NT - 03.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 03.05.1984, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 3. maí 1984 ndur tasvffi m Notið reynslu atvinnubifreiðarstjóranna! Leigubifreiðarstjóri skrifar: ■ „Það er altalað að margt þurfi að bæta í umferðar- menningunni í Reykjavík og ég ætla ekki að fara að telja það upp hérna, svo margt er það sem við bílstjórar sjáum á akstri ókkaf um borgina, sumt oft sama daginn. Hverig væri að Umferðarráð kallaði saman nokkra áhuga- menn úr okkar hópi og safnaði saman ábendingum okkar um það sem við teljum vera athuga- vert? Ég og fjöldi leigubílstjóra værum tilbúnir að mæta á fund um þetta efni hvenær sem er. Ég held að sú reynsla sem notunTen'^einhverjar tölögur " ”Við tel-'um að reynsla atvinnubí,s‘j«ra sé ólygnust“, segir leigubifreiðastjórinn frá hinum og þessum embættis- drögum ekki í efa að þeir menn atvinnubílstjóra sé ólygnust. Áhugamenn í okkar hópi eru og skrifstofumönnum, þótt við vilji vel. Við teljum að reynsla Hví ekki að nota hana? tilbúnir, það er engin vafi.“ Brjótið ekki flöskuráum- ferðargötum Björn Jóhannesson, skrifar: ■ Sunnudaginn 29. apríl gekk ég að heiman klukkan sjö að morgni í góðu veðri. Leiðin lá frá Barónsstíg, gegnum Norður- mýrina, upp Skipholt og niður í Túnin. Pvílíka hauga af brotn- um flöskum á götum og gang- stéttum hef ég aldrei áður séð. Þetta þekkist hvorki í Evrópu né Ameríku, enda liggja sektir við slfkri umgengni. En hvað með þá sem gera þetta? Þeirra siðgæði er ekki upp á marga fiska. Það er engin afsökun að koma svona fram þó hlutaðeigendur hafi verið undir áhrifum áfengis, og hugsið ykkur hættuna sem börnum stafar af þessum glerbrotum. Ég verð að segja eins og er að ég undrast að bifreiðastjórar skuli ekki bíða stórtjón vegna þessa í sambandi við dekkin. Síðast en ekki síst kostar stórfé að þrífa þennan ófögnuð upp, sem kem- ur fram í auknum álögum hins opinbera. í sumar má búast við því að margir útlendingar verði hér á ferð og verði vitni að þessum ósóma, og beri söguna 'heim. Eða hvernig getum við ætlast til þess að útlendingar gangi vel og snyrtilega um landið, ef við gerum það ekki sjálf? ■ Breiðholtsbúinn segir að það taki sig á aðra klukkustund að komast til vinnu sinnar í strætisvögnum úr Seljahverfi í miðbæ Kópavogs. „Við búum nú í Reykjavík en ekki Tokýó.“ ■ „Besta leikrit sem við höfum séð lengi“, segja tvær vondar um sjónvarpsleikritið „IV1atreiðslunámskeiðið.“ Fyrirspurn til forráðamanna S.V.R. og S.V.K: Hvers vegna eru engar samgöngur milli Kópa- vogs og Breiðholts? ■ Lengi hefur mig langað að spyrja forráðamenn þeirra hjá SVR og SVK að dálitlum hlut. Satt að segja er ég furðu lostin Vantar dagskrá skemmtistadanna og íslendingaþætti Hallgrímur Pctursson hringdi: ■ Hann sagði að sér fyndist vanta dagskrá skemmtistaðanna í Reykjavík í blaðið, hvað væri um að vera á hverjum stað um helgar, hver hljómsveitin væri og svo framvegis. Hann taldi að ef blaðið ætti að ná tilgangi stnum ætti það að geta notast fólki algerlega og það þyrfti ekki annað blað til að fletta upp á svona atriðum. Hann sagðist einnig vera óhress með það fyrirkomulag að selja íslendingaþættina í sérstakri ákrift. Hallgríniur sagðist að lokum hafa keypt Tímann í 20 ár og alltaf talið hann vera besta blað- ið vegna þess að það sinnti landsbyggðarfréttum vel, og sagðist vona að svo yrði áfram með NT. vegna þess að þetta skuli ekki hafa verið rætt meira, þar sem ég trúi ekki að þetta snerti ekki fleiri en mig. Það er a.m.k. mjög ótrúlegt. Spurningin er þessi: Hvernig stendur á því að það eru engar samgöngur á milli Breiðholtsins og Kópavogs? Ég vinn sjálf í verslun í miðbænum í Kópavogi, en bý við Seljabraut í Breiðholti II. Ég flutti í Breiðholtið fyrir tveimur árum og tann i Dyrjun ekki svo mikið fyrir þessu sam- gönguleysi, þar sem ég átti þá minn eigin bíl. Mínir hagir hafa aftur á móti breyst síðan og nú hef ég ekki bíl til umráða. Ég á því ekki annars úrkosta en taka leið 11 niður á Hlemm og fara í Kópavogs-strætó þar. Það er nú ansi hart, því þannig er ég á aðra klukkustund í vinnuna. Við búum nú í Reykjavík en ekki Tokýó, þar sem þetta þætti kannske sjálfsagt. Þetta hefur annars orðið til þess að ég tek stundum leigubíl, en það er nokkuð dýr ferðamáti fyrir mig. Nú á víst að fara að breyta leiðakerfinu. Má ég eiga von á lagfæringu? Forráðamenn SVR og SVK. í guðs bænum svarið þessu. Örugglega vilja fleiri vita þetta. Breiðholtsbúi Til_________ lesenda Þeir sem vilja koma skoðunum og fyrir- spurnum sínum á framfæri í þættinum „Lesendur hafa orðið“, eru beðnir um að hringja á ritstjórn NT milli kl. 14-15 á virkum dögum, eða senda bréf merkt: Ritstjórn NT, lesendabréf, Síðumúla 15, Reykjavík. góð páskaupplyfting ■ Okkur þykja undarleg öll þessi neikvæðu skrif, sem les- endur hafa verið að krota fyrir lesendadálka undanfarið um leikritið Matreiðslunámskeiðið. Þetta er það besta íslenska leikrit, sem við höfum séð lengi í íslenska sjónvarpinu. Það voru gestir hjá okkur þetta kvöld og við getum sagt alveg eins og er að allir hreinlega grenjuðu af hlátri. Þetta var góð páskaupplyfting hjá Kjartani og við vonum að sjónvarpið haldi áfram að sýna leikrit svipuð þessu. Það er annað en þessi leikrit sem eiga að vera hrein list eins og Ólafur liljurós og Blóðrautt sólarlag, sem sýnd hafa verið í sjónvarp- inu og var varla horfandi á. Að lokum vil ég þakka fyrir Nikulás Nickleby, en það er það besta, sem hefur verið sýnt í sjónvarpinu lengi. Tvær vondar

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.