NT - 21.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 4
ta Mánudagur 21. maí 1984 Árleg vorverk Háskólaráðs: Fimm háskóladeildir vildu takmarka aðgang ■ Á síðasta fundi Háskólaráðs, voru samþykktar í Há- skólaráði fjöldatak- markanir í þrem deild- um Háskólans, lækna- deild, tannlæknadeild og sjúkraþjálfun. Að auki lágu fyrir beiðni lyfjafræði-lyfsala um að takmarka fjölda stúdenta inn á fyrsta ár og tilmæli verkfræði- og raunvísindadeildar um inntökuskilyrði í deildina. í læknadeild munu 36 stúd- éntar fara upp á annaö ár, eins og vcrið hefur, og í sjúkraþjálf- un fara átján nemendur inn á fyrsta ár. Tannlæknadeild óskaði hins- vegar, að þessu sinni eftir hert- um fjöldatakmörkunum en Há- skólaráð varð ekki við þeirri beiðni. Hinsvegarkom upp hug- mynd þess efnis, að gerð verði ítarleg úttekt á tannlæknadeild og aðbúnaði þar. Er allt útlit fyrir að stúdentar muni beita sér fyrir því máli. Afgreiðslu á lyfjafræði-lyfsala var frestað að beiðni stúdenta og nefnd stofnuð til að kanna nánar aöstæður í deildinni, einkum varöandi verklega þjálf- un stikienta. Erindi verkfræði- og raun- vísindadeildar um inntökuskil- yrði var liins vegar hafnað. Verkfræði- og raunvísindadeild mun þó hingað til hafa vísað öðrum stúdentum en raun- greinastúdentum í ákveðin raungreinanámskeið við Menntaskólann við Hamrahlíð, án heimildar í lögum eða reglu- gerðum háskólans. Það ákvæði í háskólalögum er varðar inn- tökuskilyrði í verkfræði- og raunv/sindadeild var fellt niður fyrir u.þ.b. fimm árum. For- ráðamönnum deildarinnar mun hins vegar ekki hafa verið kunn- ugt um það svo þeir héldu áfram að taka inn í deildina samkvæmt því ákvæði, eftir sem áður. Loks lagði Háskólaráð bless- un sína yfir það að tekin yrði Mútur frá Alusuisse? ■ Jóhannes Nordal er álíka stór í þjóðlífinu og Esjan er í landslagi Reykvíkinga. Það kemur því ekki á óvart að starfsfélagar hans í stjórnum Landsvirkjunar og Seðlabanka sáu ástæðu til að gleðja hann á sextugsafmælinu. Það er enda góður siður og algengur á vinnustöðum að rnenn leggi saman í gjöf til félaga sinna á merkum tímamótum i lífi þeirra. Sá háttur þeirra stjórnar- manna, að láta opinbera sjóði þessara fyrirtækja fólksins í landinu greiða fyrir makalaust ólióf vcgna afmælis þessa er hins vegar reginhneyksli. Er það að vonum að margir ganga nú berserksgang vegna máls þessa. Stjórn Seðlabankans hefur svo lcngi storkað almtnnings- álitinu með vafasömum gjörð- um sínum að menn verða al- mennt örmagna þegar á þau mál er minnst. Enginn í land- inu vill byggja ofvaxna höll utanum Seðlabankann, enginn sér þörfina fyrir hana, og eng- inn skilur að fjármunir geti verið aflögu í kreppunni til slíks verkefnis. Samt rís bygg- ing þessi á nóttu jafnt sem degi. Ætla mætti aö guðirnir einir gætu gert svo mikið í óþökk almennings. Það er ef til vill dæmigert, að fræg skýring Jóhannesar Nor- dal á fjármögnun þessa ævin- týris var nánast yfirnáttúruleg. Hann sagði í sjónvarpi að „sjóðir hefðu orðið til i bank- anum“ og þess vegna kæmi þessi framkvæmd ekki niður á öðrum sviðum efnahagslífsins. Það er nýrra að menn taka nú að efast um ágæti sumra verka stjórnar Landsvirkjun- ar. Yfirgengilegt bruðl þeirra í „Gjafamálinu" vekur ýmsar spurningar.enfleira kcmurtil. Nýlega kom fram í verð- könnun sem sjónvarpið RUV lét gera á Norðurlöndum, að orkuverð heimilanna cr langt- um hærra á íslandi en í löndum þessum. Það er jafnvel helm- ingi hærra hér en í Danmörku ' og eiga Danir þó nánast cngar orkulindir, heldur flytja þeir inn megnið af þeirri orku er þeir nota. upp ný kennslugrein við Há- skólann. Beindi Háskólaráð þeim tilmælum til viðskipta- deildar verkfræði- og raunvís- indadeildar að óska eftir fjár- veitingum í því skyni að kennsla í útvegsfræðum geti hafist haustið ’85. ■ Matthías Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra ávarpar nemendur og kennara Þroskaþjálfaskólans við hátíðlega athöfn þar í vikunni þegar nýtt húsnæði skólans var tekið í notkun. NT-mynd Arni Sæberg Þroskaþjálfaskóli íslands: Nýtt húsnæði vígt og 24 útskrifaðir ■ I síðustu viku tók Þroska- þjálfaskóli íslands nýtt húsnæði að Skipholti 31 í notkun við hátíölega athöfn. Við sania tækifæri voru útskrifaðir 24 þroskaþjálfar frá skólanum. Hinir nýbökuðu þroskaþjálfar halda síðan til Boston