NT - 21.05.1984, Blaðsíða 17
Mánudagur 21. maí 1984 17
Nýi bíllinn frá Citroen — BXinn - svo ólíkur öllum öðrum bílum, að þú þarft að prófa hann til þess
að finna muninn. Þess vegna fengum við fjóra kröfuharða íslenska ökumenn til þess að
reynsluaka BXinum. Hver og einn fékk bílinn til frjálsra afnota í eina viku og gaf að því loknu
gagnrýna umsögn um reynslu sína. Niðurstöðurnar komu okkur ekkert á óvart, því þær staðfestu
hinar frábæru viðtökur,sem bíllinn hefur fengið erlendis.
BXinn kom ökumönnunum fjórum hins vegar verulega á óvart. Þrírþeirra höfðu aldrei átt Citroén,
þekktu hann aðeins afafspurn og höfðu ekki sérlega mikið álit á tegundinni. Ein vika með BX gjörbreytti
viðhorfi þeirra. Sá fjórði, sem átt hefur fjóra Citroén-bíla, var ekki síður hrifinn.Hann taldi BXinn
einkum hafa þrennt umfram aðra Citroén-bíla: feykilega gott viðbragð, óaðfinnanlegan frágang
og hvað hann eróvenjulega hljóðlátur.
Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Lesbókar Morgunblaðsins og
„atvinnumaður" íreynsluakstri, er ekkiallsókunnur Citroén. Hann hefuráttþrjá
DS (þessa stóru, mjúku) og einn GS. Að auki hafði hann reynsluekið BX í
Frakklandi: „BXinn hefur þrennt umfram aðra Citroén-bíla: Viðbragðið er það
langbesta - feykilega gott, frágangurinn, sem lengi var veikur punktur, er nú
óaðfinnanlegurog bíllinn ermiklu hljóðlátari en aðrir Citroén. Sætin eru ein þau
bestu sem til eru, bremsurnar mjög góðar og vökvafjöðrunin ugglaust með því
besta sem hægt er að finna í nokkrum bíl. Hann er ekki bara einstaklega
þægilegur í akstri, það erlíka skemmtilegtað keyra hann. Hann liggur vel, vinnur
velog fjaðrarvel. Gírskiptingin erafturá móti veikasti punkturinn, -ónákvæm.
Svo er mælaborðið auðvitað alltaf sér á parti, en það venst vel. "
Gerður Pálmadóttir, kjarnorkukona, sem rekur Flóna á Vesturgötunni og
Sólskríkjuna við Lindargötu, er þekkt fyrir allt annað en að sitja aðgerðarlaus.
Hún notar bílinn sinn mikið en hugsar lítið og illa um hann: „ BXinn er meiriháttar,
en það er voðalegur tímaþjófurað eiga svona bíl því það ersvo gaman að vera
úti að keyra. Hann er súper lipur í bænum og það er ótrúlega mikið pláss í
honum þegarsætið er lagt niður. Sætin eru reyndarþau bestu sem hægt er að
fá og frágangur er miklu betri en í öðrum frönskum bílum sem ég þekki. Það
er eiginlega enginn galli á bílnum nema að þurfá-að slökkva á stefnuljósunum
og svo er krafturinn óþægilega mikill fyrir löghlýðna hórgara. Mér fannst ég vera
besta gjaforð í bænum í BXinum og væri trúlega gengin út efég hefði fengið
að hafa hann yfir páskana. "
Jón R. Ragnarsson, einn reyndasti rallökumaður landsins, er geysilegur
bíladellukall. Hann hefur lifibrauð sitt af bílum, sérstaklega ryðguoum bílum.
Hann rekur ásamt fleirum Bílaryðvörn hf. í Skeifunni: „Það var alltaf erfitt að
ryðverja Frakkana, BXinn er einfaldari og það verður ekkert vandamál með ryð
í honum. Ég varmjög ánægður með bílinn. Hann varað vísu kraftminni en ég
bjóst við, en maður hefur ekkert við meiri vinnslu að gera. Hann liggur geysivel
og límist við veginn eftirþví sem ferðin eykst, en maður finnur dálítið fyrirholum
ístýrinu. BXinn er mjúkur og þægilegur og fjöðrunin er allt öðruvísi en í öðrum
bílum. Eiginlega fannst mér hann aðeins ha fa einn galla; að þurfa að skila honum
aftur."
Jón Þór Hannesson, kvikmyndagerðarmaður hjá Saga-Film, er smekkmaður
jafntá bíla sem annað. Jón hefursíðustu árin m.a. áttSaab 900, Saab 900 GLE
og nú síðast stóran Pajero jeppa: „ BXinn er óvenjulega kraftmikill bíll, jafnvel
ennþá sneggri en Saaþinn. Vökvafjöðrunin er algjörlega einstök, - hann liggur
ótrúlega vel, haggast ekki í beygjum og bremsurnar eru sérstaklega góðar.
Annars varkonan jafnvel ennþá hrifnari. Hún hefurekki falliðsvona fyrirneinum
öðrum, - nema náttúrlega mér hérna um árið. Þeir hafa greinilega tekið sig á
þarna hjá Citroén."
Citroen BX fæstbæði með 1580 cm392,5 hestafla bensínvél, - BX16 TRS og með 1905 cm3
65 hestafla dísilvél, - BX 19 TRD. Vélarnar eru 4ra strokka, vatnskældar; 5 gíra kassi, framdrif,
vökvafjöðrun með hæðarstillingum og diskabremsur á öllum hjólum. Meðal standard búnaðar
erlitaðgler, rafdrifnar rúður og læsingar, loftnet og hátalarar, speglar stilltir innan frá,
þurrka á afturrúðu, snúningshraða- og smurmælar og quartsklukka.
Citroen BX 16 TRS kostar frá kr. 441.000
Citroén BX 19 TRD kostar frá kr. 385.200 til leigubílstjóra
Citroén BX 19 TRD kostar frá kr. 498.500 til almenningsnota
Þú ert velkomin(n) í reynsluakstur í Lágmúla 5.
Þú færð BXinn að vísu ekki í viku, en lykillinn bíður þín!
CITROÉN BX
G/obusr
LÁGMÚLI5,
SÍMI81555