NT - 21.05.1984, Blaðsíða 12

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 12
Ll Mánudagur 21. maí 1984 12 Vettvangur Kartöflumálið-kartöflumá ■ Nú virðist trúlegt að öldur kartöflumálsins fari að lægja, - að minnsta kosti í bili. Þeir einkaaðilar sem sótt hafa um innflutningsleyfi, hafa fengið þau, að vísu timabundið og með ýmsum takmörkunum, en leyfi engu að síður. Grænmetisversl- unin er farin að bjóða upp á nýjar kartöflur og finnsku kartöflurnar sem nú eru eftir á markaðnum eru a.m.k. ætar. í blaðaheiminum er mál þetta búið að standa yfir í rúmlega hálfan mánuð. í NT hófst það með áskorun Neyt- endasamtakanna um að hætta að boröa kartöflur, sem birtist á fjórðu síðu föstudaginn 4. maí. Síöan rak hver stórfyrir- sögnin aðra. Forsætisráðherra lýsti því yfir að sér fyndist eðlilegt aö gefa innflutning frjálsan. Verslunin Hagkaup tók hann á orðinu, festi kaup á kartöflum úti í Englandi og sótti urn innílutningslcyfi og tleiri einkaaöilar fylgdu í kjöl- farið. Neytendasamtökin söfnuðu 20 þús. undirskriftunr um frjálsan innflutning kart- aflna. Svo sendu samtök kartöflu- bænda frá scr yfirlýsingu, þar sem frjáls innflutningur er tal- inn sarna og dauðadómur yfir kartöfluræktinni. Verslunar- ráð íslands sendi frá sér aðra vfirlýsingu þar sem Grænmet- isvcrsluninni var í óbeinu orða- lagi líkt við dönsku einokunar- kaupmennina á „dapurlegasta tímabilinu í verslunarsögu Islands". í öllum þessum hamagangi er hætt við að nánari útlistanir og röksemdafærslur hafi farið nokkuö fyrir ofan garð og neöan. Fyrir þá lesendur sem hafa áhuga á að kynna sér þá ákvörðun sem landbúnaðar- ráðherra tók aö lokum í málinu og þau nefndaálit sem liggja að baki þeirri ákvörðun, birtir NT hér í heilu lagi þá pappíra sem mestu máli skipta í því sambandi. Umsögn Framleiðsluráðs Framleiðsluráð landbúnað- arins kom saman sl. miðviku- dag til að fjalla um umsóknir 6 einkaaðila um innflutnings- leyfi fyrir kartöflum. Fundur- inn stóð allan daginn og fram á kvöld og má af því marka að ekki munu allir hafa vcrið alveg hjartanlega sammála í upphafi. Að lokum náðist þó samstaða um þá umsögn til landbúnaðarráðherra, sem hér fer á eftir: Framleiðsluráð landbúnað- arins hefur fengið til umsagnar sex umsóknir, sem ráðuneyt- inu hafa borist um leyfi tij innflutnings á kartöflum. í sumum þeirra er sótt um leyfi til að flytja inn tiltekið magn, en í öðrum er farið fram á almenna heimild til innflutn- ings á nýjum kartöflum og grænmeti. Út af þessum bréfum ráðu- neytisins vill Framleiðsluráð taka fram eftirfarandi: „Framleiðsluráð landbúnað- arins minnir á ákvæði 34. gr. laga nr. 95/1981 um að „ríkis- stjórnin (landbúnaðarráðu- neytið) hefur einkarétt til að flytja til landsins kartöflur og nýtt grænmeti." Af því leiðir að það er í valdi Alþingis að meta hvort rétt sé að breyta þessu lagaákvæði. Minnt er á að Grænmet- isverslun landbúnaðarins hcfur annast þennan innflutning í umboði landbúnaðarráðuneyt- isins um fjölda ára. Skyldur þær, sem Grænmet- isverslun landbúnaðarins hefur í þessu efni eru í 32. grein áðurnefndra laga og eru svo- hljóðandi: „Um sölu matjurta og gróður- húsafrainlciðslu 32. grein Framlciðsluráð iandbúnað- arins hefur á hendi yfirstjórn sölumála mat:jurta- og gróð-. urhúsaframleiðslu landsins. Það skal stuðla aö því, að markaðurinn notist sem allra best og að fullnægt verði sann- gjörnum óskum framleiðenda og neytenda. Það getur haft eftirlit með ineðferð matjurta og stuðlað að bestu aðferðum við ræktun, ilutning, geymslu og vinnslu þeirra, samkvæmt nánari ákvörðun í reglugerð. Enginn má versla með kar- töflur, gulrófur, gulrætur né hvers konar gróðurhúsafram- leiðslu í heildsölu nema með leyfi Framleiðsluráðs. Leyfi skal veitt til eins árs í scnn." í þessari lagagrein kemur fram að fullnægja skal „sann- gjörnum óskum framleiðenda og neytenda." Því fylgir sú skylda að jafnan séu á boðstól- um kartöflur í öllu landinu annað hvort af innlcndri upp- skeru eða keyptar erlendis frá. Einnig að beitt sé „bestu að- ferðum við ræktun, flutning, geymslu og vinnslu þeirra sam- kvæmt nánari ákvörðun í reglugcrö." Þessi lagaákvæði voru sett vegna slæmrar reynslu af skipulagsleysi í þcssari verslun