NT - 03.05.1984, Blaðsíða 14

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 3. maí 1984 14 ■ Nokkrum sinnum á öld hristist land á Suður- landi svo um munar. Það hefur verið kallað Suðurlandsskjálfti, og á umliðnum öldum hefur hann jafnað byggð við jörðu og lagt menn að velli. Jarðvísindamenn eru sammála um að búast megi við sterkum skjálfta á Suðurlandi, spurningin er því ekki hvort hann verði, heldur hvenær. Líði langur tími milli skjálftanna safnast meiri orka fyrir í jörðinni og því er von á sterkari skjálfta. Meðaltími milli skjálftanna hefur verið 50-100 ár. Nú eru hins vegar 88 ár liðin síðan landsskjálftar gengu síðast yfir Suðurland en 72 ár frá síðasta stóra skjálftanum 1912. Árið 1978 skilaði hópur á vegum Almannavarna ríkisins skýrslu um Suður- landsskjálfta þar sem meðal annars var lagt til að gerð yrði úttekt á jarðskjálftaþoli mikilvægra bygginga á Suðurlandi. Þetta hefur ekki verið gert nema að hluta til. Jarðvísindamenn hafa um margra ára skeið óskað eftir aukinni fjárveitingu til rannsókna á svæðinu. Því hefur ekki verið sinnt. Með Suöurlandsskjálfta er átt við skjálfta, tvo eða fleiri sem venjulega byrja austantil á Suðurlandsundirlendi en færa sig síðan vestur á bóginn. Upptök þeirra virðast þræða unni eru lagðar fram nokkrar tillögur um hvað gera skuli til að draga úr áhrifum Suður- landsskjálfta. t>ar segir orðrétt: „Grundvöllur allra framfaraerþekking. Frumskil- ■ Sigfús Eymundsson Ijósmyndari tók þessa mynd af rústum Selfossbæjarins, skömmu eftir jarðskjálftann 5. september 1896. Suðurlandsskjálftinn yfirvofandi: Rannsóknir sitja á hakanum 5-10 kilómetra breitt belti með stefnu frá Þurá og Hjalla í Ölfusi austur undir Selsund á Rangárvöllum. Árið 1784 voru skjálftarnir tveir sem ollu veru- legu tjóni. Þeir komu með 2ja' sólarhringa millibili, 1896 voru þeir hins vegar 4 og dreifðust á 2ja vikna tímabil. Með tilliti til. þess hve langt er frá síðasta Suðurlandsskjálfta eru al- mennt taldar miklar líkur á þeim næsta innan 15 til 20 ára. En hvemig undirbúum við okkur undir það? Almannavarnaskýrsla 1978 Árið 1978 skilaði vinnuhóp- ur Almannavarnarráðs um jarðskjálfta á Suðurlandi og varnir gegn þeim, skýrslu um Landskjálfta á Suðurlandi. Þar er gerð grein fyrir skjálfta hættunni á Suðurlandi og því tjóni sem af skjálftum hefur orðið og getur orðið. Gerð grein fyrir byggingasam- þykktum og reglum um styrk- leika nýbygginga á svæðinu. Ennfremur er reynt að meta ástand mannvirkja á Suður- landi með tilliti til jarðskjálfta- þols og loks áætlun um við- brögð og hjálparstarf vegna Suðurlandsskjálfta. í skýrsl- yrði þess að draga megi úr áföllum í þjóðlífi vegna nátt- úruhamfara er þekking á að- draganda þeirra, eðli og afleið- ingum. Slíkrar þekkingar verð- ur aðeins aflað með rannsókn- um“. Þrátt fýrir að Almanna- varnir ríkisins og jarðvísinda- menn hafi óskað eftir auknum fjárveitingum til rannsókna á Suðurlandi árlega síðan skýrsl- an kom út, hefur þeirri beiðni ávallt verið hafnað. Undan þessu kvarta meðal annarra Guðjón Petersen hjá Al- mannavörnum og Páll Einars- son jarðeðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun. Reyndar