NT - 03.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 10
-1 Ifl Fimmtudagur 3. maí 1984 10 J IVI s na Pétur Sigurgeirs- son í Stafni Fæddur 10. nóv. 1896- Dáinn 23. mars 1984 Árið 1837 fluttust úr Mý- vatnssveit að Stafni í Reykjadal hjónin Sigurður Sigurðsson og Guðrún Tómasdóttir. Síðan eru 147 ár og hafa afkomendur þeirra búið þar fram á þennan dag. I daglegu tali er jörðin Stafn kennd til Reykjadals. Þar fremra er þó dalurinn aðeins drag eitt og langmestur hluti jarðarinnar er á Fljótsheiði í n. 1. 250 m. hæð yfir sjó. Sagt er að þegar Sigurður fluttist að Stafni hafi túnið gefið af sér eitt kýrfóður. Nú eru þar 6 lögbýli og samfelld tún ein hin stærstu í Suður-Þingeyjarsýslu. Eftir Sigurð og Guðrúnu tók við jörðinni sonur þeirra, • Tómas. Hann var kvæntur Ingi- björgu Jónsdóttur Sigurðssonar og konu hans, Elínar Davíðs- dóttur Indriðasonar. Þau bjuggu á Lundarbrekku í Bárð- ardal. Tómas og Ingibjörg í Stafni eignuðust fimmtán börn. Af þeim önduðust sjö á barnsaldri, en átta varð lengra lífs auðið, fimm systrum og þremur bræðrum. Systkinin frá Stafni voru skapríkt og fjölgáfað mann- kostafólk. Tvennt höfðu þau umfram mjög marga aðra: hneigð til söngs og handiðna. Þau höfðu öll góðar söngraddir. Systurnar voru hannyrðakonur og bræðurnir fjölhæfir smiðir. Eftir Tómas og Ingibjörgu tóku við jörðinni börn þeirra, Sigurgeir og Guðrún og bjuggu í tvíbvli. Guðrún giftist Páli Helga Jónssyni Einarssonar frá Jarls- stöðum í Bárðardal. Þau eign- uðust einn son sem andaðist í æsku, en tóku þá til fósturs frá sjö vikna aldri, Pál LI. Jónsson frá Mýri. Vorið 1927 hættu þau búskap og einn af sonum Sigur- geirs keypti þeirra hlut í Stafni. Sigurgeir kvæntist Kristínu Ingibjörgu Pétursdóttur Péturs- sonar Þorgrímssonar í Nesi í Aðaldal. Móðir Kristínar Ingi- bjargar var Hólmfríður Guð- mundsdóttir Jónssonar á Hömr- um Árnasonar „Eyjafjarðar- skálds“. Kristín og Sigurgeir eignuð- ust níu börn, eina dóttur sem andaðist kornung og átta syni. Þeir eru hér taldir í aldursröð: Jón, andaðist rúmlega tví- tugur. Pétur Sigurður, bóndi á Lundar- brekku í Bárðardal, kvæntur Marínu Baldursdóttur. Hún er látin. Tómas, bóndi á Miðhúsum og síðar á Reykhólum í Reyk- hólasveit, kvæntur Steinunni Hjálmarsdóttur. Helgi, bóndi og söðlasmiður í Stafni, kvæntur Jófríði Stef- ánsdóttur. Ingólfur, bóndi og bókbind- ari, kvæntur Bjargeyju Arn- grímsdóttur. Þau reistu nýbýlið Vallholt í Stafni. Hólmgeir, bóndi og smiður, kvæntur Kristínu Þorvaldsdótt- ur. Þau reistu nýbýlið Velli í Stafni. Ketill, bóndi og smiður í Innilegt þakklæti til allra, sem glöddu mig á 60 ára afmæli mínu, með gjöfum, blómum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Guöjón Einarsson t Jarðarför Halldórs Gunnlaugssonar cand. theol. og fv. hreppsstjóra Kiðjabergi, sem andaðist 24. apríl s.l„ fer fram frá Stóruborgarkirkju laugardaginn 5. maí kl. 14. Bílferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 12 og Árnesti, Selfossi kl. 13 sama dag. Systkinabörnin Faðir okkar Guðlaugur Gunnar Jónsson fyrrverandi pakkhúsmaður Vik i Mýrdal verður jarðsunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 5. maí kl. 2 e.h. Ferð verður frá BSÍ kl. 9 frá Fossnesti Selfossi kl. 10. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Börn hins látna Bróðir okkar Guðmundur Aðalsteinn Guðjónsson Syðri-Kvíhólma V-Eyjafjöllum verður jarðsunginn frá Ásólfskálakirkju laugardaginn 5. maí kl. 2 e.h. Blóm afbeðin. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd ættingja og vina, Systkinin. Stafni, kvæntur Aðalbjörgu Þorvaldsdóttur. Hann andaðist aðeins fjörutíu og þriggja ára. Sigurgeir Tómasson fæddist í Stafni 1860. