NT - 21.05.1984, Blaðsíða 6

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 6
Breytingar á bústofni bænda síðustu f jögur árin: Mánudagur 21. maí 1984 6 Fjölgun svína og nautgripa veguruppfækkun sauðfjár! ■ Hvað hefur eiginlega unnist með kvóta- kerfinu, fóðurbætisskattinum og allri annarri kostnaðar- og tímafrekri framleiðslustjórnun í landbúnaði, síðan byrjað var á þessu öllu á miðju ári 1980? Þessi spurning kemur óneitan- lega upp í hugann þegar litið er á tölur um bústofn þann sem framleiðir þau kjöt- og ostafjöll sem valdið hafa vandræðum og gífur- legum kostnaði í útflutningsbótum um mörg undanfarin ár. Tölurnar eru fengnar úr Hagtíð- indum, en Hagstofan hefur unnið þær upp úr forðagæsluskýrslum frá Búnaðarfélagi Islands. ■ Hlutfallstölurnar í aftasta dálkinum sýna breytingar þær sem átt hafa sér stað í bústofni landsmanna frá því árið 1980, þegar kvótakerfi, fóðurbætisskattur og önnur framleiðslustjórnun í landbúnaði hófst og þar til í lok síðasta árs. Tölurnar eru úr forðagæsluskýrslum sem unnar eru árlega eftir sláturtíð að hausti. Er því um að ræða fjölda gripa settan á vetur, heyfeng hvers árs í þúsundum rúmmetra og innflutt tonn af fóðurvörum árlega samkvæmt Hagtíðindum. Bústofn og fóður 1979-1983 1979 1980 1981 1982 1983 Br. 80-83 Mjólkurkýr 33.749 33.577 32.769 32.845 33.189 4- 2% Geldneyti 11.590 12.298 14.634 16.402 +42% Kvígur 4.102 4.063 4.375 4.966 +21% Kálfar 10.664 11.236 12.581 13.983 +31% Nautgripir alls: 59.933 60.366 64.435 68.540 +14% Ær 684.589 667.544 625.828 594.469 413% Sauðféalls: 796.755 827.927 794.644 747.701 711.936 414% Hross 50.067 52.346 53.999 53.650 52.056 + 4% Þurrhey 2.995 3.704 2.979 3.220 3.029 Vothey 159 174 180 193 220 Kjarnfóður 84.918 62.011 60.402 67.902 72.722 +17% Svín 1.475 1.553 1.494 1.923 2.203 +42% Þótt mikið hafi verið rætt og rilað um að bændur hafi tek- ið á sig töluverðan fækkun á hústofni á umræddu tíma- bili virðast tölurnar segja okk- ur það að eina fækkunin frá árinu 1980 til 1983 er um 14% fækkun sauðfjár. Víst munar um 90 þúsund ær, sem ella gætu gefið af sér um 1.600 tonn af dilkakjöti á ári. Tölurnar virðast hins vegar sýna okkur að í stað ánna hafi bændur _______________________________ fjölgað t.d. geldneytum sínum um nær 5.000 á sama tímabili, sem ættu að gefa af sér hátt í 700 tonn af nautakjöti í staðinn. Auk þess hefur full- orðnum svínum á sama tíma fjölgað um 725, sem ættu að geta bætt við röskum 600 tonn- um af kjöti. Sýnist því fara að skýrast hvers vegna kjöt- fjöllum, sem flytja þarf út fyrir verð sem rétt rúmlega svarar sláturkostnaði, eða safnast í birgðir á haustdögum, gengur illa að lækka, þrátt tyrir 4 ára framleiðslustjórnun. Ekki má í þessu sambandi gleyma kjúk- lingakjötinu sem aukist hefur mjög á þessum árum, þótt þeir séu ekki taldir með í forða- gæslutölum. Tölurnar um nautgripa- stofninn í landinu haustið 1983 gefa síður en svo til kynna að bændur séu í samdráttarhug á því sviði - hvorki í kjöt eða mjólkurfíamleiðsiu. Fjölgun