NT - 21.05.1984, Blaðsíða 13

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 13
Vettvangur Mánudagur 21. maí 1984 1 3 lið-kartöflumálið aö Grænmctisvcrslun landbún- aðarins taki að scr innflutning þeirra, ef þær uppfylla skilyrði um innflutningshæfni. Jafnframt vari ráðuneytið alla aðila við því að flytja ekki inn kartöflur án leyfis. Þannig samþ. á fundi Fram- leiðsluráðs l^ndbúnaðarins 16. maí 1984, með atkvæðum allra Framleiðsluráðsmanna. Gunnar Guðbjartsson. Nefndin fjallar um málið Daginn eftir að Framleiðslu- ráð hafði komið sér saman um þessa málamiðlun, var fundur settur í nefnd þeirri sem land- búnaðarráðherra hafði skipað viku fyrr til að fjalla um heild- arskipulag þessara mála. Þessi fundur var mun styttri en fund- urinn í Framleiðsluráði. Að fundinunt loknum var land- búnaðarráðhcrra afhent eftir- farandi bókun: Bókun á 2. fundi í nefnd til að ijalla um verslunarhætti með kartöflur, þ. 17. maí 1984. Vegna þeirra aðstæðna sem upp eru komnar í innkaupum á erlendum kartöflum, þykir að frekari untræða og um- fjöllun hafi farið fram og laga- breytingar, ef til þurfa að koma, látnar bíða þess tíma. Jafnframt að ekki verði teknar ákvarðanir nú af stjórn- völdum um leyfisveitingar, er kunna að skapa ntismun milli dreifingaraðila í smásölu og kalla fram aðstöðumun. Guðmundur Sigþórsson, Magnús Sigurðsson, Kristján Benediktsson, Ólafur Björnsson, Jón Óttar Ragnars- son, Örn Bjarnason, Ingi frá því aö ráist verði í að ákveða breytingu á núverandi sölukerfi. án þess að málið fái frekari umfjöllun. Bókunin fylgir hér með í Ijósriti. Framleiðsluráði landbúnaö- arins var send umsókn yðar til umsagnar og aðrar umsóknir af sömu rót. Ráðið vill ekki taka afstöðu til einstakra unt- sókna, nteðan framangreind nefnd hefur ekki lokið störfum. Með vísan til framangreindra laga og þess sem hér kentur ■ Hlutverk og staða Græn- metisverslunar ríkisins hefur veriðl brennidepli og viðbúið að óánægjan nú leiði til þess að rýmkað verði um innflutning á kartöflum til frambúðar. ■ Það voru fínnskar skemmdar kartöflur sem hleyptu skriðunni af stað að þessu sinni. rétt að taka fram eftirfarandi atriði, þó svo að störf nefndar- innar séu á frumstigi og ekki mögulegt að taka endanlega afstöðu til þess verkefnis, sent nefndinni er falið með skipun- arbréfi frá landbúnaðarráð- Iterra. dags. 10. maí 1984. Nefndarmenn eru samntála um að ákvarðanir, sem kunna að verða teknar í þessu máli, byggi á því að íslensk fram- leiðsla eigi forgang að inn- lendum markaði, þegar hún er fyrir hendi. Þess vegna og jafnframt til aö varna því að komi til óheppilegrar birgða- söfnunar við innkaup á er- iendum kartöflum, verður að telja óhjákvæmilegt að fylgst verði með innflutningi hverju sinni og hann háður stjórn til þess bærra aðila. Minnt er á að ákveðnar reglur gilda um meðferð og sölu á kartöflum. þ.á.m. unt pökkun í smásöludreifingu, sem nauðsynlegt er að cfla frekar en draga úr. Nefndar- menn gera sér Ijósa þá þýð- ingu, sem Grænmetisversíun landbúnaðarins. ásamt Sölu- félagi garðyrkjumanna hafa til að tryggja hagsmuni framleið- endá og neytenda um allt land í dreifingu og sölu garðávaxta og grænmetis. Vegna þeirra hagsmuna telja nefndarmenn æskilegt að gerðar verði breyt- ingar á stjórn Grænmetisversl- unar landbúnaðarins í þá veru að við stjórnina bætist a.m.k. fulltrúar neytenda og matvöru- kaupmanna. sem dreifa þess- um vörum. Að lokum er tekið fram að riefndin ræður eindregið frá því að ráðist verði í að ákveða skipulagsbreytingu á því sölu- kerfi, sem um er rætt, án þess Tryggvason, varamaður: Kol- brún Haraldsd. Ráðherrann tekur ákvörðun ■Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, var ekkert að tví- nóna við að taka ákvörðun eftir að honurn hafði borist niðurstaða kartöflunefndar- innar, heldursendi umsóknar- aðilunum 6 svofellt bréf sam- dægurs: Ráðuneytinu hefur borist umsókn frá yður um heimild til innflutnings á kartöflum. Af því tilefni skal þetta tekið fram: Samkvæmt 34. gr. laga nr. 95/1981 hefur ríkisstjórnin einkarétt á að flytja til landsins kartöfluroggrænmeti. Ákvæði þetta byggist á því að tryggja sem best forgang íslenskrar framleiðslu á innlendum mark- aði. Auk þess verður sjúk- dómavörnum þannig betur við komið, mati kartaflna, flokkun og dreifingu. Innflutningshe'imild hefur undanfarin ár, eins og kunnugt er verið hjá Grænmetisverslun landbúnaðarins. Vegna margra umsókna um innflutningsleyfi, hefur ráðu- neytið skipað 7 manna nefnd til þess að fjalla um þessi mál og gera tillögur um skipan þcirra með tilliti til fenginnar reynslu. Nefndinni er ætlað að hraða störfum svo sem tök eru á. Ráðuneytinu hefur borist bókun frá nefndinni, þar sem nefndin ræður m.a. eindregið fram, telur ráðuneytið sig að svo