NT - 21.05.1984, Blaðsíða 29
Mánudagur 21. maí 1984
1291
Hafsteinn
sigraði í
Kaldals-
hlaupinu
■ Vorniót ÍR í frjáisum
íþróttuni fór frani á Laugardals-
velii á midvikudagskvöld.
Aöalgrein mótsins var Kal-
dalshlaupiö, þaö er 3000m.
hlaup til minningar um Jón
heitinn Kaldal. Fimmtán kepp-
endur tóku þátt í hlaupinu, sem
nú er haldiö í þriðja sinn.
Sigurvegari aö þessu sinni varð
Hafsteinn Óskarsson ÍR. Besta
afrek mótsins vann Unnar
Garöarsson í spjótkasti og
Súsanna Helgadóttir vakti at-
hygli fyrir að sigra bæði í
langhlaupi og spretthlaupi, cn
Súsanna er aðeins 1S ára gömul.
Spretthlaup, grindahlaup og
langstökk voru ólöglcg, þar var
of mikill vindur, þegar keppni í
þcssum greinum fór fram.
Úrslit uröu annars þessi:
Raldalshlaupið 3000 m.
1. Hafsteinn Óskarsson ÍR 8:52.4
2. Gunnar Birgisson ÍR 9:15.5
3. Magnús Haraldsson FH 9:25.2
1(N) m hlaup karla.
1. Jóhann Jóhannsson IR 11
110 m grindahlaup karla.
1. Stefán Þór Stefánsson ÍR 14.9
Hástökk karla.
Stefán Þór Stefánsson ÍR.
Spjótkast karla.
1. Unnar Garðarsson HSK 65.44
800 m hlaup drengja.
1. Steinn Jóhannsson ÍR 2:13.6
200 m hlaup kvenna.
1. Svanhildur Kristjónsdóttir.
1500 hlaup kvenna.
1. Súsanna Helgadóttir FH 5:11.6
Langstökk kvenna.
1. Kryndís Hólm ÍR 6.06
Kringlukast kvenna.
1. Margrét D. Óskarsd. ÍR 42.56
100 m hlaup meyja.
1. Súsanna Hclgadóttir FH 12.7
Ekki var hægt að leika nyrðra:
ðnnur deildin af stað með skothríð:
Stórsigur FH
unnu Tindastól 6-1 í Kaplakrika
■ FH, undir stjórn Inga
Björns Albertssonar, gjörsigr-
uöu Tindastól í leik liðanna á
Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í
gær með sex mörkum gegn
einu.
Ingi Björn stóð vel fyrir sínu
og skoraði tvö mörk, annað úr
vítaspyrnu. Jón Erling Ragn-
arsson, leikmaðurinn lipri hjá
FH, sá síðan um að skora
þrennu og Pálmi Jónsson bætti
við einu marki og þar með voru
þau orðin sex. Mark Tindastóls
skoraði Sigurfinnur Sigurjóris-
son.
Fyrri hálfleikur einkenndist
af baráttu á báða bóga en
FH-ingar voru mun sterkari j ..
'-"síðari hálfleik og réðu lögurri
og lofum á vellinum, sérstak-
lega þótti framlínan þeirra
spræk. Staðan í hlé var 1-0 FH
í vil.
Víðir jafnaði
á lokamínútunni
þrjú mörk skoruð á sex mínútum
■ ÍBV og Víðir háðu harðan
og snarpan leik í Eyjum í
gærdag er lauk með jafntefli,
tvö mörk gegn tveimur.
Það voru Garðsbúar er náðu
forustu á 22. mín ' seinni hálf-
leiks með marki Grétars Ein-
arssonar en Vestmannaeyingar
jöfnuðu snarlega með marki
Sigurjóns Kristinssonar fjórum
mínútum seinna. Sigurjón var
stðan aftur á ferðinni á 28. mín.
og korn ÍBV í 2-1. En það voru
Víðismenn sem áttu síðasta
orðið er Guðmundur Knútsson
jafnaði þremur mínútum fyrir
leikslok. Ekki reyndist tími fyr-
ir fleiri mörk svo jafntefli varð
staðreynd og geta Garðsbúar
unað vel við sinn hlut að taka
stig af meisturum meistaranna.
V,.
Pálmi Jónsson nr. 11 skorar fyrsta mark FH gegn Tindastóli með skalla.
Skíðafæri á
Siglufirði
Frá Gylfa KrLstjánssyni fréttamanni N’I' á
Akureyri:
■ „Það verður ekkert spilað
hér í dag, það er snjór yfir
vellinum og alls ekkert knatt-
spyrnufæri“, sagði Karl Páls-
son formaður Knattspyrnufé-
lag Siglufjarðar í samtali við
NT í gær. Siglfirðingar áttu þá
von á Einherja frá Vopnafirði í I
heimsókn, og áttu liðin að mæt-
ast í fyrstu umferð annarrar
deijdar í knattspyrnu.
Ástand vallarins á Siglufirði
var þannig, að hann hentaði í
gær frekar til keppni í skíða-
göngu en knattspyrnu.
ísfirðingar
tóku 3 stig
- unnu 3-2 í Borgarnesi
■ ísfirðingar byrjuðu keppnistímabilið vel
í annarri dcildinni í knattspyrnu. Þeir sigr-
uðu í gær Skallagrím í Borgarnesi á útivelli,
3-2. Staðan í hálfleik var 1-0 ísfirðingum í
hag, og komust þeir í 3-1 í síðari hálfleik.
Guðmundur Magnússon skoraði fyrsta
markið fyrir ísfirðinga í fyrri hálfleik. Gunn-
ar Orrason jafnaði fyrir Skallagrím í síðari
hálfleiknum, en þeir Kristinn Kristjánsson
og Guðmundur Magnússon sem þar skoraði
sitt annað mark í leiknum, juku muninn að
nýju fyrir ísfirðinga. Garðar Jónsson lagaði
stöðuna fyrir Borgnesinga fyrir leikslok.
Leikurinn var baráttuleikur, nokkuð jafn,
en ísfirðingar höfðu frumkvæði í marka-
skoruninni, og fóru því með 3 stig með sér
heim.
Svavar á
skotskónum
- skoraði sigurmark Völsungs
gegn Njarðvík
■ Svavar Geirfinnsson, kornungur leik-
maður með Völsungi á Ilúsavík, sem er á
fyrsta ári í 2. flokki, var aldeilis á skot-
skónum í fyrsta meistaraflokksleik sínum
með liðinu. Svavar skoraði sigurmark
Völsunga með glæsiskoti af 20 metra færi,
þegar aðeins 8 mínútur voru liðnar af
leiknum.
Völsungar höfðu undirtökin í leiknum,
og -áttu fleiri færi. Mikil barátta var, óg
vorleiksbragur á, enda leikið á mölinni á
Húsavík, þar eð grasvöllurinn er ekki tilbú-
inn. Reyndar átti þessi leikur að vera í
Njarðvík, en var snúið þar eð enginn
leikhæfur vöjlur var þar. Njarðvíkingar áttu
eitt -gott færi í leiknum, þá náði hinn
hraðskreiði sóknarmaður þeirra, Jón Hall-
dórsson ekki boltanum eftir fyrirgjöf.
Völsungar áttu gott færi á 83. rníhútu. en
Svavar, sem skoraði markið í fyrri hálfleik
náði ekki að skora. Kristján Olgeirsson
þjálfari Húsvíkinga var hindraður í vítateig
Njarðvíkinga á 85. mínútu. Völsungar vildu
fá víti, en dóimarinn dæmdi óbeina auka-
spyrnu. Sigur Völsunga verðskuldaður.