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum en stundaði nám einn vetur við ungmenna- skólann á Hléskógum í Höfða- hverfi. Þar var þá skólastjóri og kennari Hermann Jónasson, þjóðkunnur gáfumaður og bún- aðarfrömuður. Þeir Sigurgeir voru systrasynir. Annarrar skólagöngu naut Sigurgeir ekki, en var sjálf- menntaður í besta lagi og at- orkumaður hinn mesti. Haft var á orði, að þegar hann fór af skólanum á Hléskógum, bar hann lítinn hefilbekk á bakinu heim í Stafn. Auk þess að vera góður bóndi var Sigurgeir smiður á tré og járn. Ljábakkar þeir sem hann smíðaði og setti á Ijáblöð voru nafntogaðir um héraðið. Hann var deildarstjóri Reyk- dæladeildar K.Þ. í fjölda ára á þeim tíma þegar vörupantanir, söfnun gjaldeyrisloforða og reikningshald félagsmanna við deildina - og um leið kaupfélag- ið var í höndum deildarstjóra. Jafnvel afgreiðsla sumra pönt- unarvara. Sem deildarstjóri átti hann sæti í fulltrúaráði K.Þ. Af þessu leiddi að heimilið í Stafni var eins konar bóklegur og verk- legur samvinnuskóli alls heimil- isfólksins. Þar voru aðalfundir deildarinnar og félagsblaðið, Ófeigur, var lesið upphátt á kvöldvökum. í hreppsnefnd Reykdæla- hrepps sat Sigurgeir í mörg ár. Hann andaðist árið 1939. Kristín Ingibjörg Pétursdóttir fæddist árið 1872. Hún var hin mesta ágætiskona á alla grein. Hún nam* einn vetur við Kvennaskólann á Laugalandi og naut þess náms alla ævi. Hún var bókhneigð og kunni mikið af þulum, barnagælum og ævin- týrum. Hún tók þátt í félagsmál- um kvenna og hélt tryggð við kvenfélagið í Reykjadal fram á gamalsaldur og sótti fundi þess um langan veg. Kristín í Stafni var hannyrða- kona og gegndi húsfreyjustöðu af hjartahlýju og þolgæði. Vinnudagur hennar var langur og strangur. Hún andaðist árið 1962 Synir þeirra Sigurgeirs og Kristínar settu ungir svip sinn á mannlífið í Stafni. Þeir voru allir manndómsmenn og hag- leiksmenn í fremstu röð. Heim- ilið var menningarheimili í þess orðs fyllstu merkingu. Bóka- kostur var mikill, bæði vegna þess að Sigurgeir keypti meira af nýútkomnum bókum en al- gengt var og lestrarfélag sveitar- innar var mikið notað. Kvöld- vökur með rímnakveðskap og þar sem einn las upphátt fyrir alla á meðan unnið var að handiðnum, voru þar langlífar og hinn ágætasti skóli fyrir stór- an ungmennahóp. Heimilið var til þess fallið að þroska ástund- un, áhuga og félagshyggju. Próf úr þeim heimilisskóla hafa þeir Stafnsbræður staðist með ágæt- um. Pétur Sigurgeirsson fæddist í Stafni 10. nóvember 1896. Hann ólst upp við mikla vinnu þar sem nauðsyn gaf engin grið. Lögskipaðrar barnafræðslu - farskólans - naut hann í æsku auk heimiliskennslu. Pétur stundaði nám við ung- lingaskólann á Breiðumýri og naut kennslu Arnórs Sigurjóns- sonar skólastjóra, og við Sam- vinnuskólann í Reykjavík. Þar kenndu þá, auk Jónasar Jóns- sonar skólastóra, Tryggvi Þór- hallsson og Héðinn Valdimars- son. Þegar hinn gjörfulegi hjarð- sveinn og handverksmaður af Fljótsheiði kom heim að skóla- vist í Reykjavík lokinni, hafði hann á sér heimsmanns yfir- bragð í klæðaburði og fasi og til vinstri á náttborði hans lágu bækur eftir breska hagspekinga og stjórnvitringa. Báðir skólarnir, Breiðumýr- arskólinn og Samvinnuskólinn höfðu djúpstæð áhrif á lífs- skoðanir og lífsviðhorf Péturs, án þess að rætur hans í uppeldi, erfðum og bændasamfélagi slitnuðu. Að skólavetrum hans frátöld- um vann hann að heimili for- eldra sinna við búfjárhirðingu, heyskap og auk þess mjög mikið að smíðum. Til dæmis smíðaði hann nokkrar spunavélar, kenndi notkun þeirra og vann við spuna á ýmsum heimilum. Ein var sú iðngrein sem sjald- an er getið, en Pétur og bræður hans stunduðu. Það var smíði skónála (fjaðranála), en