NT - 03.05.1984, Blaðsíða 17

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 17
Kínversk stúlka slær í gegn í bandarískum sjónvarpsþáttum - ekki þó í hlutverki gleðikonu, eins og " ' ' !M 11 ‘ P ' ■ Rosalind Chao heitir undurfögur stúlka, sem nú vekur athygli í banda- rískum sjónvarpsþáttum, sem ganga undir nafninu AfterMASH og eru trúlega arftakar Mash-þáttanna gömlu, en Alan Alda hefur loks gefist upp á að halda þeim úti, þó að lítið lát virðist vera orðið á vinsældum þeirra. Fegurð Rosalind er þó ekki í sama dúr og við eigum að venjast með kvenhetjur í slíkum þáttum. Hún er nefnilega af kínversku bergi brotin, þó að hún eigi að heita bandarísk í húð og hár, og gerir ekki hina minnstu tilraun til að leyna uppruna sínum. Fó var sú tíð að hún hefði fús selt sál sína til að líta öðru vísi út. - Ég hef alltaf verið mjög meðvit- andi um kynþáttamisrétti, segir hún. - F>egar ég var lítil, hefði ég allt viljað til vinna að vera ljóshærð og ég var búin að velja mér nafnið Sandy Miller. En pabbi og mamma töldu mér hughvarf og smám saman lærðist mér að vera stolt af því að vera kínversk. Rosalind skilur þó til fulls þá landa sína, sem láta verða af því að lita hár sitt og gera aðgerðir á andlitinu til að skásvipur augnanna verði hverfandi. Hún rak sig nefnilega fljótlega á það, þegar hún hóf að starfa í skemmt- anaiðnaðinum, að það var henni síður en svo til framdráttar að hafa lagt sig eftir að læra kínversku og ganga til fara í kínverskum fatnaði, sem hæfði útliti hennar svo vel. - í bandarískum kvikmyndum sést ekki kínversk stúlka, nema þá í hlutverki gleðikonu eða í einhvers konar Kung fu-mynd, segir hún. En Rosalind átti ekki einu sinni því láni að fagna að hreppa hlutverk götustúlkunnar sem selur blíðu sína. Einhverra hluta vegna þótti þeim, sem með völdin fara í þeim viðskiptum, hún ekki passa í slík hlutverk, hún væri alltof sakleysisleg til þess. Það varð því stór sigur fyrir hana, þegar hún fékk umrætt hlutverk í AfterMASH, en þar leikur hún ósköp venjulega kóreanska stúlku. Og hún hefur nú sýnt og sannað ágæti sitt sem leikkona. ■ Rosalind Chao er bráðfalleg stúlka, eins og sjá má. En sú var tíðin, að hún hefði allt viljað vinna til að vera Ijóshærð og falla betur inn í fjöldann. Nú er hún stolt af kínverskum upp- runa sínum og hefur m.a. lært kínversku. ur rithöfundur finnst sinni á Torremolinos Munni hans og öndunarfærum var vandlega lokað með þessu sama límbandi og reyndist þar dánarorsökin fundin, Benny Aaholm hafði kafnað. Staðfest var að líkið hafði legið þarna síðan á aðfaranótt skírdags. Fleira reyndist öðru vísi en vænta mátti í húsinu. T.d. hafði bútur af svörtu flaueli verið lagður ofan á líkið og sams konar efnisbútur fannst í körfu Pussy. Margit van der Recke gat staðfest, að þetta ætti ekki heima í húsinu. Spænska lög- reglan lætur sér því detta í hug, að einhvers konar helgi- athöfn hafi farið fram í sam- bandið við morðið. Benny Aa- holm var kynhverfur og er nú lögreglan að velta því fyrir sér, hvort þar sé að leita skýringar á morðinu. Benny Aaholm skrifaði að staðaldri sögur