NT - 03.05.1984, Blaðsíða 9

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 9
Samtök aldraðra: Undirbúa byggingu 70*80 íbúða við Bólstaðarhlíð ■ Aðalfundur Samtaka aldr- aðra var haldinn á Hótel Esju þriðjudaginn 17. apríl. Venju- leg aðalfundarstörf fóru þar fram. Engin breyting var gerð á stjórn félagsins, og á fundinum kom fram mikill áhugi á mál- efnum félagsins og ósk um aukið almennt félagsstarf. Segja má að íbúðarbyggingar fyrir aldraða, með þjónustu- aðstöðu hafi frá upphafi verið aðalmálið svo og hjúkrunar og dagvistunaraðstaða fyrirsjúka og einangraða einstaklinga. Skýrsla formanns, Hans Jörg- enssonar, segir nokkuð um verkefni félagsins á liðnu ári og verðurhún því birt hér lítð stytt. Byggingarframkvæmdum við fyrsta byggingaráfanga félagsins við Akraland má segja að sé lokið, en þó er frágangur í smáatriðum ennþá eftir. Afsöl til íbúðarkaupenda eru að af- greiðast núna þessa dagana. Við byggingu þessa fyrsta áfanga vorum við óheppin að því leyti, að verðlag hækkaði gífurlega, svo að á síðari hluta byggingartímans fór það yfir 100% miðað við áætlað verð. íbúðirnar við Akraland eru af tveim stærðum, þriggja her- bergja með 77 m2 íbúðarrými og tveggja herbergja með 65 m2 íbúðarrými, og að auki eru geymslur bæði innan íbúðanna og í kjallara. íbúðirnar eru 14 og í kjallara í húsi 3 er sameign, ætluð sem þjónustukjarni, og er hún 8,84% af því húsi, eða 5,24% af eignarverði beggja húsanna. Húsin eru tvö, annað með 6 og hitt með 8 íbúðum. Þegar sveitarfélög byggja fyr- ir aldraða núna, þá fá þau úr Framkvæmdasjóði aldraðra fjárveitingu til að greiða kostn- að á byggingu sameignar, sem ætluð er til þjónustumiðstöðvar. Við höfum sótt um þetta til sjóðsins, en ekkert fengið til þessa. Frjáls félagasamtök hafa þarna ekki sama rétt og sveitar- félög en á þesu þarf að verða breyting. Annað verkefni félagsins á liðnu ári hefur verið undirbún- ingur að næsta byggingaráfanga við Bólstaðahlíð. Ég er bjart- sýnn á þá áætlun að því leyti að verðbógan er viðráðanleg eins og nú stendur og vextir af lánum einnig. Vonandi helst þetta. Þetta verkefni er búið að vera í undirbúningi lengur en allt síðast liðið ár og ennþá er ekki alveg séð fyrir endann á þeirri undirbúningsvinnu, þó er sú sterka von framundan að hægt verði að byrja í vor, maí eða júní, en eftir nýjustu fréttum er ekki alveg öruggt að við fáum þarna 80 íbúðir eins og alltaf hefur verið reiknað með, heldur getur farið svo að íbúðafjöldinn fari niður fyrir 70 íbúðir. Skipu- lagsstjórn borgarinnar er þarna fyrst og fremst að verki og þó að ég sé ekki ánægður með það, að íbúðunum fækki frá upphaflegri áætlun, þar sem umsóknir munu verða mikið umfram þennan íbúðafjölda, þá verð ég að viðurkenna, að það er annað að skipuleggja stóra byggingu inni í byggðu h verfi en á opnu svæði. Á gamlársdag s.l. var undir- ritaður samningur við Reykja- víkurborg og byggingarfélagið Ármannsfell, sem felur í sér eftirfarandi atriði: 1. Reykjavíkurborg úthlutar lóð, greiðir og rekur þjónustu- rými samkvæmt þessum samn- ingi. 2. Samtök aldraðra selur fé- lagsmönnum sínum íbúðir ásamt sameign og er ábyrgt fyrir fjármögnun byggingarinnar. 