NT - 21.05.1984, Blaðsíða 23

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 23
Mánudagur 21. maí 1984 23 Spánn: Atján kíló* metra löng mannkeðja Barcelona-Rcuter ■ Yfir 20.000 mannsmynduðu átján kílómetra langa keðju á götum Barcelonaborgar í gær til að krefjast úrsagnar Spánar úr NATO. Mótmæli þessi höfðu stuðn- ing æskulýðsfylkinga Sósialista- flokksins, Kommúnistaflokks- ins, verkalýðsfélaga og friðar- hreyfinga, að sögn skipuleggj- enda. Mótmælin fóru friðsam- lega fram. Felipe Gonsalez, forsætisráð- herra Spánar, hefur nýlega gefið í skyn að hann styðji áframhaldandi veru Spánar í NATO. Sviss: Bankaleynd- inórofin Zurích-Reuter. ■ Svissneskir kjósendur höfnuðu í gær tillögum um að gefa opinberum aðilum heimild til að skoða bankainnistæður einstaklinga í svissneskum bönkum. Þrir af hverjum fjórum kjós- endum vildu halda bankaleynd- inni áfram. Fjármálamenn þurfa því ekki að kvíða því að stjórnvöld geri athugasemdir við skattaframtöl þeirra vegna hárra bankainnistæðna í náinni framtíð frekar en hingað til. Bankar í Sviss höfðu spáð því að væri bankaleyndin rofin myndu milljarðar dollara í eigu útlendinga streyma úr landi þar sem þá hefðu yfirvöld í öðrum löndum einnig möguleika á því að athuga innistæður eigin þegna í svissnesku bönkunum. ■ Leiðtogar danskra strætisvagnabflstjóra sem nú eru í verkfalli héldu í gær fund með blaðamönnum þar sem þeir skýrðu frá því að þeir ætluðu að grípa til enn harðari aðgerða í dag til þess að ná fram kröfum sínum. ■ Danskir strætisvagnar hafa staðið hreyfingarlausir í meira en eina viku á stæðum sínum. Símamvnd- Polfolo Kaupmannahöfn: ■ Verkfall danskra strætis- vagnabflstjóra í Kaupmanna- höfn stóð ennþá yfir í gærdag og var búist við miklum umferðar- trullunum vegna þess í dag. Orsök verkfallsins mun vera sú krafa 3500 strætisvagnabíl- stjóra í Kaupmannahöfn að sjö starfsfélagar þeirra gangi aftur í verkalýðsfélagið, en sjömenn- ingarnir gengu úr félaginu til að mótmæla því að hluti launa þeirra gengi sem greiðsla til Filipseyjar: Kosningar auka á vandamál sósíaldemókrata í gegnurn danska alþýðusambandið. Bílstjórarnir hafa hótað því að stöðva í dag alla unrferð á helstu umferðaræðum í Kaup- mannahöfn og stöðva einnig lestarsamgöngur þar ef sjö- menningarnir ganga ekki aftur í verkalýðsfélagið eða verði rekn- ir ella. En dönsk bæjaryfirvöld hafa ekki viljað reka þá þótt þeir flafi gengið úr verkalýðsfé- laginu. UMFERD STODVAST Skálm- öld á Indlandi Nýja Delhi-Reuter ■ Ekkert lát er á of- beldi og morðum í hin- um ýmsu héruðum lndlands. Tilraunir stjórnarinnar til að bera klæði á vopnin í Punj- abfylki mistókust fyrir rúmri viku þegar öfga- sinnaðir aðskiinaðar- sinnar í röðum Sikha myrtu virtan ritstjóra þar sem var Hindúi. Rétt fyrir helgi hófust svo hörð átök milli mú- hameðstrúarmanna og Hindúa í Maharashtra- fylki en þar er Bombay fylkishöfuðborg. Einnig hefur fjöldi manns særst í óeirðum á ýmsum öðrum stöðum á Ind- landi þar sem nú fara fram aukakosningar. Strax og óeirðirnar hófust í Maharashtra- fylki sendu yfirvöld vopnaða hermenn til að aðstoða lögregluna við að bægja Hindúum og múhameðstrúar- mönnum þar í sundur. En það dugði samt ekki til og í gær höfðu a.m.k. 75 manns látið lífið í þessum óeirðum. Tutt- ugu af þeim sem létust höföu verið stungnir með hnífum. Síðan hafði líkunum verið staflað saman í hús sem morðingjarnirbrenndu. Óeirðirnar eru taldar hafa byrjað vegna þess aö múhameðstrúar- menn höfðu móðgað Hindúa með því að raða skóm sínum í kringum mynd af hægrisinnuðum Hindúaleiðtoga þannig að tærnar vísuðu inn að myndinni en slíkt er tal- ið hin versta svívirðing á Indlandi. ■ Kosningarnar á Filipseyjum fyrir viku virðast ekki hafa leyst nein vandamál. Þvert á móti er nú almenn ólga og óánægja almennings með stjórnvöld nú enn greinilegri en áður. Þrátt fyrir ákaflega erfið skil- yrði sýndu kosningarnar mikið fylgi stjórnarandstöðunnar sem hefur fengið aukið sjálfstraust fyrir bragðið. Þegar líða tók á talninguna virtist Marcosi skyndilega aukast fylgi en áður hafði hægt mjög á talningunni. Sjórnarandstæðingar eru sann- færðir um að fylgisaukning Mar- cosar stafi af kosningasvindli og til mikilla óeirða hefur komið á mörgum stöðum í nágrenni taln- ingastaða. Um helgina tóku þannig um 50.000 manns þátt í mótmælum í Cebu. Margir menn hafa látið lífið í þessum óeirðum. ■ Þessi mynd var tekin í gær við mótmælaaðgerðir á Filips- eyjum þar sem kjósendur ásaka stjórnvöld fyrir kosningasvik. Símamynd-POLFOTO Bólivía: Hungurverkfall bankamanna La Paz-Reuter ■ Um 200 starfsmenn við Seðlabanka Bólivíu hófu hung- urverkfall í gær til að mótmæla tilraunum stjórnvalda til að Umsjon:Oddur Olalsson ogRagnar Baldursson brjóta verkfall bankamanna á bak aftur. Fyrir helgi tók vopnuð lög- regla sér stöðu fyrir utan seðla- bankann þar sem starfsmenn höfðu verið í verkfalli í meira en mánuð. Lýsir stjórnin því yfir að þeir starfsmenn sem óskuðu að snúa aftur til vinnu fengju vernd lögreglu en öðrum yrði sagt upp. Þessar harkalegu aðgerðir stjórnvalda stafa m.a. af því að yfirstjórn hersins hefur lýst því yfir að herinn myndi ekki hika við að grípa í taumana ef með þyrfti til að koma á friði í landinu. Verkföll bankamanna byrj- uðu vegna þess að þeir vildu ekki frekar en aðrir verkamenn í landinu sætta sig við 75% gengisfellingu sem stjórnin hafði ákveðið og verðhækkun- um sem talið var að myndu nema um 600 prósentum. VIPPU- bílskúrshurðin Lagerstæröir 210 x 270 cm, aðrar stærðir eru smíðaðar eftir beiðni Gluggasmiðjan Síðumúla 20 Reykjavík - Símar 38220 og 81080 framlfiðsln 05 sala á psm kpdum stdnhellna-inílliwggjalidlna-drol'asfdiis auk holsteíns í úkjgi Sími 99-3104 SyrarbakKa

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.