NT - 21.05.1984, Blaðsíða 30

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 30
JONSSON ilK GUkDSS Frekar bragðdauft ■ Guðmundur Sigurðsson var eini keppandinn á íslandsmeist- aramótinu í lyftingum sem lyfti samanlagt yfir 300 kg. Guómundur varð íslandsmeistari í 100 kg. flokki. ■ íslandsmeistaramótið í ól- ympískum lyftingum fór fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi um helgina. Mótið var frekar bragðdauft, árangur i slakara lagi og menn almennt nokkuð frá sínu besta. Islandsmeistari í 67.5 kg. flokki varð Þorkell Þórisson Ar- manni, lyfti samtals 202,5 kg. í 75 kg. flokki varð íslands- meistari Haraldur Ólafsson ÍBA með 275 kg. Sigurvegari í 82.5 kg þyngd- arflokki varð Helgi Auðunsson Ármanni, lyfti samtals 215 kg. í 90 kg. flokki varð íslands- meistari Baldur Borgþórsson KR, lyfti samtals 290 kg. Gamla kempan Guðmundur Siguðrsson Ármanni varð Is- landsmeistari í 100 kg. þyngd- arfþokki, lyfti samtals 307.5 kg. Óskar Kárason KR varð Is- landsmeistari í 110 kg. flokki, lyfti samtals 290 kg. Torfi Óiafsson KR, varð ís- landsmeistari í yfirþungavigt, lyfti samtals 290 kg, KR-ingar báru sigur úr bý- tum í keppni félaganna. HM í knattspyrnu 1990 á Ítalíu Zico seldur? ■ Framtíð brasilíska snillingsins Zico hjá ít- alska félaginu Gdine.se virtist í hættu á laugar- daginn þegar formaður félagsins Lamberto Mazza tilkynnti að hann myndi setja Zico á sölu- lista nema að áhangendur félagsins lánuðu því 10 billjónir líra (180 milljón- ir ísl. kr.) vaxtalaust, fyrir lok maí. Mazza sagðist þurfa peningana til að kaupa tvo til þrjá heimskiassa leikmenn til að styrkja lið sitt. ■ Alþjóða Knattspyrnusam- bandið (FIFA) ákvað á laugar- daginn að ítalir fengju að halda heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1990. Þetta var ákveðið með leynilegri at- kvæðagreiðslu á fundi Knatt- spyrnusambandsins á laugar- daginn. Aðeins cin önnur þjóð hafði boðist til að halda keppn- ina, en það voru Sovétmenn. Italska knattspyrnusam- bandið hefur þegar tilkynnt hvaða vellir komi til greina fyrir keppnina. Fimmtán vell- ir er.u til taks í 14 borgum og rúma þeir samtals rétt tæpa milljón áhorfenda. Flaminio leikvangurinn Í.Róm, þar sem úrslitaleikurinn 1934 fór fram, tekur 130 þúsund áhorfendur og er þeirra stærstur, San Paolo í Napolí er næst stærstur og tekur 85 þús. Aðrir stærðar vellir eru í Mílanó, (82 þús) og ólympíuleikvangurinn í Róm, þar sem úrslitaleikurinn í Evrópukeppninni fer fram 30. maí, rúmar 80 þús. manns. Aðrir vellir, sem allir rúma á bilinu 40 þús. til 70 þúsund áhorfendur eru í Tórinó, Gen- oa, Verona, Udine, Bologna, Flórens, Ascoli, Perugia, Bari, Cagliari og Palermo. ■ Mark McGee skoraði sigurmark Aberdeen í úrslita- leiknum á Hampden Park, og kom mjög við sögu í fyrra marki liösins. Bikarúrslitin í Skotlandi: Stuttar fréttir frá Englandi: McGee tryggði sigur í framlengingunni Mánudagur 21. maí 1984' ‘30 íþróttir Islandsmótið í lyftingum: „Fallvalt gengi" Krá Jóni Ólafssyni frcttamanni NT í I.undúnuin: ■ „Gengi í knattspyrnu er fallvalt. Það sýnir sig best núna, þá kalla allir nafn mitt. Fyrir nokkrum inánuð- um heimtuðu ullir að ég yrði rekinn. Þannig skiptast á skin og skúrir“, sagði How- ard Kcndall framkvætnda- stjóri Everton eftir úrslita- leikinn á laugardag. 