3. Armannsfell h.f. sér um byggingu hússins og er sam- ábyrgt fyrir fjármögnun bygg- ingarinnar. Úthlutað verður lóðinni við Bólstaðahlíð nr. 41-45. Reykja- víkurborg tekur að sér rekstur þjónusturýmis, en húsfélagið sér um rekstur hússins að öðru leyti. Til þjónusturýmis telst: Mat- salur og setustofur, eldhús, móttaka, símavarsla og vakt, skrifstofa og fundarherbergi, hreyfisalur, böð, hár og fót- snyrting, starfsmannaaðstaða, fönduraðstaða og almenn snyrt- ing og fatahengi. Sameign íbúðanna er: Hús- varðaríbúð, sameiginlegt þvottahús, ræstiklefar, forstofa, gangar, geymslur íbúða, sorp- geymsla, stigar, lyftur og kjall- ari. Tekið skal fram, að gert er ráð fyrir að hægt verði að hafa litla þvottavél í baði hverrar íbúðar. Rétt til kaupa á íbúðunum hafa félagar Samtaka aldraðara 63 ára og eldri, en þeir sem eru 67 ára og eldri hafa forgang, (er krafa frá borginni) Aldur er miðaður við þann tíma sem íbúðirnar verða tilbúnar. Við munum senda út greiðsluáætlun til félagsmanna undir eins og það liggur fyrir og einnig send- um við þá út grunnteikningu af íbúðunum og umsóknareyðu- blað. Hve mikið þarf að greiða í fyrirframgreiðslu get ég ekki verðasta þættinum í baráttu okkar við glákusjúkdómana, en þeir hafa löngum verið valdir að mjög hárri blindutíðni meðal ísiendinga. Við sjáum nú hilla undir verulegan árangur í barátt- unni við glákublindu, og má þakka það að miklu leyti því, að allur vandi er snertir sjón og líffæri sjónarinnar er hér á landi í höndum augnlækna. Með mörgum öðrum þjóðum hefur sú venja orðið til, að löggiltir sjóntækjafræðingar mega, með ákveðnum tak- mörkunum, prófa gleraugu á fólk. Mál hafa lagst í þennan farveg fyrir þá sök, að ekki eru nægilega margir læknar í þeim löndum til að sinna þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar. ■ íbúðarhús Samtaka aldraðra sem lokið er við í Akralandi. Augnlæknafélag Islands: Ekki hættulegt að nota gleraugu afgreidd án milligöngu sérfræðinga - en slík gleraugu geta valdið miklum óþægindum fyrir notandann ■ Vegna þess tiltækis for- ráðamanna Hagkaups að hefja sölu á gleraugum án tilvísunar frá lækni og án þess að sjón- tækjafræðingur beri ábyrgð á afgreiðsiu þeirra, viljum við benda á eftirfarandi: Prófun á sjón, athugun á Ijósbroti og ákvörðun um það, hvort gleraugna sé þörf er í eðli sínu læknisverk. Slík athugun er hluti af víðtækari rannsókn, sem felur í sér mat á gerð, hæfni og heilbrigði augnanna, en tekur einnig mið af tengslum þeirra við miðtaugakerfið og hið mannlega líffærakerfi yfir- leitt.Hver og einn, sem leitar til læknis í því skyni, að fá mæld gleraugu verður aðnjótandi rannsóknar, sem veitir talsverða tryggingu fyrir því, að uppvíst verði ef viðkomandi er haldinn augnsjúkdómi, eða einhverjum þeirra mörgu líkamskvilla, sem rannsókn hjá augnlækni getur afhjúpað. Baráttan við glákusjúkdóm- ana er ofarlega á baugi í þessu sambandi. Glákan nær oftast að valda óbætanlegu tjóni áður en sjúklingur verður einkenna var. Með því að beina öllum sjón- vanda til lækna er sinnt mikils- s&mu tm sagt núna, en fólk verður að reikna með því að þurfa eitt- hvað að greiða um leið, eða fljótlega eftir að bygging hefst. Þriðja verkefni félagsins á árinu hefur verið rekstur Múlabæjar, og að hluta uppbygging föndur- aðstöðu þar. Múlabær er dagvistunar- heimili fyrir aldraða og öryrkja og þar er rými fyrir 60 dvalar- gesti daglega. Þeir sem þarna njóta dagvistar eru sóttir í bíl á morgnana og fluttir heim eftir kl. 16 á daginn. Greiðsla fyrir veruna þarna er aðeins kostnaðurinn við þennan flutning að og frá Múla- bæ og heimili, eða kr. 100,- á dag. Ókeypis er þarna svo morgunverður, hádegismatur og miðdagskaffi. Þarna er hvíldaraðstaða, 18 klefar eru þarna með rúmum til að hvíla sig í og ljós í klefunum svo að hægt er að lesa í hvídartíman- um. Einnig er þarna í Múlabæ gripið í spil og fönduraðstaða er í þó nokkuð fjölbreyttu formi. Góðan félagsskap og ánægju- lega samveru er reynt að glæða þarna og hefur tekist vel að allra dómi. Fólk þarf ekki að ráða sig þarna til dagvistar alla virku daga vikunnar, margir eru tvi- svar eða þrisvar í viku. Lítil verslun er starfrækt í húsinu svo að fólk getur tekið með sér