NT - 21.05.1984, Blaðsíða 31

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 31
 m7 Mánudagur 21. maí 1084 31 LlL íþróttir ■ Leikmaður Everton, John Bailey, heldur hér um bikarinn eftirsótta. Bailey hefur reyndar tyllt efri hluta bikarsins á kollinn á sér, sannarlega krýndur bikarmeistari. símamynd Poitoto. Graham Taylor um mark Andy Gray: „Dæmt af í 99% tilfella" Frá Jóni Ólafssyni fréttamanni NT í Lundúnum: ■ „í 99 prósent tilfella hefði mark Andy Gray verið dæmt af, en það er ekki afsökun heldur staðreynd“, sagði Gra- ham Taylor, framkvæmdastjóri Watford í samtali við ensk blöð eftir bikarúrslitaleikinn í ensku knattspyrnunni á laugardag. Gray kom ekkert við boltann, hann stökk upp með Steve Sherwood og skallaði aftan á hendurnar á honum. Það er ekki hægt að kenna Sherwood um þetta, það var vonlaust að halda boltanum eftir að Gray kom svona aftan að honum." Sherwood er mjög svekktur út af þessu. En við tökum þessu 'bara eins og menn, og sættum okkur við þetta“, sagði Taylor. Bikarúrslitaleikurinn í ensku knattspyrnunni: Everton á undan að skora og Watford missti móðinn ■ Everton varð enskur bikar- meistari í knattspy rnu á laugar- dag, sigraði Watford 2-0 í úrslitaleik á Wembly. Leikur- inn var sýndur beint víða um heim, meðal annars á Islandi. Sigur Everton var fyllilega verðskuldaður, liðið vann úr færum sínum, varð á undan að skora, og þegar á leið missti Watford móðinn. Watford byrjaði leikinn af krafti. og sótti heldur meira lengst af í fyrri hálfleik. Fýrri hálfleikur var mjög fjörugur, og sótt á báða bóga. Neville Southall markvörður Everton þurfti að taka á honum stóra sínum strax á fyrstu mínútu, varði þá skalla John Barnes, besta leikmanns Watford. Nokkru síðar þurfti hann að taka mikið úthlaup til að ná fyrirgjöf George Reilly á Mo Johnston. Sherwood í marki Watford hafði nóg að gera við að slá frá á þessum tíma, en ekkert hættulegt færi var þeim megin, utan að Kevin Richard- son skaut í hliðarnetið á 4. mínút-u- Um miðjan hálfleikinn fékk Watford tvö mjög góð færi. Fyrst komst Barnes í gegn eftir fyrirgjöf Johnston. en tók sér of mikinn tíma, og varnarmað- ur komst fyrir. Reilly tók frá- kastið viðstöðulaust, en Derek Mountfield bjargaði. Nokkru síðar komst Mo Johnston einn í gegn, en réð ekki við Sout- hall. Þarna hefði Watford get- að verið yfir 2-0, og óvíst hvernig þá hefði farið. Fyrirliði Watford, Les Taylor cinlék á 37. mínútu í gegn og skaut rétt framhjá, en hálfri mínútusíðar skoraði Everton, og þaö breytti gangi leiksins. Graeme Sharp skoraði fallegt mark stöng og inn, Watford hafði hreinsað, Trevor Steven náði boltanum ög sendi hann við- stöðulaust inn á teiginn í Sharp. Sharp sneri sér snöggt, og skaut í stöngina og inn, óverjandi fyrir Sherwood. Everton átti leikinn eftir þetta. Watford sótti allgrimmt fyrstu 5 mínútur síðari hálf- leiks, án árangurs, en síðan korn rothöggið. Andi Gray skoraði 2-0, eftir frábæra fyrir- gjöf Trevor Steven. Markið var reyndar kolólöglegt, og skrýtið að ekki væri á dæmt. Sherwood markvörður greip boltann, en Gray skallaði hann snvrtilega úr höndum hans. Eftir þetta átti Watford enga glætu, leikmenn voru yfirleitt seinni á boltann, sendingar ónákvæmar, og leikur liðsins einkenndist af