NT - 03.05.1984, Blaðsíða 28

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 28
Fimmtiidagur 3. maí 1984. Við tökum við ábendingum um fréttir allan sölartiringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ébendingu sem leíðir til fréttar í blaðinu og 10.000 krönur fyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt Kafar eftir rauðmaganum: „Auðvelt aðnásérí soðningu“ ■ „Ég efast um að þessi veiðiaðferð geti leyst hina hefdbundnu af hólmi. En það er mjög gaman að þessu og tUtölulega auðvelt að ná rauðmaganum liggjandi á botninum, en hann er mcð sogskálar á kviðnum og sýgur sig fastan við steina,“ sagði Víðir Benediktsson, froskmaður á Bolungarvík, sem kafar eftir rauðmaga í soðið í frístundum sínum, í samtali við NT. „Jú, maður fær talsvert. Ég var til dæmis ekki nema hálf- tíma eða þrjú korter að ná þessum sex, sem ég var með þegar ég hitti Ijósmyndarann. Það voru allir sem ég sá á nokkuð stóru svæði. En ég býst við að það þyrfti talsvert meiri yfirferð til að ná sæmilegum dagsafla. Annars er það alls ekki úti- lokað að kafa eftir sjávarfangi í atvinnuskyni hér við Djúpið. Það er til dæmis mikið talað um ígulkerjahrogn um þessar mundir, og við, tveir kafarar hérna á Bolungarvík, höfum verið að velta því fyrir okkur að kanna nokkuð stór ígulkerja- mið inni við Reykjanes. Við vitum að nóg er af ígulkerjum, en spurningin er bara sú hvort í þeim eru einhver hrogn,“ sagði Víðir. - Norðmenn gera talsvert af því að skjóta þorsk með frosk- mannabyssum við strendur Noregs? „Ég efast um að það sé hægt hérna heima. Hins vegar höfum við oft rætt það að verða okkur úti um sæmilega byssu. Það er margt sem má skjóta undir yfir- borðinu, til dæmis koli og annar fiskur sem heldur sig nálægt landi," sagði Víðir. ■ Víðir segir að það sé alls ekki útilokað að kafa efftir sjávarfangi í atvinnuskyni. Til dæmis séu stór ígulkerjamið við Reykjanes i ísafjarð- ardjúpi, sem vel mætti hugsa sér að nýta, en ígulkerjahrogn eru dýr útflutningsvara. NT-mynd Finnbogi Kristjánsson Réttindalausar gæsaskyttur á ólöglegum veiðum - mikill ágangur gæsaskyttna í Fljótsdalshéraði ■ Lögreglan á Egilsstöðum handtók í fyrrakvöld tvær gæsaskyttur í Tungusveit, en hvorug þeirra hafði leyfi fyrir þeim byssum sem þeir höfðu meðferðis auk þess sem gæsaveiðar eru ólöglegar um þetta leyti árs. Mennirnir höfðu fjórar gæsir meðferðis, þegar lögreglan gómaði þá, og voru skotfæri þeirra gerð upptæk og fengurinn brenndur. Þá hafa bændur í Hjaltastaðaþing- há orðið að þola mikinn ágang gæsaskyttna, og jafnvel þurft að smala skyttunum úr lendum sínum að morgni, eins og einn bóndi orðaði það í samtali við blaðið, áður en vogandi er að hleypa búfénaði út. Að sögn lögreglunnar á Eg- fleiri gæsaskytlum, en eins og ilsstöðum hefur hún enn sem kunnugt er liggur ungur maður komið er ekki haft afskipti af á Fjórðungssjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum eftir að skot hljóp í lærið á honum þegar hann var á leið á gæsaveiðar, réttinda- laus til þess að bera skotvopn. Mál hans verður tekið fyrir innan tíðar og eftirlit í þessum efnum aukið að sögn Björns Halldórssonar, lögreglu á Eg- ilsstöðum. „Enda sportveiði- mennska í nálægð mannabú- staða stórhættuleg og bætir gráu ofan á svart þegar veiði- mennirnir kunna ekki með skotvopn að fara“, sagði Björn og vildi um leið koma þeirri orðsendingu til bænda að þeir létu lögregluna vita þegar slíkt á sér stað. Eiríkur tapaði meiðyrðamálinu ■ „Dómnefndin var sýkn- uð af öllum kröfum Eiríks, og var honum gert að greiða allan málskostnað,“ sagði Auður Þorbergsdóttir, borgardómari, þegar hún var spurð um lyktir í meið- yrðamáli Eiríks Jónssonar, höfundar ritsins „Rætur ís- landsklukkunnar“, á hend- ur dómnefnd heimspeki- deildar Háskóla íslands, en dómur í málinu gekk nýlega fyrir borgardómi. Eins og NT greindi frá, ekki alls fyrir löngu, ætlaði Eiríkur að verja „Rætur íslandsklukkunnar“, sem fyrir nokkrum árum kom út á bók, sem doktorsritgerð við H.f. Skipuð var sérstök dómnefnd til að skera úr um hvort verkið væri tækt til doktorsvarnar, og komst hún að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki þrátt fyrir að á margan hátt væri um merkt rit að ræða. I álits- gerð dómnefndarinnar voru viðhöfð orð sem Eiríkur gat ekki sætt sig við, og því höfðaði hann meiðyrðamál. Dómnefndin var skipuð þeim Sveini Skorra Höskuldssyni, prófessor, Peter Hallberg og Ólafi Halldórssyni, handrita- fræðingi. Jóhann sigraði tvisvar ■ Jóhann Hjartason er kominn með 5 vinninga eftir 8 umferðir á aiþjóð- lega skákmótinu í New York og er þvi í einu af efstu sætunum, en mögu- leikar hans á stórmeistara- titli eru þó litlir. Helgi Ólafsson er með 4,5 vinn- inga. I 7. umferðinni sigraði Jóhann góðkunningja okk- ar íslendinga DeFirmian meðan Helgi tapaði fyrir Brown í spennandi skák. í 8. umferðinni sigraði svo Jóhann Hollendinginn Hans Ree í snaggaralegrí skák. Eins og menn muna eftir sigraði Johann Ree í skemmtUegri skák á mót- inu í Reykjavík í febrúar. Helgi gerði jafntefli við Zuckerman í daufri skák. Efstu menn eru með 6 vinninga og fjölmargir með 5,5. íslendingar eiga því lítinn möguleika á verðlaunasæti og að sögn þeirra Heiga og Jóhanns einnig lítinn möguleika á stórmeistaratitli, því and- stæðingar þeirra hafa ver- ið of stigalitlir að meðal- tali. Níunda og síðasta um- ferð mótsins verður tefld í dag. Árekstur á Húsavík: Bifhjóla- maður slasast mikið ■ Unglingur á léttu bif- hjóli fót- og handleggs- brotnaði í árekstri á bíl og liggur nú á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Að sögn lög- reglunnar er um slæm brot að ræða en annar fótleggur hans tvíbrotnaði, á læri og um kálfa. Varð að gera á honum mikla aðgerð sem þótti heppnast framar vonum. Ekki urðu miklar skemmdir á ökutækjum enda hvorugt þeirra á mikilii ferð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.