NT - 03.05.1984, Blaðsíða 19

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 19
ftalska Ijóðskáldið Giacomo Leopardi vissi um eldfjallið Heklu á íslandi ■ Halldór Þorsteinsson og Andrea Oddsteinsdóttir kona hans koma bæði fram í þættinum „Samtal náttúrunnar og íslendings“. ■ Samtal náttúrunnar og ís- lendings nefnist þáttur í útvarp- inu kl. 21.20. Þar segir Halldór Þorsteinsson tungumálakennari frá ítalska Ijóðskáldinu Gia- como Leopardi og les þýðingu sína á þætti eftir hann í óbundnu máli. Lesari með Halldóri er kona hans, Andrea Oddsteins- dóttir. Halldór sagði blaðmann.NT, er hann forvitnaðist um þennan þátt, að Leopardi, sem fæddist 1798, hefði verið lærður maður og vitað um ísland og m.a. að þar væri Hekla hin eldspúandi. - Leopardi er mjög frægt skáld, sagði Halldór og talinn eitt besta skáld ítala síðan Dante leið. Fyrst flytur Halldór smáer- indi um skáldið og kynnir það, en síðan kemur þáttur eftir Leopardi sem heitir „Samtal náttúrunnar og íslendings“. Hann er úr Operetti Morali eða „Siðspekiritum“ skáldsins, en þar í eru 25 þættir og þykir þessi þeirra merkastur og koma þar fram lífsskoðanir skáldsins. - Skáldið velur einhvern mjög fjarrænan mann - og því íslend- ing , segir Halldór. Þessi Islend- ingur er alltaf á flótta undan náttúrunni, en Leópardi heldur því fram að náttúran sé mönnum óvinveitt, svo sem sjá megi á öllum náttúruhamför- unum, svo sem eldgosum, flóðum, fellibyljum og slíku. „Þetta er dálítið furðulegt allt saman, en þó er endirinn sér- staklega furðulegur", sagði Halldór. Halldór tekur það fram að Leópardi hafi verið lærður mað- ur á þeirra tíma mælikvarða, og því vitað að ísland var iii, en hann hefur ekki verið vel heima í veðurfræðinni, því að hann lætur íslendinginn segja, - að það hafi ekki verið neitt vanda- mál að leita einverunnar á íslandi, - en að vetrarhörkurnar og þá ekki síður steikjandi sumarhitarnir hafi verið að gera út af við sig. í lokaorðum þáttarins segir Halldór Þorsteinsson frá því hvernig hann kynntist þessum þætti, en það var á mjög sér- stæðan hátt, sem hlustendur fá að kynnast í lok erindis Halldórs. Útvarp kl. 20.30: Unnur Sveinbjarnardóttir, einleikari á lágfiðlu: „Áskell Másson skrifaði Kon- sertinn sérstaklega fyrir mig“ ■ Unnur Sveinbjarnardóttir kom hingað til lands gagngert til að frumflytja Konsert eftir Áskel Másson. (NT-mynd Róbert) ■ A dagskrá útvarpsins fimm- tudaginn 3. maí kl. 20.30 eru tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói - fyrri hluti. Stjórnandi er Jean-Pierre Jacquillat. Fyrsta verk á tón- leikunum er Svíta nr. 5 eftir Johann Sebastian Bach, en síð- an kemur Konsert fyrir lágfiðlu og hljómsveit eftir Áskel Másson, og er það frumflutning- ur þess verks. Einleikari er Unnur Sveinbjarnardóttir. Kynnir á tónleikunum er Sig- urður Einarsson. Unnur Sveinbjarnardóttir er ■ Áskell Másson er höfundur Konserts fyrir lágfiðlu og hljóm- sveit sem frumfluttur er á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Is- lands á flmmtudagskvöid. nýkomin heim til Islands til að taka þátt í þessum tónleikum. í viðtali við hana kom fram að Áskell Másson hafði samið þennan konsert sérstaklega fyrir hana. Blaðamaður spurði Unni hvort ekki fylgdi því mikill spenningur að frumflytja verk. Hún svaraði: „Mér finnst verkið fallegt og líst mjög vel á þetta. Þetta er Konsert fyrir lágfiðlu og hljóm- sveit, sem höfundurinn skrifaði sérstaklega fyrir mig, og ég er mjög spennt að fá að frumflytja hann hér. Konsertinn er ekki mjög langur, svona 15-20 mínútur á að giska. Hann er tvær langar kadensur, en þó er verkið flutt samfleytt í einu lagi“. Að undanförnu hefur Unnur verið í sextett sem hefur verið í hljómleikaferð á Norður-Ítalíu. Sextettinn spilaði þar í nokkrum borgum. Fiðlarinn varSalvatore Accardo, og sagði Unnur að hann væri mjög þekktur og góður fiðluleikari. í maí sagðist Unnur far aftur til Ítalíu og ferðast þá um með fólki sem leikur kammermúsík. - Það verður fleira fólk í tónleikaferðinni nú en þegar sextettinn var á ferð, og leikur það bæði í kvartettum kvintett- um og tríói. Svo verður upptaka á Árstíðunum eftir Vivaldi - og ég er með í þeirri upptöku sagði Unnur. Það er Salvatore Accar- do sem er aðalmaðurinn við þær framkvæmdir. Unnur Sveinbjarnardóttir er búsett í Bamberg í Þýskalandi. Hún er gift þar og tveggja barna móðir. Maður hennar er li'ka tónlistarmaður. Hann spilar á fagott í Bamberger Synfonica. Unnur hefur líka spilað í Bam- berg og víðar í Þýskalandi og öðrum löndum. T.d. kom hún hingað til íslands í mars, og hún spilaði í London um sama leyti, - og þá verk eftir sama höfund og nú - Áskel Másson. Með henni spiluðu bæði íslendingar og Bretar. Unnur sagði að lokum: „Eg stoppa aðeins hér heima á fslandi nú í eina viku. Kom gagngert til að spila á tónleikun- um. Það er alltaf dásamlegt að koma heim til Islands og ég vonast til að koma aftur í júnímánuði og þá á listahátíð". ■ Á þessari mynd frá upptöku í stúdíó Rásar 2 sjáum við tvo af „morgunhönunum“, þá Jón Ólafsson (t.v.) og Pál Þorsteinsson (t.h.) en Ásgeir Tómasson sem er sá þriðji var ekki með á þessari mynd. Arnþrúður Karlsdóttir situr á milli þeirra Jóns og Páls, en bak við situr Guðlaugur Guðjónsson hljóðmeistari. Glatt á hjalla á Rás 2 á morgnana í dagskrá Rásar 2 á fimmtu- dag byrja morgunmennirnir Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. Þeir eru þekkt- ir fyrir létt spjall og hressa músík, svo áreiðanlega eru mörg eyru sperrt þegar þeir korna með sinn „Morgunþátt". Á mörgum vinnustöðum er „svissað yfir á" Rás 2 þegar hún er inni. Við spurðumst fyrir á einum fjölmennum vinnustað, þar sem talsverður hávaði er að öllu jöfnu, hvort fólk gæti notið þess að hluta á tal og tóna við þær aðstæður. Svarið var: „Sei, sei, já já, við heyrum lögin alveg í gegnum hávaðann, - og þó maður missi af eins og einum brandara, - þá kemur fljóílega annar hjá strákunum.þeir eru svo bráðhressir!" Útvarp kl. 11. Ég man þá tíð vinsæll þáttur ■ Þáttur Hermanns Ragnars Stefánssonar „Ég man þá tíð“ var upphaflega einkum ætlaður eldra fólki. Því var boðið að skrifa eða hringja og panta sér óskalög. Það fyrirkomulag er enn á þættinum, - en við höfum sann- frétt að það sé ekki einungis eldra fólkið sem hlustar á þáttinn „Eg man þá tíð“, heldur sé hann mjög vinsæll hjá fólki á öllum aldri. Yfirleitt eru það ekki nema fallegustu og bestu lögin frá fyrri tíma sem fólk biður um sem sín uppáhaldslög, og þau eru svo sannarlega gjald- geng enn í dag. ■ Hermann Ragnar Stefánsson fær mörg bréf þessa dagana, því að margir vilja heyra lög frá liðnum árum. Fimmtudagur 3. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi S.OOFréttir. 8.15 Veðurfregnir Morgunorð - Magnús Guðjónsson talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifaparadansinn“ eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (6) 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tón- leikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustuar. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Eg man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Blandað geði við Borgfirðinga Umsjón: Bragi Þórðarson. 12.00 Dagskrá. Tónieikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45'Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarnar Egilssonar; seinni hluti Þorsteinn Hannesson les (16). 14.30 Á frívaktinni Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Barry Tuck- well og Vladimir Ashkenazy leika Adagio og allegro i As-dúr fyrir horn og píanó op. 70 eftir Robert Schu- mann / Yehudi Menuhin, Robert Masters, Ernst Wallfisch, Cecil Aro- novitsj, Maurice Gendron og Derek Simpson leika Sextett nr. 2 i G-dúr op. 36 eftir Johannes Brahms. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Ja- kobssyni 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurlregnir. Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Dag- legt mál. Siguröur Jónsson talar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Mar- grét Ólafsdóttir og Jórunn Sigurðar- dóttir. 20.00 Halló krakkar! Stjórnandi: Gunnvör Braga Aðstoðarmaður: Irpa Sjöfn Gestsdóttir 20.30 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveltar íslands í Háskólabíói; fyrri hluti Stiómandi: Jean-Pierre Jacquillat. Einleikari Unnur Svein- bjarnardóttir. a. Svíta nr. 5 eftir Johann Sebastian Bach. b. Konsert fyrir lágfiðlu og hljómsveit eftir Áskel Másson. (Frumflutningur). - Kynnir: Sigurður Einarsson 21.20 Samtal náttúrunnar og íslend- ings Halldór Þorsteinsson segir frá ítalska Ijóðskáldinu Giacomo Leo- pardi og les þýðingu sina á þætti eftir hann í óbundnu máli. Lesari ásamt Halldóri: Andrea Oddsteins- dóttir 21.50 „Kiss me Kate“ eftir Cole Port- er Kathryn Grayson, Howard Keel o.fl. syngja lög úr söngleiknum með kór og hljómsveit; André Previn stj. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Reikistjarnan Marz Gerður Steinþórsdóttir les erindi eftir Stein- þór Sigurðsson stjörnufræðing. 23.05 Síðkvöld meö Gylfa Baldurs- syni 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 3. maí 10.00-12.00 MorgunþátturStjórnend- ur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tóm- asson og Jón Ólafsson. 14.00-16.00 Eftir tvö Stjórnendur: Jón Axel Ólafsson og Pétur Steinn Guðmundsson. 16.00-17.00 Jóreykur að vestan", umsjónarmaður Einar Gunnar Ein- arsson kemur í stað „Rokkrásar- innar", sem auglýst var á þeim tíma. Föstudagur 4. maí 19.35 Tónlistarskólinn bresk teikni- mynd. 19.45 Fréttir á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.45 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynnir Bima Hrólfs- dóttir. 20.55 Dire Straits Stuttur dægurlaga- þáttur með hljómsveitinni „Dire Straifs" sem leikur tvö lög. 21.15 Paradís samkvæmt tllskipun Þýsk heimildamynd frá Norður- Kóreu sem lýsir landi og þjóð og þá skki sist þjóðskipulaginu en það er reist á kennisetningum kommúnis- mans. Þýðandi Veturliði Guðnason. Þulur Bogi Arnar Finnbogason. 22.00 Besti maðurinn (The Best Man) Bandarísk bíómynd frá 1964. Leikstjóri Franklin Schaffner. Aðal- hlutverk: Henry Fonda, Cliff Robert- son, Lee Tracy, Shelley Berman og Mahalia Jachson. Tveir stjórnmálamenn kepþa um útnefningu til framboðs í forseta- kosningum i Bandaríkjunum. Stuðningur ríkjandi forseta er þeim mikið keppikefli og gripur annar frambjóðandinn til örþrifaráða til að öðlast hann. Þýðandi Guðbrandur Gíslason. 23.40Fréttir i dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.