og voru m.a. til þess aö grciða fyrir ræktun og sölu kartaflna í landinu, auka gæði framleiðsl- unnar, tryggja eftir þvi sem tök voru á sölu hennar og spara gjaldeyri til kaupa á erlendum vörum. Hverfi Alþingi að því ráði að gefa innflutning kartaflna frjálsan hverjum sem er hlýtur að falla niður skylda Grænmet- isverslunar landbúnaðarins til að sjá um að jafnan séu til kartöflur í öllum hlutum lands- ins og af því gæti leitt að kartöfíuskortur gæti orðið í minni og afskekktari byggðar- lögum, þó svo yrði ekki í Reykjavík og allra stærstu þéttbýlisstöðum öðrum í land- inu. Skipulagslaus innflutning- ur gæti leitt til vöruskorts á vissum tímum og offramboðs á öðrum tímum, Um leið væri fallin niður skylda Grænmet- isverslunar landbúnaðarins til að gæta þess aö bera ábyrgð á að ekki séu erlendar kartöflur til sölu í landinu þegar nægjan- legt framboð er af innlendum kartöflum og þar með væri þrengdur markaður innlendrar framleiðslu, nema því aðeins að ríkisstjórnin tæki við þeirri ábyrgó og tryggði framkvæmd hennar. Við slíka breytingu hlýtur aílt eftirlit með innflutningi kartaflna og mat á kartöflum að stóraukast. Gæði kartaflna fara ekki eft- ir því hvaða hcildsali er um- boðsaðili við innflutning þeirra, heldur miklu fremur eftir faglegri þekkingu og því að til séu góðar geymslur fyrir kartöflurnar á meöan þær bíða sölu. Innflutningurinn gæti oröið til margra hafnarstaða víðsveg- ar um landið og ríkisvaldið yrði að ráða sérmenntaða menn til eftirlitsstarfa og taka á sig, auk kostnaðar við eftirlit- ið, umsjón með að ekki flytjist til landsins skordýr, smitsjúk- dómar eða plöntusjúkdómar, sem skaðað gætu íslenskt gróð- urríki. Verði fluttar til landsins undir slíku fyrirkomulagi pakkaðar kartöflur væri í senn verið að flytja úr landi vinnu, sem íslenskar hendur hafa hingað til annast, og mat á hinum erlendu kartöflum gjört miklum munerfiðaraen núer. Þá vill Framleiðsluráð minna á að Grænmetisverslun landbúnaðarins ber ýnisar fé- lagslegar skyldur, sem Alþingi og stjórnvöld hafa á hana lagt. T.d. að sjá um stofnræktun útsæðis og hún hefur lengi borið nokkurn kostnað af þeirri ræktun. Hún sér um innhcimtu matsgjalda af kar- töflum, sem notast til aðgreiða hið lögboðna ríkismat allra sölukartaflna. Grænmetisverslunin inn- heimtir gjöld af innlendri kar- töfluframleiðslu til Búnaðar- mála- og Bjargráðasjóðs skv. reglugerð nr. 631/1982 og greiðir samskonar sjóðagjöld af innlendum og erlendum kar- töflum skv. lögum nr. 45/1971 um Stofnlánadeild landbúnað- arins með síðari breytingum. Auk þessa hefur Grænmet- isverslunin að boði ríkisstjórn- arinnar greitt síðustu mánuði bætur vegna uppskerubrests kartaflna á sl. ári. Ekki verður lokið við að greiða þær bætur fyrr en í júlímánuði í sumar. Flest þessi gjöld leggjast á kartöfluverðið skv. lögum, eða ákvörðun stjórnvalda. Af umsóknum þeim, sem fyrir liggja, er Ijóst að þær eru ýmist frá stórmörkuðum sem aðeins vilja kaupa vöru fyrir sig og sína viðskiptamenn og frá fyrirtækjum, sem tæpast hafa þá vönduðu geymsluað- stöðu fyrir kartöflur, sem þarf til að geta þjónað öllu landinu í þessu efni. Með samþykkt þeirra umsókna væri ekki séð fyrir kartöflum fyrir landið allt en rekstrargrundvelli Græn- metisverslunar landbúnaðar- ins hinsvegar stórlega raskað. Framleiðsluráð harmar þau óhöpp, sem orðið hafa nýlega í sambandi við kartöfluinn- flutning, en varar við að gera meira úr þeim en ástæða er til og sérstaklega að gera þau að tilefni til skjótráðinna breyt- inga. Málefnið þarf að skoða ítar- lega frá ýmsum hliðum éins og hér hefur verið bent á. Landbúnaðarráðherra hefur nýlega skipað nefnd til að vinna það verk og gera tillögur að framtíðarskipan þess inn- flutnings grænmetis og jarð- ávaxta, sem þörf er á, svo að hann samrýmist best hagsmun- um neytenda og framleiðenda. Þar til sú nefnd hefur skilað störfum tekur Framleiðsluráð ekki efnislega afstöðu til ein- stakra umsókna um innflutn- ing. Með tilliti til frétta um að einstakir verslunaraðilar hafi í trausti á yfirlýsingar ráða- manna þegar keypt kartöflur án leyfis vill Framleiðsluráð, sé þetta rétt, beita sér fyrir því

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.