fyrir vikublöð þau, sem Aller-samsteypan gef- ur út, einkum þó Familie Journ- al, og Ude og Hjemme og Aller í Noregi. Auk þess hafa komið út eftir hann fjölmargar bækur og nýlega tók hann upp gamlan þráð, þegar hann hóf að gefa út Mánedens Roman að nýju. Hér áður fyrr skrifaði hann talsvert fyrir Hjemmet. ■ Nú nýlega hóf Benny aftur að gefa út Mánedens Roman. í bókunum eru frásagnir af kcttinum Pussy, sem nú er orð- inn húsbóndalaus og verður vafalaust lógað. Fimmtudagur 3. maí 1984 17 ■ Þó að Bette Midler þyki gaman að spranga um berbrjósta á sviðinu,segist hún þó verða ragari við það ■neð aldrinum, af augljósum ástæðum! „Það skemmtileg- asta sem ég geri er að hátta mig að ofan á sviðinu“ - segir Bette Midler, sem enn kemur á óvart! ■ Söngkonan Bette Mi- dler er síður en svo ókunn- ug nautnum ýmiss konar, og stundum heíur hún far- ið flatt á því að leita þcirra á miður hollan hátt. En nú þykist hún hafa fundið hina cinu og sönnu nautn og það sem betra er, það, sem vekur henni siíkan unað hefur ekki í för með sér miður heilnæm áhrif á líkama eða sál. Bette þyk- ir ekkert ánægjulegra um þessar mundir en að bcr- hátta sig að ofan, þegar hún kemst í verulcga góð- an ham á sviðinu. - En ég verð að vera komin í rétt skap áður cn ég fcr að fækka fötum. Ég verð að vera búin að fá þaðá tilfinningunaaðþetta sé í raun og vcru það, sem áheyrendur vilja að ég geri, segir hún. Bette segir upphafið að þessari sviðsframkomu megi rekja til þess, þegar hún hélt tónleika á Pall- adium í London fyrir nokkrum árum. - Þá sátu nokkrir gæjar á fyrsta bekk og héldu upp skilti, sem þeir höfðu skrifað á stórum stöfum: Sýndu okkur bollurnar þínar, Bette. Og ég gat ekki svikið þá, finnst ykkur það, segir hún í viðtali við breskt blað nýlega og bæt- ir því, að það hefði verið greinilegt að allir í salnum voru á sama máli. Sá, sem ekki var á sama máli hins vegar, var stjórnandi hennar. Hann löðrungaði Bettc, þegar hún kom' út af sviðinu eftir þess uppá- komu! Samt sem áður segist Bette hafa cndurtekið þetta vinsæla atriði sitt nokkrum sinnum sfðan. Hins vegar verði hún rag- ari viö það eftir því sem árin færast yfir hana og segir það auðskiiið mál. Þessar fatafellusýnignar eru ekki einu atriðin. sem söngkonan hefur kornið aðdáendum sínum í Bret- landi á óvart með. Einu sinni, þcgar átti að hafa við hana sjónvarpsviðtal, gerði hún sér lítið fyrir, hringaði sig á gólfinu og þóttist sofna um það leyti, sem viðmælandi hennar ætlaði að fara að ræða við hana. Og oft hefur hún þótt óþarflega hispurslaus í blaðaviðtölum. Henni vcrður t.d. tíðrætt um kynlíf og það á heldur annan hátt en öðrum fræg- um konum. Hún hefur t.d. lýst yfir því, að þó að hún sé ákafur dýrkandi kynlífs nú, hafi það ekki alltaf vcrið svo. - Ég missti ekki meydóminn fyrr en ég var 19 ára, því að siðprúðar stúlkur þá á dögum gerðu ekki svoleið- is. En ég man enn þann dag í dag, hvað ég varð fyrir miklurn vonbrigðum. Ég gat hreinlega ekki skilið, hversvegna vargert svona mikið veður út af svona ómerkilegum hlut, segir hún.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.