NT - 03.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 12
■ Um síðustu helgi var hald- inn á Akureyri aðalfundur miðstjórnar Framsóknar- flokksins og mættu um 100 fulltrúar á fundinn á Hótel KEA. Þetta er í fyrsta skipti, sem miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins er haldinn fyr- ir utan Reykjavík og var al- menn ánægja með árangur þessarar tilraunar og eins með undirbúning heimamanna. Annað, sem vakti athygli var að konur settu mikinn svip á þinghaldið, enda hafa aldrei jafn margar konur setið í mið- stjórn flokksins. Konur voru um þriðjungur fundarmanna. Kvöldið áður en aðalfundur- inn hófst voru haldnir átta almennir stjórnmálafundir víðsvegar um Norðurland. Flestir fundanna voru vel sóttir. Á föstudagsmorguninn fóru þingmenn auk þeirra sem héldu ræður á stjórnmálafund- unum í heimsókn í nokkur fyrirtæki á Akureyri. Ferðin hófst í Mjólkursamlagi KEA en síðan var farið á cftirtalda Fimmtudagur 3. maí 1984 12 ■ Steingrímur Hermannsson flytur ræðu sína á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins um helgina. NT-myndir KÓL Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Háþróaður iðnaður njóti forgangs - Atvinnumálin í brennidepli • Stjórn flokksins endurkjörin m Konur mættu sterkar til leiks staði: Verksmiðjur SÍS á GIct- áreyrum, Útgerðarfélag Akur- eyringa, Slippstöðina og aðal- skrifstofur KEA. Steingrímur Hermannsson og nokkrir aðrir heimsóttu auk þess Mennta- skólann á Akureyri og ræddu við nemendur. Aðalfundurinn hófst með því að formaður, ritari og gjaldkeri flokksins héldu ræður, en sfðan voru almennar umræður. Á fundinum var sér- staklega fjallað um atvinnumál og lagt fram álit sem atvinnu- veganefnd flokksins hafði samið. Ýtarlega var rætt um álit nefndarinnar svo og álit þjóðmálanefndar SUF sem einnig var lagt fyrir fundinn. Hér á eftir verður gerð grein fyrir kosningum í ábyrgðastöð- ur flokksins, stjórnmálaálykt- uninni svo og þeim tillögum, sem samþykktar voru á fundin- um. Stjóm flokksins endurkjörin Steingrímur Hermannsson var endurkjörinn formaður Framsóknarllokksins á mið- stjórnarfundinum á Akureyri. Halldór Ásgrímsson var endurkjörinn varaformaður, Guðmundur Bjarnason var endurkjörinn ritari og Guð- mundur G. Þórarinsson var endurkjörinn gjaldkeri. Ragn- heiður Sveinbjörnsdóttir var endurkjörin vararitari og Sig- rún Magnúsdóttir var endur- kjörin varagjaldkeri. Á miðstjórnarfundinum var einnig kosið í framkvæmda- stjórn til næstu tólf mánaða. Nú sitja fjórar konur sem aðal- menn í framkvæmdastjórn og er það í fyrsta skipti sem svo margar konur eiga þar sæti. Þá er ein kona varamaður. Núverandi framkvæmda- stjórn er þannig skipuð: Steingrímur Hermannsson, Halldór Ásgrímsson, Guð- mundur Bjarnason, Finnur Ingólfsson, Dagbjört Hösk- uldsdóttir, Drífa Sigfúsdóttir, Erlendur Einarsson, Hákon Hákonarson, Jón Sveinsson, Niels Á. Lund, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Þorsteinn Ólafsson. Varamenn: Hákon Sigurgrímsson, Jónas Jónsson og Þóra Hjaltadóttir. Þá hefur Sigrún Sturludóttir, formaður Landssambands framsóknar- kvenna, seturétt og málfrelsi á fundum framkvæmdastjórnar- innar. Samþykktar tillögur Á fundinum voru afgreiddar eftirfarandi átta tillögur: 1. Um kísilmálverksmiðju á Reyðarfirði: „Miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins beinir þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að þeim viðræðum sem nú standa yfir við hugsanlega sam- starfsaðila vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Reyð- arfirði verði hraðað eftir föng- um þannig að niðurstöður liggi fyrir með haustinu og Alþingi geti þá tekið afstöðu til málsins.“ Samþykkt. 