NT - 03.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 3. maí 1984 24 Útlönd Oskur og svívirðingar Árangurslausar viðræður um Ólympíulið í Kóreu Kórca-Reutcr ■ Fundur fulltrúa frá Norður- og Suður-Kóreu um sameigin- legt Ólympíulið rann út í sand- inn um helgina eftir að fulltrúar frá báðum aðilum höfðu öskrað móðganir og níðyrði um ríkis- stjórn hins aðilans. Þetta var annar fundurinn, sem Norður- og Suður-Kóreu- menn halda um þá tillögu Norður-Kóreu að Kórea sendi sameiginlegt lið til Ólympíu- leikanna í Los Angeles í sumar. Fyrri fundurinn var lialdinn þann 9. apríl síðastliðinn. Þá hófst fundurinn á því að for- maður norður-kóresku sendi- nefnarinnar og formaður suður- kóresku sendinefndarinnar byrjuðu báðir samtímis á því að lesa inngangsræðu þar sem af- staða ríkisstjórnar þeirra kæmi fram. Þeir vildu hvorugir gefa sig og hækkuðu röddina þar til þeir öskruðu ræðustúfana hvor á annan. Þeim fundi lauk eftir aðeins þrjár klukkustundir með því að fulltrúar Norður-Kóreu gengu af fundi í mótmælaskyni við að Suður-Kóreumer.n heimtuðu að fá að ræða um sprengjutilræðið í Rangoon í október á síðasta ári þegar 17 háttsettir embættismenn í stjórn Suður-Kóreu létu lífið. Suður- Kóreumenn halda því fram að stjórnvöld í Norður-Kóreu hafi skipulagt tilræðið í Rangoon og krefjast þess að þau biðjist af- sökunar áður en samstarf á sviði íþrótta komi til greina. Noður- Kóreumenn neita þessum á- sökunum harðlega. Þeir segja að hlutverk samningamanna sinna sé aðeins að ræða samstarf á sviði íþrótta. Fundurinn var mjög svipaður fyrsta fundi þessara aðila um Ólympíusamstarfið nema hann stóð nokkuð lengur eða í fimm klukkustundir. Eftir þann tíma voru Norður-Kóreumenn og Suður-Kóreumenn samt engu nær samkomulagi. Hvorugur aðili hvikaði frá fyrri afstöðu sinni. Suður-Kóreumenn krefj- ast ennþá afsökunar frá Norður- Kóreumönnum á sprengjutil- ræði sem hinir síðarnefndu firra sig alla ábyrgð á. Það virðast því hverfandi lík- ur á því að Kóreumenn sendi sameiginlegt lið til Ólympíu- leikanna í ár hvað sem síðar kann að gerast í samskiptum þessara aðila. ■ AÐ LOKINNI heimsókn Reagans til Kína mun mega fullyrða, að hún breyti litlu um sambúð ríkjanna. Sambúðin er í nær sömu sporum og áður. Að vísu munu viðskipti eitt- hvað aukast og Kínverjar fá rýmri aðgang að bandarískri tækniþekkingu en áður, eink- um á sviði kjarnorkufram- leiðslu. Á öðrum sviðum helzt sambúðin óbreytt. Upphaflega mun Reagan hafa gert sér vonir um meiri árangur. Hann mun hafa gert sér vonir um meiri samstöðu Kína og Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum og að Kínverj- ar fengjust til að sætta sig betur við samband Bandaríkjanna við Taiwan. Hvorugt þetta fékkst fram og sennilega hefur Reagan tal- ið hyggilegast að ræða lítið um þetta. Sá ráðunautur hans, sem bezt þekkir til málefna Kína, Nixon fyrrv. forseti, réði ein- dregið frá því, að Reagan gerði þessi mál að einhverju höfuð- atriði. Ráð Nixons voru þau, að fyrst og fremst yrði rætt um efnahagslega samvinnu og Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Reagan brást nær aldrei kunnáttan frá Hollywood. Hér sést hann ræða við kínverska telpu. ár. Hafi hann verið orðinn