innan skamms á vegum skólans þar sem skoðaðar verða stofnanir fyrir þroskahefta þar ytra. Námstími við Þroskaþjálfa- skólann er þrír vetur og skiptist hvert námsár í bóklega og verk- lega önn. Nemendur við skól- ann voru síðastliðinn vetur 67 talsins en kennarar ásamt gest- afyrirlesurum 40. Skólastjóri skólans er Bryndís Víglunds- dóttir en yfirkennari Þórey Kol- Heilbrigðis- og tryggingamála- beins. Skólinn lýtur yfirstjórn ráðuneytisins. EKKIVIST AÐ LUXEM- BURG NOTI HEIMILDINA Hvernig má það þá vera að íslensku heimilin sem eiga gnægð virkjaðra fallvatna af bestu gcrð þurfa að greiða svo miklu meira fyrir orkuna en Danir? Er ekki tímabært að stjórn Landsvirkjunar skýri opinberlega hvernig á þessu stendur? Menn fýsir að vita hvað Landsvirkjun hefur gert úr draumi Einars Benedikts- sonar skálds - og þjóðarinnar allrar - um auölegð úr fall- vötnununi. í leiðinni mætti korna með haldbærar skýringar á því hvers ve'gna Alusuisse kemst upp með að greiða hér rétt um helming af gangverði raforku í áliðnaði í heiminum. Á þessu kunna að vera einhverjar eðli- legar skýringar. Ef svo er, þá hljóta þærað þola dagsins Ijós. Sá þráláti orðrómur gengur nú í landinu að fulltrúar ÍSAL, sem algerlega er í eigu fjöl- þjóðafyrirtækisins Alusuisse, hafi líkt og Landsvirkjun og Seðlabanki heiðrað Jóhannes Nordal veglega á téðu afmæli hans. Spyrja menn þá, hvort það geti taiist eðlilegt að svo háttséttur og áhrifamikill emb- ættismaður íslenska ríkisins, sern skiptir hagsmuni Alus- uisse mjögmiklu, þiggi afþeim eða þeirra fulltrúum gjafir? Fjölþjóðafyrirtæki sem eiga viðskipti við ríkisstjórnir stunda það víða að bera gjafir og mútur á áhrifamenn, til að korna ár sinni vel fyrir borð og kaupa sér velvild. Þar sent slíki er hægt reynist það þess- um fyrirtækjum oftlega hin mesta búbót. Þess vegna þyrfti ekki að koma á óvart þó þessi leið væri reynd hér á landi. í siðuðum lýðræðislöndum gilda víðast reglur er banna embættis- og stjórnmála- mönnum að þiggja gjafir frá viðskipta- eða hagsmunaaðil- um sem þeir fást við í starfi sínu. Markrriiðið er að sjálf- sögðu það, að hindra óeðlileg áhrif þessara fyrirtækja á við- semjendur sína, og fulltrúa framkvæmda- og löggjafar- valds sem vernda eiga hags- muni þjóðarinnar gagnvart slíkum sérhagsmunum. Hér er tímabært að setja slík lög. Oft berast fréttir af misferl- um á þessu sviði á nágranna- löndunum. Mörg og fræg dæmi eru frá Bandaríkjunum um að háttsettir embættis- eðastjórn- málamenn hafi orðið að gera hreint fyrir dyrum sínum, eða víkja úr starfi, vegna þannig mála. Ef orðrómur, eins og sá er nú heyrist hér á landi, væri á kreiki í Bandaríkjunum yrði samstundis úr honuni stórmál sem krafist yrði skýringa á. Hér er ekki lagður dómur á hvort viðkomandi orðrómur styðst við viðreyndir eða hug- arflugið eitt. Álvara málsins og sú staðreynd að orðrómur er á kreiki ættu að vera ærnar ástæður til að viðkomandi aðil- ar geri hreint fyrir dyrum sínum. Skuggi - til beins áætlunar- flugs til Bandaríkjanna ■ „Þó að í svona loftferða- samningi eins og verið er að gera á milli Bandaríkjanna og Luxeniburgarmanna felist heimild til að hefja beint áætlun- arflug héðan til Bandaríkjanna er ekki þar með sagt að sú heimild verði nýtt. Ég veit að minnsta kosti ekki til að neitt flugfélag hér liafi sýnt áætlun- arflugi til Bandaríkjanna áhuga," sagði Jóhannes Einars- son, einn framkvæmdastjór- anna hjá Cargolux, þegar NT innti hann eftir því hvort líklegt væri að flugfélag í Luxemburg myndi hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna í samkeppni við Flugleiðir í kjölfar loftferða- samninganna, sem NT greindi frá í gær. „Eg geri hins vegar ráð fyrir því að Cargolux verði í kjöífar þessa samnings útnefnt til að fljúga með fragt eins og við reyndar höfum verið að gera undanfarið," sagði Jóhannes. Hann sagðist telja mjög ólík- legt að flugfélag í Luxemburg myndi hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna á næstu árum. Hins vegar hefði bandaríska tlugfélagið „Peoples Express" lýst því yfir opinberlega að það vildi hefja áætlunarfiug milli Bandaríkjanna og Luxemburg- ar og í kjölfar þessara samninga yrði því heimilt að hefja það ef flugleyfi fengist frá flugmála- yfirvöldum í Bandaríkjunum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.