1 áhoríendastúkunum þegar langt var liðið á leikinn heyrðust áhangendur Ever- ton kalla hástöfum í kór „Við viljum Kendall.“. „Mark Sharp úrslitaatriðið“ ■ Þetta var skemmtilegur og vinalcgur leikur", sagði Bobby Robson, landsliðs- einvaídur Englendinga eftir bikarúrslitalcikinn á laugar- dag. Grslitaatriðið í þessum leik var þegar Les Taylor skaut rétt framhjá Everton- markinu, og Graeme Sharp skoraði hinum megin 30 sek. úndum síöar. Bestu menn Everton voru bakverðirnir Bailey og Stevens , ásamt markverðinum Southall. Hjá Watford lannst mér Barncs vera sá eini sem skap- aði hættu “ sagði Robson. „Mig langar heim“ É„Mig langar heim“, sagði Maurice Johnston, marka- skorarinn mikli hjá Watford eftir leikinn á laugardaginn. „Eg kann bara ekki við mig í Englandi“. „Graham Taylor hefur sagt mér að það sé ekki möguleiki fyrir mig að fá að fara. Eg verð aldrei alinenni- lega ánægður hérna. En ég hef skrifað undir samning og verð bara að halda út hér þrjú ár í viðbót. Ég tek fram að þetta hefur ekkert að gera með Watfordliðið sjálft“, sagði Johnston. Worthington skiptir enn ■ Frank Worthington, sem hefur verið leikmaður með Southampton í vetur við góðan orðstír, er nú á förum til Wolverhampton Wander- ers. Worthington er gamal- reyndur knattspyrnumaður, koininn vel til ára sinna. Hann hefur víða verið, lengst var hann hjá Leicester City. Hann byrjaði hjá Huddersfield, fór þaðan til Leicester, síðan lá leiðin til Bolton, Birmingham, Leeds Gnited, Sunderland og síð- ast Southampton. Worthing- ton lék allt síðasta keppnis- tímabil með Southampton, en kom í fyrra til Sunderland frá Leeds. ■ Mark MARK McGee á 98. mínútu úrslitaleiks Celtic og Aberdeen í skoska bikarnum færði nýbökuðum Skotlands- meisturum Aberdeen skoska bikarinn á laugardag, á Hamp- den Park í Glasgow. Aberdeen tók forystu í leiknum á 24. mínútu, þegar ■ Allt virðist nú benda til þess, að leigubflstjóri frá Lund- únum verði framkvæmdastjóri Tottenham Hotspur nú í næstu viku. 43 ára gamall aðstoðar- maður Keith Burkinshaw, Pet- er Shreeves, er í sigtinu. Shreeves, sem þjálfað hefur talsvert hjá Tottenham, og ver- ið hægri hönd Keith Burkins- Mark McGee skallaði niður fyrirgjöf, og Eric Black skoraði af fjögurra metra færi, eftir að Willie McStay hafði mistekist að hreinsa. Celtic, sem missti Roy Aitk- en útaf fyrir að brjóta á McGee á 38, mínútu, jafnaði fjórum mínútum fyrir leikslok, með marki Paul McStay. Mark haw, er talinn af enskum blöð- um vera „Joe Fagan týpa“. Annar er lalinn koma til greina í starfið, þó ekki séu eins miklar líkur taldar á því að liann verði ráðinn. Sá er Dave MacKay, framkvæmdastjóri Derby og Tottenham á árum áður. Hann starfar nú í Kuwait, en mun jafnvel vera á heimleið. McStay gerði það að