á kálfurn, kvígum og geldneyt- um um nær 3.800 frá haustinu áður - þrátt fyrir rigningasum- ar og lélegan og hrakinn hey- feng - benda í þveröfuga átt. Raunar kemur og fram, að þessum viðbótarbústofni hefur rn.a. verið haldið uppi með aukinni fóðurbætisnotkun um nær 5.000 tonn á milli þessara tveggja ára. Innkaupsverð 4.800 tonna af fóðurbæti nam um 25 milljónum króna, en alls var innkaupsverð þeirra nær 73 þús. tonna af fóðurbæti sem fluttur var til landsins á síðasta ári röskar 375 milljónir króna. Á móti kom útflutningur búvara fyrir um 207 millj. króna á því sama ári. Þar af ; voru 2.585 tonn af kindakjöti fyrir um 93 millj. kr. (36 kr. kílóið) og 584 tonn af osti fyrir um20millj. kr. (34 kr. kílóið). Birgis og Eiríks Jójó Rall ’84 Baráttusigur ■ Gott skipulag og fram- kvæmd án umtalsverðra tafa einkenndi Jójó Rall AIFS sem fram fór síöasta laugardag. Voru rallarar mjög ánægðir með frammistöðu keppnis- stjórnar og alla framkvæmd rallsins sem styrkt var rausnar- lega og heilshugar af Ragnars- bakaríi í Keflavík. Lagði Ragn- arsbakarí einnig til húsnæði og aðstöðu sína að Iðavöllum þar sem seldur var heitur matur í hádeginu og að lokinni keppni var meira að segja haldin tízku- sýning frá Koda í Keflavík innan um brauðin og Jójóhringina. Sigurvegarar eftir 12 sérleiðir urðu Birgir Bragason og Eiríkur Friðriksson á Ford Escort sem líklega er bezt útbúni rallbíll landsins. Eftir þeim komu þrjár Toyotur þeirra Halldórs og Hjörleifs, Ómars og Jóns og Arnar og Sigmars. Um fyrsta sætið var af þeim sem kláruðu hörðust keppni milli Birgis og Halldórs. Birgir og Eiríkur höfðu lýst því yfir fyrir keppnina að þeir ætluðu, myndu og skyldu sigra og stóðu við það með öruggum og hröðum akstri. Halldór og Hjörleifur stefndu heldur ekki á annað en toppsæt- ið. Kraftleysi háði þeim allan tímann sem ekki tókst að kom- ast fyrir og kvaðst Halldór hafa „keyrt á kúplingunni“ til þess að halda snúningshraða vélar- innar uppi. Við Saltverksmiðj- una á Reykjanesi urðu þeir svo fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá bíl á móti sér sem ók á miðjum vegi án þess að víkja. Ómar og Jón Ragnarssynir óku nýju Corollunni létt en mjög örugglega í þriðja sætið. Toyotan er mjög ólík Renaultn- um, sem þeir kepptu á í fyrra, í akstri og segist Ómar sérstak- lega óvanur að hafa ekki lítið ■ BMW Þursteins Ingasonar „á fullu gasi“ IVegirnir voru víða holóttir dobblaða stýrismaskínu (fáir hringir borð í borð) eins og í Renaultnum auk þess sem vant- ar meiri kraft og önnur hlutföll í gírkassa. Allt þetta er væntan- legt innan skamms og munu þeir bræður sem eru reyndustu rallarar landsins þá fyrst byrja fyrir alvöru. í fjórða sæti urðu Örn Stefáns- son og Sigmar Gíslason á Toy- ota Corolla sem Örn hefur lengi haft í smíðum. Fyrsta keppni bílsins var í Autó ’84 rallinu í apríl en í þetta sinn náði Örn réttu tökunum eins og þessi mjög góði árangur ber með sér, og sýndi oft stórgóða takta. Næstir á eftir Erni í mark voru Óskar F. