NT - 03.05.1984, Blaðsíða 16

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 16
m ~%xv ssys;? Fimmtudagur 3. maí 1984 16 I Jenny ætlaði ekki að þekkja sjálfa sig i spegli þegar hágreiðslu- og förðunarmeistar- ar höfðu farið höndum um hana og hún i\\, var komin í pallíettukjólinn „Guð, er þettaég >»• , sagði hún. ■ Þessa mynd sendi vinur Jenny Willson til Lichfield lá- varðar og hún komst þá í hópinn sem kallaður er „Lichfield Lovelies“ ■ Patrick lávarður - urinn með vélina“ Lichfield „töframað- Ijósmynda- ■ Ekkert var til sparað við myndatökuna á Jenny. Hér er hún hjúpuð í hvítu minkaslái og skrýdd demöntum! FACE OF ’84 Lichfield SUPERMAN - varð að fara að fljúga ■ Allir vita að Supcrman verður að fljúga um og sinna hlutverki sínu, og því er það að kona hans og börn verða oft að sætta sig við að fylgja honum á flugvöllinn og segja bless.Gae Exton heitir konan (þau eru reyndar ekki gift en búa saman með tveimur börnum sínum) sonurinn heitir Matthew og dóttirin Alexandra. Pað má segja að foreldrarnir hafi þarna fullt í fangi, þar sem þau halda á börnunum, en dóttirin var ekki alveg á því að sleppa sínum. En hvað um það Superman varð að fljúga. lávarður myndar fegurðardísir í keppninni um „Andlit ársins ’84“ ■ Hinn konunglegi ljósmynd- ari Patrick Lichfield lávarður er sagður hafa alveg óskeikult auga fyrir kvenlegri fegurð. Pessi gáfa hans kom vel fram er hann tók að sér að mynda Jenny Wilson fyrir keppnina um „ Andlit ársins ’84“ (Face of ’84) Jenny var falleg en venjuleg skólastúlka, en vinur hennar, sem er ljósmyndari, hafði sent mynd af henni til keppninnar. „Hún er dásamleg, ...stór- kostleg ...ég hef ekki orðið svona spenntur við myndatöku árum saman!“ sagði Lichfield við myndatökuna. En það hafði nú ýmislegt gengið á áður en hún hófst. í fyrsta lagi voru sett upp ný tjöld sem baksvið á myndastof- unni. Síðan fékk Lichfield hár- greiðslumeistarann Mitch frá Vidal Sassoon og föðrunarmeist- arann Clayton Howard, sem þykir einna bestur í Englandi til að snyrta fyrirsætuna. Jenny kom kl. 9.30 að morgni á myndastofuna, ómáluð með sítt flaksandi hárið. Þar tóku meistararnir við og unnu í marga klukkutíma við að klippa, þvo og leggja hár hennar og snyrta hana. Árangurinn lét ekki á sé standa, því að Jenny sagði þegar hún sá sig í spegli: „Guð, er þetta virkilega ég!“ Hinn konunglegi Ijósmyndari sagði um Jenny, að hún hefði sérstakan hæfileika til að sitja fyrir og hún ætti áreiðanlega eftir að ná langt sem módel. ■ Benny Aaholm var ekki nema 49 ára, þegar hann var myrtur á hinn hroðalegasta hátt. Samt var hann búinn að vera meðal vinsælustu rithöfunda Dana um langa hrið. Vinsæll dansk myrtur í íbúð ■ Henni brá ekki lítið dönsku konunni Margit von der Recke, þegar hún kom til vinnu sinnar í Torremolinos á Costa del Sol á þriðja í páskum, Margit, sem komin er á eftirlaunaaldur, hafði tekið að sér ráðskonustarf hjá danska rithöfundinum vin- sæla Benny Aaholm og var nú að koma úr páskafríi. Það fyrsta, sem vakti athygli hennar, var heimiliskötturinn Pussy, sem alltaf hafði búið við mesta dálæti eiganda síns, enda algeng persóna í sögum hans. Núna hímdi Pussy vansæl, hor- uð og vanhirt úti undir vegg. Þegar Margit opnaði húsdyrnar, gaus á móti henni einhver tor- kennilegur þefur. Pegar inn í húsið kom, blasti við henni óhugnanleg sjón, sem útskýrði lyktina skrýtnu. Þar lá húsbóndi hennar, allsnakinn, utan hvað hann var vafinn níðsterku brúnu límbandi, eins og ntúmía.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.