komnu máli ekki í aðstöðu til að veita mörgum aðilum innflutningsleyfi. Ráðuneytið vill hins vcgar leysa þann vanda, sem nú er við að glínta, með bráðabirgðalausn og veita umsækjendunt tímabundið, sameiginlegt innflutningsleyfi fyrir ákveðnu ntagni, vcrði þess óskað, enda verði inn- flutningi hagað þannig aö auð- velt verði að koma eftirliti viö vegna sjúkdómavarna og fylgt verði gildandi reglum unt dreif- ingu, mat, verðlagningu og flokkun á hinum innfluttu af- urðum. Geymslur og öll með- ferð veröur að fullnægja kröfum heilbrigðiseftirlits. Náist ekki samstaða unt þessa leið, vill ráðuneytið stuðja að því að forða verð- rnætum frá skemmdum og greiða fyrir að koma þeini kartöflum á markað, sem sann- arlega hafa þegar verið keyptar til landsins, án þess að leyfa hafi áður verið aflað. lnnflutn- ingsleyfi fyrir þeim kartöflunt verða veitt. þegar fyrir liggja vottorð um heilbrigði kartafl- anna og flokkun þeirra. Verö- útreikningur liggi fyrir og sjóðagjöld hafi verið innt af hcndi. Kartöflunum verði dreift. í samræmi við starfsreglur Grænmetisverslunar landbún- aðarins, þannig að ekki verði unt mismunun milli aðila í smásöluverslun að ræða. Bréf samhljóða þessu er sent öllum þeim, sem sent hafa ráðuneytinu beiðni um inn- flutningsleyfi í síðustu viku og fylgir listi yfir þá með bréfi þessu. f Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaöaprent hf. r' Vorn snuið i sokn í landbúnaðarmálum ■ Margt hefur verið rætt um Iandbúnað að undan- förnu, sumt af þekkingu og skilningi, en annað af vanþekkingu og viðleitni til að vekja úlfúð milli stétta. Það er ljóst að hinar hefðbundnu greinar landbúnað- arins þurfa að dragast nokkuð saman. Því getur fylgt veruleg byggðaröskun og atvinnuleysi, nema nýjar búgreinar komi til sögu. Þangað þarf að beina veru- leguni hluta þess fjármagns sem nú fer til útflutnings- bóta. Jón Helgason landbúnaðarráðherra nefndi nokkrar slíkar búgreinar í útvarpsumræðum frá Alþingi á dögunum. Hann nefndi loðdýrarækt, fiskeldi, ræktun á byggi, þjónustu við ferðamenn og ræktun nytjaskóga. Landbúnaðarráðherra sagði síðan: „Ég hef bent hér á nokkrar leiðir til eflingar íslensk landbúnaðar en vil jafnframt minna á hvaða grundvall- arþýðingu hin hefðbundna búvöruframleiðsla hefur fyrir þjóðfélagið. Það má ekki henda að við látum hana falla í skugga þó breyttar aðstæður valdi þar erfið- leikum í bili. Þar eru líka í húfi hagsmunir miklu fleiri heldur en bænda og raunar þjóðarinnar allrar. Við megum heldur ekki gleyma því að sama þróun hefur gerst í öllum löndum í kringum okkur og víðar. Við minnumst frétta af tíðum fundum leiðtoga Efna- hagsbandalags Evrópu á sl. vetri þar sem landbúnaðar- málin voru viðfangsefnið. Þessar þjóðir leggja kapp á að styrkja stöðu innlends landbúnaðar og víða kemur 20-40% af búvöruverðinu til bænda frá opinberum aðilum, jafnframt því sem lagðir eru háir tollar og innflutningshömlur á innflutn- ing eins og við höfum orðið fyrir barðinu á í tilraunum okkar til útflutnings þangað. En þátttaka þjóðarleiðtoga í þessum umræðum sýnir okkur að þeir telja það skyldu þjóðfélagsins í heild að leysa þann vanda sem breyttar aðstæður hafa skapað. Ég vil því leggja áherslu á að þá má ekki verða á kostnað þeirra sem við landbúnað vinna að halda uppi byggð í öllum héruðum landsins, en ég hef þá trú að ef landbúnaðurinn fær nægilegan stuðning til að nýta þau tækifæri sem honum bjóðast þá verði hann nægilega öflugur til að gegna því hlutverki og þjóðfélagið hefur ekki efni á því að láta þau tækifæri ónotuð. Hann er því hörmulegur sá áróður sem nu er af sumum rekinn gegn landbúnaðinum og þeim sem að honum vinna. Þar er mál að linni og þeint sem halda honum uppi skiljist að með því eru þeir að vinna gegn hagsmunum heildarinnar og þar með sínum ejgin eins og annarra. Við byggjum ekki upp réttlátt þjóðfélag og gott með úlfúð og illindum milli stétta og starfshópa. Það torveldar okkur ekki aðeins að ná þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í efnahagsmálum heldur kemur einnig í veg fyrir að okkur takist að skapa hér betra mannlíf. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á samstarf og samvinnu og leysa á þann hátt viðfangsefni líðandi stundar og framtíðar. Mikill samdráttur þjóðarfram- leiðslu á síðustu árum hefur orðið okkur þungur í skauti og of margir einstaklingar sitja því við skarðan hlut. En Framsóknarflokkurinn væntir þess að á fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar hafi með aðgerðum hennar tekist að leggja grundvöll að því að snúa vörn í sókn. “ Það er ekki síst landbúnaðurinn sem þarf að snúa vörn í sókn og mæta samdrætti hinnar hefðbundnu framleiðslu með eflingu nýrra búgreina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.