má segja að eina raunhæfa viðbótin til rannsókna á síð- ustu árum hafi orðið, þegar sæst var á að bæta við einni stöðu hjá Raunvísindastofnun til að sinna þessum rannsókn- um. Það er reyndar staðan sem Páll Einarsson situr í. Meiri áhugi í útlóndum Á meðan íslenskt fjárveit- ingavald daufheyrist við slík- um beiðnum og hefur ekki áhuga á að fjármagna rann- sóknir af þessu tæi eru útlend- ingar mun áhugasamari. Að sögn Páls Einarssonar hefur öll hvatning til rannsókna á þessu sviði komið erlendis frá. teféb«íf«n§<jf íym vnrbonrfí ■ Guðjón Petersen fram- kvæmdastjóri Almannavarna: „Brýnast að gera jarðvegs- rannsóknir í kringum þéttbýlis- kjarna og kortleggja sprungu- kerfi.“ Aukning jarðskjálftamælinga í kringum 1973 var að verulegu leyti styrkt af vísindanefnd NATO. Mælingar á radoni í borholum hafa verið fram- kvæmdar fyrir erlent fé og enn voru útlendingar á ferðinni þegar borholuþenslumælingar hófust hér. Eitt dæmi um hve við erum háðir útlendingum að þessu leyti er, að nú hefur dregið úr radonmælingum vegna þess að minna fé hefur verið veitt til þess í útlöndum. ■ Páll Einarsson jarðeðlis- fræðingur hjá Raunvísinda- stofnun : „Það þarf að þróa nýja jarðskjálfamæla og auka rannsoknirnar." Að vísu tók fjárveiting- avaldið nokkuð við sér í kjölfar Vestmannaeyjagossins og var þá komið fyrir jarðskjálfta- mælum víða um land. Þetta gerði það að verkum, að nú eru til jarðskjálftalínurit sem sýna þróun Kröfluelda. Eitt af því sem lagt var til í skýrslunni síðan 1978 var að gerð yrði úttekt á jarðskjálfta- þoli mikilvægra bygginga á Suðurlandi, svo sem skólum og félagsheimilum. Þetta hefur ■ Almannavarnir hafa sent íbúum á skjálftasvæðinu bækl- ing með leiðbeiningum um jarðskjálftavarnir. ekki verið gert ennþá. Að vísu mun Selfossbær hafa í hyggju að gera slíka úttekt á opinber- um byggingum í kaupstaðnum upp á eigin spýtur. Þrátt fyrir að hið opinbera hafi lítið sinnt þessum málum, hafa einstaka stofnanir verið betur vakandi. Þannig hefur Landsvirkjun látið kanna jarð- skjálftaþol háspennulína, virkjana og tengivirkja. Tal- sverðum fjármunum hefur þegar verið varið til að styrkja þessi mannvirki þar sem veik- leikar komu í Ijós. Þegar nýja Hrauneyjafosslínan var lögð var tekið tillit til Suðurlands- skjálfta og hún lögð norðan byggðar og niður í Hvalfjörð. Einnig var línan höfð afkasta- meiri en eiginleg þörf var á svo hún gæti tekið við orkuflutn- ingi af öðrum línum sem kynnu að Iaskast. Önnur stofnun sem einnig hefur sinnt þessum mál- um er Vegagerð ríkisins. Að sögn Guðjóns Petersen hefur Vegargerðin gert úttekt á helstu brúm á svæðinu með tilliti til Suðurlandsskjálfta. Nýja brúin yfir Sogið, við Þrastarlund, var sérstaklega styrkt til að þola jarðskjálfta sem þessa. Rannsóknir þarf að efla En hvað er skynsamlegast að gera meðan næsta Suður- landsskjálfta er beðið. Guðjón Petersen hja Almannavömum og Páll Einarsson voru sam- mála um að skynsamlegt væri að auka þekkinguna og efla rannsóknirnar. Guðjón Pet- ersen sagði brýnast að gera jarðvegsrannsóknir í kringum þéttbýliskjarnana svo hægt verði að gera sér