þær voru þá enn í mikilli notkun. Man ég að þeir sátu kvöld eftir kvöld á vetrum og surfu og fægðu nálar á meðan lesið var upphátt í baðstofunni. Nálar þeirra fóru vítt um héraðið og þóttu öðrum slíkum nauðsynj- um betri. Nærri má geta hve þeir Stafnsfeðgar smíðuðu mikið af amboðum og klápum og er hér fátt eitt talið af smíðaiðnaði þeirra. Árið 1930 urðu tímamót í ævi Péturs Sigurgeirssonar. Þá keypti hann dráttarvél og til- heyrandi jarðvinnslutæki. Næstu tíu sumur vann hann samfellt frá því að klaka leysti og fram á haust að túnasléttum og landbroti til nýræktar, heima í Stafni og víðsvegar um hérað- ið. Vegna snyrtimennsku og vandvirkni þótti jarðvinnsla Péturs og frágangur á sáðslétt- um bera af. Var hann mjög eftirsóttur til þessara vanda- sömu verka. Það kom sjaldan til bilana á tækjum hans. Og alit fram að þessu og ef til vill enn, hefur dráttarvél hans verið gangfær og aflvélin er sú sama og í upphafi. Pétur Sigurgeirsson breytti meira yfirbragði margra sveita héraðs síns með jarðvinnslu sinni en flestir menn aðrir. Árið 1940 varð á ný breyting á högum Péturs. Það ár kvæntist hann Þórhöllu frá Víðum Ás- mundsdóttur Sigurgeirssonar og konu hans, Sigríðar Helgadótt- ur frá Hallbjarnarstöðum. Stofnuðu þau heimili í Stafni og hófu þar búskap. Þórhalla fæddist árið 1890. Hún hafði lært og stundað karl- mannafatasaum og var hin mesta myndar- og ágætiskona. Mjög fljótt eftir að hún giftist Pétri kenndi hún sjúkdóms sem varð banamein hennar. Hún andaðist eftir miklar þjáningar, 14. janúar 1945. Pétur hélt áfram búskap með aðstoð móður sinnar roskinnar og síðan í samvinnu við Ketil bróður sinn og að honum látnum, ekkju hans, en létsíðan öðrum í fjölskyldunni eftir jarð- næði sitt og hætti búskap. Eftir 1945 mun Pétur lítið hafa unnið með dráttarvél sinni utan Stafnshverfisins sem svo er nefnt, enda leið nú að því að aðrir í fjölskyldunni tækju við notkun hennar, þótt eigandinn væri ætíð hinn sami. Og vélin hélt áfram að vera bjargvættur í túnræktinni í Stafni og nýbýl- anna þar. Má heita að öll hin víðlendu tún hafi verið með henni unnin. Þótt Pétur yrði nú lausari við heimilið var hann þó enganveg- inn aðgerðalaus. Hann átti að vísu við heilsubrest að stríða það sem eftir var ævinnar. Það breytti ekki því að hann var boðinn og búinn til hjálpar hvar sem krafta hans var þörf og hann gat komið þeim við. Eink- um naut hans vitanlega heima í Stafnshverfinu, en einnig á mörgum öðrum heimilum. Hér verður þó einkum getið þjón- ustu hans við málefni er vörð- uðu samfélagið í víðara skiln- ingi. Ekki gat hjá því farið að svo mikill félagshyggjumaður sem Pétur var léti félagsmálum í té þjónustu sína. Á þeim árum sem hann var ungur maður, var byggðin í fram-Reykjadal og á Fljóts- heiði, samfélag að nokkru útaf fyrir sig. Þá voru þar mannmörg heimili og vel liðuð, einkum af ungu fólki. Það hafði ekki með sér fastmótaðan félagsskap. Þess þurfti ekki. Samhygð þess, náinn skyldleiki í heimilismenn- ingu, þörf til samfunda og skemmtana og mannval til for- ustu, nægði því til félagsmála. Skemmtisamkomur voru haldnar til skiptis á heimilunum og þó einkum þar sem húsrúm var mest. Þær voru tvær til þrjár á vetri. Skemmtiefni var heima- fengið: söngur, leiksýningar, upplestur og dans. Kynslóðabil var ekki til, þótt forustan væri í höndum hinna yngri. Þetta samfélag var kjörinn vettvangur fyrir mann eins og Pétur Sigurgeirsson. Einkum kom í hans hlut það sem til þjónustu heyrði við undirbún- ing skemmtifundanna. Hvers konar fyrirhöfn og erfiði var honum ekkert mál. Samfélagið þarna í framdaln- um og á heiðinni varð ekki til þess að fólkið þar léti hjá líða að taka þátt í u.m.f. „Efling" í