vörur heim í kvöldmatinn. Aðsókn er mikil og biðlistar. ■ Hans Jörgensson, formaður Samtaka aldraðra. en einstæðir félagar okkar ættu að athuga með dvöl þarna. Happdrætti félagsins, fyrsta áfanga er lokið, og það sem greitt hefur verið til Múlabæjar frá okkur hefur verið greitt af ágóða þess happdrættis. Núna erum við að fara af stað með annan áfanga happdrættis og ágóði þess er m.a. ætiaður til að greiða til Múlabæjar, en kostn- aður við rekstur hans verður alltaf einhver. í þessu máli og fleiri svipuðum til styrktar og hjálpar þurfum við að vinna og til þess þarf að afla fjár. Fjórða verkefni félagsins á árinu er svo rekstur skrifstofu okkar að Laugavegi 116, 3. hæð. Þessi skrifstofa annast flest þau störf sem félagið hefur þurft að veita við áætlanir og fram- kvæmdir í byggingarmálum okkar og líka verið upplýsinga og starfsmiðstöð fyrir félagið. Eftir umræður um skýrsluna og reikninga félagsins var stjórnarkjör og umræður um ‘aukið félagsstarf og fjölbreyttara en nú er. ' Eftirfarandi samþykkt var gerð á fundinum: „Aðalfundur- inn skorar á stjórn Fram- kvæmdasjóðs aldraðra að setja ekki Samtök aldraðra skör lægra en sveitarfélög, þegar um úthlutun styrkja eða fjárframlög til þjónusturýmis í nýbygg- ingum fyrir aldraða er að ræða. Það aldna fólk í þessum sam- tökum, sem með dugnaði og áræði er að hjálpa sér sjálft við að koma sér upp nauðsynlegri félagslegri þjónustu, á ekki að vera sniðgengið, þegar það fer fram á þá aðstoð , við þessar framkvæmdir sem sjálfsögð þykir að veita hverju sveitarfé- lagi landsins, sem vill eitthvað gera á þessu sviði fyrir aldraða fólkið". Á annað hundrað manns sátu fundinn en um 450 eru skráðir félagar, og öllum eru send í bréfi tvisvar til þrisvar á ári skýrsla um gang mála innan félagsins, svo að aðalfundurinn er ekki eins forvitnilegur og víða í öðrum félögum. Allir félagar íylgjast með í félagsmál- unum þó að þeir hafi ekki tækifæri eða aðstöðu til að mæta á fundum. F.h. Stjórnar Samtaka aldraðra Hans Jörgensson. Eftir því sem sérfræðingum fjölgar munu þessi mál færast meir á þeirra hendur, líkt og gerst hefur í voru landi. Með lslendingum hefur þetta fyrr þróast til réttrar áttar vegna þess, að nægilega margir augn- læknar hafa starfað í landinu og þeir hafa teygt þjónustu sína til allra landsmanna með reglu- bundnum ferðalögum. Á sein- ustu misserum hafa nýir sér- fræðingar komið til skjalanna og biðlistar, sem voru orðnir alllangir hjá augnlæknum, hafa styst til muna. Það væri miður, ef sú góða skipan, sem á hefur komist í landi okkar riðlaðist með þeim afleiðingum, að þjóðin sæti eftir með lakari þjónustu og dýr- keypta léttúð vegna ímyndaðs sparnaðar. Það getur ekki talist hættulegt að nota gleraugu, sem eru afgreidd án milligöngu sér- fræðinga, en slík gleraugu geta valdið miklum óþægindum fyrir notandann og láti hann við svo búið standa, fer hann á mis við læknisfræðilega rannsókn, sem er hinn eðlilegi undirbúningur í slíku máli. Séu þær hreyfingar á mark- aðnum, er leiði til þess, að verð á gleraugum lækki fögnum við því, svo fremi að ekki sé slakað á ríkjandi kröfum um prófun þeirra og gerð. Hvað sem gerast kann á þeim vettvangi, er það trú vor, að íslenska þjóðin muni óska þess að áfram verði haldið á þeirri braut, sem vandlega hugsuð og langvinn þróun hefur leitt oss á. Við teljum það heilladrýgst, að það gagnkvæma traust, sem skapast hefur milli lækna og almennings í þessum efnum, megi haldast og eflast. Augnlæknafélag íslands ■ Gísli Blöndal, fulltrúi fram- kvæmdastjóra Hagkaups, virðir fyrir sér lögin sem munu banna verslun með gleraugu, öðrum en sjóntækjafræðingum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.