þreyttur, sem ekki hefði verið óeðlilegt, tókst honum furðu- vel að leyna því. Hann virðist sæmilega búinn undir kosn- ingabaráttuna hvað heilsuna snertir. MEÐAL hörðustu íhalds- manna í Bandaríkjunum, sem Reagan náði aðaltilganginum með heimsókninni til Kína Hún varð góð auglýsing fyrir hann en heldur ekki meira bætta sambúð á þeim grund- velli. Hún yrði að koma fyrst. Tækist þetta sæmilega, gæti annað og meira fylgt í kjölfar- ið. Eftir þessu virðist Reagan hafa farið. Hann lét nær strax svo ummælt, að ekki myndu öll ágreiningsmál leysast í þess- ari ferð. Samt ætti sambúðin að geta batnað. A vissan hátt má segja, að ferðalag Reagans hafi betur skýrt það, sem stjórnum Bandaríkjanna og Kína ber á milli. Kína vill að Bandaríkin slíti tengslin við Taiwan. Bandaríkin eru andvíg því, a.m.k. að sinni. Bandaríkin vilja þó fá Kína í eins konar bandalag gegn Sovétríkj unum. Því hafnar Kína og vill hafa sjálfstæða óháða afstöðu og hvorki tengjast Bandaríkjun- um eða Sovétríkjunum, heldur eiga sæmilega sambúð við þau bæði. Þetta áréttuðu kínversk stjórnarvöld meðan Reagan dvaldist í Kína með því að tilkynna, að innan fárra daga væri von á einum varaforsætis- ráðherra Sovétríkjanna, Ivan Arkhipov, til Peking í boði kínversku stjórnarinnar. Ark- hipov, sem er 76 ára gamall, er efstur í valdastiganum þeirra Sovétmanna, sem hafa heim- sótt Kína síðustu 15 árin. ÞÓTT heimsókn Reagans til Kína breytti litlu um sam- búð ríkjanna, náði Reagan eigi að síður megintilgangi ferðarinnar. Hún var stórkost- leg persónuleg auglýsing fyrir hann í Bandaríkjunum. í för með Reagan frá Banda- ríkjunum voru um 600 manns. Þar var um að ræða embættis- menn úr ýmsum ráðuneytum, öfluga sveit lífvarða og þjón- ustuliðs forsetahjónanna, að blaðamönnum, Ijósmyndurum og tæknimönnum sjónvarps- stöðva ógleymdum. Banda- rískir fölmiðlar sendu á vett- vang um 250 manns, þegar taldir eru með þeir, sem voru með í förinni á vegum flokks repúblikana. Það má segja, að sjónvarps- vélarnar hafi hvílt á Reagan mestallan tímann frá því að hann hélt að heiman og þangað til hann kom heim aftur. Gamli Hollywoodleikarinn brást ekki í hlutverkinu. Vafasamt er hvort hann hafi nokkru sinni leikið betur. Ráðunautar hans eru ekki sízt sagðir ánægðir með frammistöðu hans. ■ Reagan kom við í Honolulu á leiðinni til Kína og lét taka þar mynd af sér svipaða þeirri af Maó, sem frægust hefur orðið. Kínversk stjórnarvöld hjálp- uðu líka til að gera þessar leiksýningar sem auðveldastar og áhrifamestar fyrir Reagan. Nær hvarvetna tók mikill mannfjöldi á móti honum. Kínverjar voru ekki síður í essinu sínu sem gestgjafar en Reagan í hlutverki gestsins. Á þennan hátt var heimsóknin góð auglýsing fyrir báða aðila. Samtals ræddi Reagan í 10 klukkustundir við helztu valdamenn Kína. Litlar fréttir hafa borizt af þessum við- ræðum. Þó hefur það hlerazt, að Kínverjarnir hafi lýst sig mjög ósammála stefnu Banda- ríkjanna í málefnum Mið- Ameríku og Austurlanda nær. Ef til vill hefur heimsóknin til Kína ekki haft minnst aug- lýsingagildi fyrir Reagan vegna þess, að ellin virðist hafa sett lítið mark á hann, þótt hann sé kominn á sjötugasta og fjórða hafa verið dyggustu stuðnings- menn