NT - 21.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 11
Mánudagur 21. mal 1984 11 Að hefja sig yfir meðalmennskuna. ■ Nýlega gáfu S.G. hljóm- plötur út sérstæða plötu. Á henni er að finna sönglög flutt af Jóni Kr. Ólafssyni frá Bíldu- dal. Pað er ekki á hverjum degi sem Vestfirðingar gefa út ein- söngsplötur og ennþá sjaldgæf- ara er að lítil sjávarpláss á borð við Bíldudal leggi lóð á vogaskál listagyðjunnar. Oft er það svo að listin á sér fáa unnendur hvað þá iðkendur á litlum stöðum þar sem lífið er fiskur. Plata Jóns er ágæt viðleitni til að hefja sig upp úr meðalmennsk- unni. Hún sannar einnig að Jón hefur hin ýmsu tilbrigði sönglist- arinnar á valdi sínu. Söngur hans hljómar nú fyrir eyrum alþjóðar eins og hann hefur gert um árabil á meðal sveitunga hans við mörg tækifæri. Á plötunni eru mörg lög eins og Myndin þín eftir Eyþór Stefánsson Litli vin eftir Jolson, Taktu sorg mína, eftir Bjarna Þorsteinsson, DagnýogTondel- eyó eftir Sigfús Halldórsson, Heimir eftir Sigvalda Kalda- lóns, Ljúfþýtt lag og Unaðs- bjarta æskutíð, eftir Jón Ástvald Jónsson. Það vorar eftir Sig- valda Kaldalóns. Til Unu eftir Sigfús Halldórsson. Ég lít í anda liðana tíð og Fjallið eins eftir Kaldalóns. Undirleik ann- aðist af kostgæfni Ólafur Vignir Albertsson. Samspil þeirra Jóns er með miklum glæsibrag. Það hlýtur að vera fengur að eignast söng Jóns Kr. á svo góðri plötu sem raun ber vitni. Þeim sem vildu eignast plötuna skal bent á að platan er til sölu hjá söngvaranum sjálfum og síminn er 2186, Bíldudal. A.H.G. Ný skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson ■ Út er komin hjá Iðunni bókin Gaga, skáldsaga eftir Ólaf Gunnarsson. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1948 og hefur starfað sem rithöfundur um árabil með búsetu á Islandi og í Danmörku. Áður eru komnar frá hendi Ólafs tvær ljóðabækur, Ljóð og Upprisan, svo og skáldsögurnar Milljón þrósent menn, 1980, og Ljóstollur, 1982, sem báðar hafa komið út á forlagi Iðunnar. Gaga er saga Geimfarans, Valda í Valda- sjoppu, sem vaknar morgun einn á Mars. Það er öðrum þræði saga mannsins sem lesið hefur yfir sig af tískusögum okkar tíma, líkt og henti Don Kíkóta forðum daga. En vitnar heilaspuni Geimfarans og ofsóknar- æði einungis um mann sem misst hefur samband við umheiminn? Það er ein þeirra spurninga sem saga þessi vekur. Er Geim- farinn alveg „gaga“? Eða eru hugarórar hans fyrst og fremst rökrétt viðbrögð við óbærilegu og tilfinningasnauðu lífi? Við skelfingunni sem vofir yfir? í kynningu forlagsins segir m.a.: „Ólafur Gunnarsson beitir hér óvenjulegri aðferð við söguritun. Hann segir frá leyndum hugans og áreiti lífsins á þann hátt sem telja má næsta nýstárlegan í íslenskum bók- menntum. Gaga er skáldverk sem ögrar lesandanum og vekur hann til íhugunar." Gaga er 72 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Kristján E. Karlsson hannaði kápu. -engaráhygglur bankinn býðursparendum. Berðu (aau saman við það sem aðrir bank- arbjóða núna. Við bjóðum 21,6% ársávöxtun á BANKAREIKNINGI MEÐ BÓNUS. Þú getur valið milli þess að hafa slíka reikninga verðtn/ggða eða óverðtryggða. Þú mátt einnig færa á milli þessara reikninga, án þess að það skerði bónus eða iengi 6 mánaða bindi- tíma. í þessu fellst mikið öryggi - ef verðbólgan vex. Hnaðarbankinn Fer eigin leiðir - fyrir sparendur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.