verkum að leikurinn var framlengdur, sjötta árið í röð sem bikarleikur á Skotlandi er framlengdur. Sigurmark McGee kom í framlengingunni, eftir góða samvinnu þeirra a Doug Bell og Gordon Strachan. Strachan, sem er nú á leið til Mancht -\r Gnited á Englandi, var bók- aður í leiknum fyrir brot á Aitken, og Murdo MacLeod í Celtic var bókaður fyrir brot á Strachan í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik fengu Black og McKimmie í Aberdeen og Danny McGrain og Paul McStray í Celtic að sjá gula spjaldið. Liðin voru þannig: Aberde- en: Leighton, McKimmie, Ro- ugvie, Cooper, McLeish, Miller, Strachan, Simpson, McGee, Black, Weir. Vara- menn Stark og Bewll., Celtic: Bonner, McGrain, Reid, Aitken, W.McStay, MacLeod, Provan, P.McStay, McGarvey, Burns, McClair. Varamenn Sinclair og Melrose. Leigubílstjóri stjóri Tottenham Ársþing Körfuknattleikssambandsins: Áfram úrslit - líka á botninum Hátt er boðið í meidda stjörnu: Verður Hoddle tekju- hæstur á Bretlandi? ■ Ársþing Körfuknattleiks- sambandsins var haldið um helgina í Félagsstofnun stúd- enta. Þingið var með rólegra móti, ef miðað er við þing undanfarinna ára. Ákveðið var á þinginu að svipað fyrirkomulag verði á íslandsmótinu næsta vetur og var á síðasta keppnistímabili. Fjögur efstu liðin, eftir fjór- falda umferð, leika sín á milli um íslandsmeistaratitilinn, á sama hátt og gert var í vetur. Tvö neðstu liðin í deildinni leika síðan sín á milli tvo til þrjá leiki um fallið í 1. deild. Sama fyrirkomulag verður á 1. deildarkeppninni og verið hefur. Erlendir leikmenn verða á- fram bannaðir í meistaraflokki karla, en leyfðir í öðrum flokkum. Ný stjórn var kosin á þing- inu. Eiríkur Ingólfsson var kos- inn formaður, en aðrir í stjórn voru kosnir Hilmar Gunnars- son, Jónas Ketilsson og Þóra Steffensen. Fyrir í stjórninni var Kristinn Stefánsson. ■ Glcnn Hoddle. Frá Jóni Ólafssjni freltanunni NT i l.undúnum: ■ Tottenham hefur nú boðið miðvallarleikmanni sínum og enska landssliðsins, Glenn Hoddle nýjan og enn betri samning. Hoddle á að fá eina milljón punda (uþb. 42 milljón- ir ísl. kr.) fyrir næstu 5 ár. Hoddle hefur nú 3 þúsund pund (uþb. 128 þús. ísl. kr.) í laun á viku hjá Tottenham. Nýi samningurinn hljóðar upp á kauphækkun um eitt þúsund pund á viku. (42 þúsund ísl. kr.) Það-mundi gera Hoddle best launaða leikmann í breskri knattspyrnusögu. Glenn Hoddíe hefur hvorki sagt já eða nei við þessu tilboði félags síns, en hann er alinn upp hjá Tottenham Hotspur. Hann vill fá að sjá hvaða framkvæmdastjóri verður ráð- inn hjá liðinu áður en hann gefur svar. Hoddle hefur í vetur mjög verið orðaður við ítölsk knatt- spyrnulið næsta keppnistíma- bil. Án efa geta ítalirnir boðið honum betra kaup, en ásókn ítalanna í Hoddle hefur minnkað eftir að hann meidd- ist síðast. Hann á enn við þau meiðsli að stríða. Fleiri leikmenn Tottenham eru óráðnir í hvað þeir vilja, bíða eftir nýjum framkvæmda- stjóra. Þar má nefna Tony Galvin og Mark Falco.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.