Reagans, virtist ríkja nokkur kvíði í sambandi við heimsókn hans til Kína. Þeir óttuðust að hann kynni að gerast of leiðitamur við leið- toga Kínverja, og fá þannig á sig hálfgerðan kommúnista- stimpil. Einkum gæti þetta gerzt í sambandi við Taiwanmálið. Til þess að róa þá, hafði Reagan látið það kvisast út áður en hann fór að heiman, að hann hefði látið berast til Taiwanstjórnarinnar munn- lega orðsendingu þess efnis, að hann myndi ekki breyta neitt afstöðunni til Taiwan. Við það virðist hann hafa stað- ið og því munu hægri menn í Bandaríkjunum nú anda létt- ara. Af hálfu ráðunauta Reagans eru nú undirbúnarþrjármiklar sýningar, sem verða gott inn- legg í kosningabaráttuna. Hin fyrsta er ferð til Normandí í júní, en þá verða liðin 40 ár frá innrásinni í síðari heimsstyrj- öldinni. Önnur er til Los Ange- les í júlí, en þá á Reagan að opna Ólympíuleikana. I ágúst verður svo þing repúblikana í Dallas, en þar verður Reagan kjörinn frambjóðandi þeirra í forsetakosningunum. ■ Hægt verður að fímmfalda þyngd regnbogasilungs á næstu árum og auka þar með verulega eggjahvítuframleiðsluna í heim- inum. Myndin er af regnboga- silungi í Laxalóni, heldur smáum. Fiskur, fæða framtíðarinnar Hægt verður að fimmfalda þyngd regn- bogasilungs Ottawa-Reutcr ■ Kanadiskir líffræðingar hafa góðar vonir um að rækta risa-regnbogasilung sem þeir segja að muni verða aðalfæða manna í framtíðinni og breyta matarvenjum víða um heim. Tveir líffræðingar sem starfa við McMaster háskóla í Hamil- ton og eru sérfræðingar í að breyta genum, halda þvt' fram að með því að rækta regnboga- silung sem nær fimmfaldri þyngd stofnsins eins og hún er nú muni verða ný uppspretta eggjahvítuefna til manneidis. Um næstu aldamót verður mannkynið 30% fjölmennara en það er nú og fiskur verður fæða framtíðarinnar segja vís- indamennirnir. Þeir ætla sér að breyta vaxtarhormónum sil- ungsins og setja þau inn í frjóvguð hrogn og auka þannig vöxt fisksins fimm sinnum. Möguleikar eru á að risa- silungurinn verði orðinn að raunveruleika eftir þrjú ár. Kanadísku h'ffræðingarnir segjast vera hinir fyrstu sem dottið hafa niður á aðferð til að auka vöxt fisks með genatil- raunum og séu þeir í farar- broddi þessara rannsókna, en margar aðrar þjóðir eru einnig að gera svipaðar tilraunir, svo sem Japanir og í nokkrum löndum norðurálfu eru vísinda- menn að komast á sporið. Nixon boð- ið til Kína ■ Kínverska útvarpið sagði frá því að formaður Kommún- istaflokks Kína, Hu Yaobang, hefði boðið Nixon, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að heimsækja Kína á næsta ári. Kínverjar hafa haldið vin- samlegu sambandi við Nixon allt frá því að hann kom fyrst til Kína á meðan hann var ennþá forseti árið 1972 en sú heimsókn undirbjó jarðveginn fyrir það að Kínverjar og Bandaríkja- menn tækju upp stjórnmála- samband sín í milli. Nixon heimsótti Kína seinast fyrir tveimur árum. Án efa er tilkynning um boðið til Nixons birt nú til að minna Reagan á að það var Nixon sem var braut- ryðjandi bættra samskipta Bandaríkjanna og Kína. Kín- verjar gleyma ekki gömlum vin- um sínum þótt þeir missi em- bættÍSÍn. <Byg*t» Reuter)

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.