Reykjadal, sem náði yfir alla sveitina. Miðstöð þess var í Þinghúsinu á Breiðumýri í miðj- um dal, þriggja klukkutíma gang frá Stafni. Það var þó ekki fyrr en eftir langa þátttöku í félaginu sem Pétur Sigurgeirs- son var kosinn í stjórn þess og varð gjaldkeri árum saman. Fjárhagur ungmennafélagsins var erfiður þegar hann tók við. En Pétur var réttur maður á réttum stað til þess að koma fjárhag þess í gott horf. Bjuggu forfeður okkar í sjónum? ■ Að undanförnu hafa þær raddir orðið sterkari meðal vísindamanna að forfeður mannsins hafi búið í hafinu um nokkurt skeið á þróunarferli sínum. Ýmsum hefur þótt sem hefð- bundnar kenningar um að maðurinn hafi haldið beint úr skógum út á slétturnar séu ófullnægjandi til að útskýra ýmis einkenni hans. Árið 1960 benti prófessor Alister Hardy lávarður þannig á að mannin- um svipaði að mörgu leyti til spendýra í hafi. Maðurinn hef- ur misst mikið af líkamshárum sínum, hann hefur fitulag und- ir skinninu, hann grætur og í kynferðismökum snúa maður og kona sér yfirleitt hvort að öðru. Þetta eru allt einkenni sem minna frekar á spendýr í hafi en landdýr og fleira mætti telja til. Fæstir vísindamenn vildu fallast á kenningar prófessors Alisters Hardys og töldu þær með öllu ólíklegar. Þær hafa samt ekki ennþá verið hraktar á óyggjandi hátt. Þvert á móti hefur ýmislegt komið fram sem rennir enn frekari stoðum und- ir þessar kenningar. I ritgerð, sem Derek Denton prófessor við Háskólann í Mel- bourne birti á síðasta ári er t.d. rakið hvernig maðurinn sker sig frá öðrum landdýrum í því að hann gerir sér á engan hátt grein fyrir saltþörf sinni. Flest önnur landdýr hungrar eftir salti ef saltinnihald líkama þeirra verður of lágt og þau mettast þegar þau hafa fengið nóg af salti. En maðurinn hefur enga tilfinningu fyrir því þótt hann vanti salt. Þess eru dæmi í þriðja heiminum að fólk hafi dáið úr sjúkdómum sem stöf- uðu af saltskorti á svæðum þar sem mikið var til af salti og í þróuðum iðnaðarlöndum er algengt að menn neyti 15 til 20 sinnum meira af salti daglega en líkaminn þarfnast þótt slíkt sé líklega óhollt. Við þetta bætist svo að maðurinn hefur þróað með sér kælikerfi þar sem sviti er notaður til að kæla líkamann í miklum hitum en við það missir líkaminn einmitt mikið salt. Engin apategund hefur notað svita á þennan hátt að neinu marki. Maðurinn virðist því hafa þróað þessa aðferð til hitakælingar með sér um svip- að leyti og hann missti hæfi- leikann til að skynja saltskort sinn en slíkt er mjög sérkenni- legt ef hann hefur verið land- dýr á þeim tíma. Hafi maður- inn hins vegar verið sjávardýr sem lifði við strendurnar þá er mjög skiljanlegt að hann hafi misst hæfileikann til að meta saltþörf sína því að þá hefur mikið saltmagn verið í flestum matartegundum hans og hann hefur ekki þurft að hræðast saltskort, heldur miklu frekar orðið að finna leiðir til að losa sig við umframsaltið í líkaman- um, þ.e. með svita. Enn hafa engir steingerving- ar fundist af forfeðrum manna sem sanna eða afsanna þessa kenningu en slíka steingerv- inga vantar með öllu frá tíma- bili sem byrjaði um það bil fyrir 8 milljónum ára og lauk fyrir um 4 milljónum ára. Þá var stór hluti Norðaustur-Af- ríku undir sjávarmáli en það er einmitt á þeim slóðum sem elstu steingervingar mannvera, sem talið er að séu forfeður okkar, hafa fundist. í búðum forfeðra mannsins hafa m.a. fundist leifar af skeldýrum sem sum hver lifa á það miklu dýpi að forfeður okkar hafa orðið að kafa lengi eftir þeim. Þetta bendir til þess að þá þegar hafi maðurinn liaft meira vald á öndun sinni en aðrar tegundir landdýra. En gott vald á öndun er einmitt

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.