússar skutu niður á síðasta ári. Páfinn ákvað að fljúga þessa leið til að minn- ast farþeganna sem fórust með vélinni en Suður-Kórea er ein- mitt fyrsti viðkomustaður hans í Asíuförinni. Umsjón: Oddur Ólafsson og Ragnar Baldursson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.