grein fyrir sprungukerfum og forða því Athyglisverð nýjung: Þenslumælingar I jarðskorpunni Ein athyglisverðasta nýjung- in sem bryddað hefur verið uppá í jarðskjálftarannóknum her undanfarin ár, eru svokall- aðar borholu þenslumælingar. Þessar mælingar voru þróaðar í Bandaríkjunum og vorum við íslendingar með þeim fyrstu sem hófu tilraunir með þær. Eins og fleira á þessu sviði var það gert fyrir tilstyrk útlendinga. Karnegie stofnun- in í USA lét okkur í té endurgjaldslaust nokkra slíka mæla árið 1978 og var þeim komið fyrir í 8 gömlum borhol- um á Suðurlandi. Hægar hreyf ingar mældar TiT að einfalda málið má segja að þenslumælarnir séu eins og blaðra sem komið er fyrir í djúpri borholu. Hún þenst út eða skreppur saman eftir því hvort þrýstingurinn í kring eykst eða minnkar. Með þessu móti er hægt að skrá hreyfingar í jarðskorpunni sem eru svo hægfara að þær koma ekki fram á jarðskjálftamæl- um. Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur sagði að þessar tilraunir hefðu gengið það vel að Bandaríkjamenn hefðu ákveðið að láta okkur í té tæki sem skráir sveiflurnar betur og flytur þær þráðlaust til Reykjavíkur. Gerði hann sér vonir um að þessum búnaði yrði komið fyrir nú í sumar. Vegna þess hve fáir skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því þrýstingsmælingarnar hófust 1979 vita menn enn lítið um fylgni þrýstingsbreytinga á skjálfta. Ef teknir eru fjórir stærstu skjálftarnir á þessum tíma, en þeir mældust yfir 2 stig á Richter og þeir bornir saman við þrýstingslínurit, má engu að síður sjá ákveðna fylgni. I tveimurtilvikum mátti greina sveiflur á línuritinu rétt áður en skjálftinn varð, en í tveimur rétt á eftir. „Það er ólíklegt, segir Ragnar, að þessar mælingar verði til þess að við getum spáð fyrir um næsta Suðurlands- skjálfta. Til þess vitum við of lítið um tengslin milli þensl- unnar í jarðskorpunni og skjálftanna. Enn sem komið er er meginmarkmiðið ekki að spá, heldur að safna gögnum sem síðar gætu orðið grund- völlur að spá“. Gæti orðið á morgun eða eftir 100 ár „Það getur enginn sagt til um það með neinni vissu hve- nær spennan í Suðurlandi leys- ist úr læðingi í kraftmiklum skjálfta", segir Ragnar Ste- fánsson. „Útfrá sögunni verður að teljast líklegt að meiriháttar skjálfti verði á Suðurlandi næsta aldarfjórðunginn. Við framkvæmum slíkan líkinda- reikning f sambandi við mann- virkjagerð þar sem hann getur haft þýðingu. Sannleikurinn er hins vegar sá að við erum ekki komin lengra í þessum vísind- um en svo að við getum ekki útilokað að hann komi á morg- un og við getum ekki heldur útilokað að hann dragist í 100 ár“. Ragnar sagði einnig að menn vissu ekki með neinni vissu hvað skjálftarnir sem hei- mildir greina frá hafa verið sterkir. „Upplýsingar um að torfhús hafi hrunið segja í raun mjög lítið, enda voru þau illa byggð. Menn hafa hins vegar giskað á að sterkustu skjálft- arnir hafi verið um 7 stig á Richters kvarða“, segir Ragn- ar Stefánsson jarðskjálfta- 'fræðingur. ■ Ragnar Stefánsson jarö- skjálftafræðingur vinnur við borholu þrenslumælingarnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.