2. Um kjör í miðstjóm: „Aðalfundur framsóknar- félags V-Húnavatnssýslu, haldinn á Hvammstanga 16. nóv. 1983, vítir vinnubrögð þau, er höfð voru við kjör til miðstjórnar á síðasta flokks- þingi Framsóknarflokksins, þar sem fulltrúar flokksins úr Reykjavík og nágrenni höfðu samtök um, að ryðja fulltrúum landsbyggðarinnar úr mið- stjórninni. Umræddframkoma gefur tilefni til endurskoðunar á reglum um kjör í miðstjórn þannig að öllum kjördæmum verði tryggð lágmarks tala full- trúa í miðstjórn kosnum á flokksþingi eða á annan hátt. Tillaga þessi var samþykkt með atkvæðum allra fundar- manna.“ Vísað til laganefndar. 3. Um miðstjórnarfundi: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, haldinn á Akureyri 27.-29. apríl 1984, beinir því til framkvæmda- stjórnar að hún boði til a.m.k. eins miðstjórnarfundar á ári auk aðalfundar.“ Vísað til framkvæmda- stjórnar 4. Um flokksþing: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins skorar á framkvæmdastjórn flokksins að halda flokksþing árið 1985 eða ári fyrr en venja er.“ Vísað til framkvæmda- stjórnar. Utflutningsbætur á landbúnaðarvörur eftir Matthías Eggertsson ■ Fátt hefur verið meira til umræðu að undanförnu en „gatið“ á fjárlögunum. Þegar rætt hefur verið um hvar ríkis- sjóður getur sparað hafa margir nefnt fyrst að skera megi niður útflutningsbætur á landbúnað- arvörur. Gjarnan hefur fylgt þeirri sparnaðartillögu að frá- leitt sé að borga niður matinn í útlendinga á sama tíma og við greiðum dýrum dómum þær búvörur sem við neytum sjálf. Allmikill ókunnugleiki virðist ríkja meðal fólks á því fyrirbæri sem nefnist útflutningsbætur og eru þessi orð sett á blað til að reyna að bæta úr því. Fyrst er tii að taka að allir landsmenn, í bændastétt sem ■ Matthías Eggertsson. utan, eru án efa sammála um að vont er að greiða þurfi útflutn- ingsbætur með búvörum. Gott væri að geta verið án þeirra. Upphaflega eru þær ákveðnar árið 1959 til að ná saman endum við verðákvörðun í svokallaðri Sexmannanefnd milli neytenda og framlciðenda og tók þáver- andi landbúnaðarráðherra, Ing- ólfur Jónsson, ákvörðun um þær. Ágreiningurinn sem þá þuffti að leysa var um það hvort framleiðendum væri heimilt að hækka verð á búvörum sem seldar væru innanlands til að bæta upp halla á útflutningi búvara. Það er bannað en í staðinn lögfest að ríkissjóður greiddi allt að 10% af verðmæti búvöru í útflutningsbætur. Fyrstu árin var aðeins hluti af þessari heimild nýttur en hin síðari ár hefur hún oftast verið nýtt að fullu og jafnvel hefur það ekki dugað til, og jafnast þá mismunurinn á alla framleið- endur þeirrar vöru, sem ekki tekst að greiða að fullu, með svokölluðu verðjöfnunargjaldi. Um leið og ítrekað skal að best væri að ekki þyrfti að grciða útflutningsbætur er nauðsynlegt að vekja athygli á að það er grunnhyggin skýring á þeim að þær gegni ekki öðru hlutverki en að halda bændum uppi á atvinnubótavinnu og „gefa“ útlendingum fram- leiðsluvörur þeirra. Landbúnaður er undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar ásamt fiskveiðum, og sumum greinum iðnaðar. Hvert ársverk í þessum greinum skapar nokk- ur ársverk í úrvinnslu og þjón- ustu. Þannig má ætla að verð- mæti það sem bóndinn fær fyrir ull og gærur tífaldist við úr- vinnslu uns varan er seld úr landi. Allir þeir sem selja land- búnaði rekstrarvörur taka fullt fyrir sitt sem og allir þeir sem vinna úr afurðum þeirra. Ef þessi hringrás framleiðslu, úr- vinnslu og sölu nær ekki saman endum eru reikningar jafnaðir á launalið bóndans. Með fullri virðingu fyrir hlut- verki hárskera í þjóðfélaginu svo að dæmi sé tekið þá er það engin goðgá að benda á að hárið sem þeir klippa kemur engum að notum, gagnstætt ullinni af sauðkindinni. Það er athyglisvert og virðist vera alþjóðlegt fyrirbæri að undirstöðuatvinnuvegir eigi við meiri erfiðleika að stríða en aðrar atvinnugreinar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.