gönuhlaupum. Everton hélt hins vegar vel höfði, réð leiknum. Langbesti rnaður vallarins var Evertonleikmaðurinn Tre- vor Stevcn. Hann var maður- inn bak við bæði mörkin, og drift hans, lagni og útsjónar- semi hjálpaði liðinu mikið. John Bailey var sem klettur í vörninni, Southall markvörður frábær, og aðrir ofan meðal- lags. John Barnes bar af í Watford, Reilly var og góður, og Shcrwood verður ekki sak- aður um mörkin. Aðrir voru ofar vonum. Leikurinn var skemmtilegur í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikur fór niður á við eftir því sem frammistöðu Watford hrakaði. Liðin voru þanni); skipuð: Evertun: Southall, Slevtns, ltailey, RatcliiTe, Mountfield, Keid, Stcvcn, Hcath, Sharp, Gray og Kichardson, Harper varamaður kom ekki inná. Watford: Sherwood, Rardslcy, Pricc, (Atkin- son á 58. mín), Taylor, Terry, Sinnott, Callaghan, Johnslon, Keilly, Jackett og Barnes. Sheffield Utd upp í 2. deild ■ Sheffield United fylgir Wimbledon og Oxford upp úr 3. deild ensku knattspyrn- unnar í 2. deild, en ekki Hull City. Frá því var skýrt í NT í síðustu viku, að Hull hefði komist upp, en það var mis- skilningur. Hull þurfti að vinna Burnley með þriggja marka mun í síðasta leiknum til að komast upp, en vann bara 2-0. Derby, Swansea og Cambridge taka sæti þessara liða í 3. deild, féllu úr 2. deild. Úr þriðju deild á Englandi féllu Scunthorpe, Southend, Port Vale og Exeter. I stað þeirra koma upp úr fjórðu deild York, Doncaster, Reading og Bristol City. Neðst í 4. deild urðu Roch- dale, Hartlepool, Chester og Wrexham eða Halifax Þau lið verða að sækja um fjórðudeildartilvist að nýju. Morton og Dumbarton leika í skorsku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu að ári, stað St. Johnstone og Mot- herwell sem féllu. Faith og Alloa féllu í aðra deild, en í stað þeirra koma upp Forfar og East Fife. Andy Gray: „Ég skallaði í hendurnar á Sherwood“ -Frá Jóni Ólafssyni fréttamanni NT i Lundúnum: ■ „Ég er sammála Graham Taylor um það að í 99 prósent tilfella hefði dómarinn dæmt markið af. Ég kom ekki við boltann, ég skallaði aftan á hendur Sherwoods“, sagði Andy Gray, leikmaður Everton. „Það er hins vegar góðs viti, að dómararnir haldi ekki alltaf með markvörðunum. Þeir mega yfirleitt gera allt í teignum, þeir hafa nóg forskot fyrir að geta tekið boltann með höndum, þó ekki megi koma við þá“. Hins vegar var Sherwood aldrei með öruggt tak á boltanum, hann var að teygja sig eftir honum en náði ekki almennilegu taki á honum,“ sagði Gray. Steve Sherwood: „Vorum drepnir niður með broti“ ■ „Við vorum drepnir niður í þessum leik með leikbroti. Ég var með boltann í höndunum þegar Andy (Gray) skallaði í hendurnar á mér. ÉG gat ekkert gert“, sagði Steve Sherwood markvörður Watford eftir úrslitaleikinn á laugardag. „É.g er mjög óánægður með þetta, því frá sjónarhóli annarra lítur út fyrir að ég hafi gert slæm mistök. Ég sagði Andy að hann hefði skallað í hendurnar á mér, og hann viður- kenndi það. Hann sagði að það hefði verið eina leiðin sem hann hefði haft til þess að koma boltanum í netið. Ég reyndi að kalla á dómarann en hann var svo fljótur að koina sér í burtu að ég náði ekki að tala neitt við hann“. * 4

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.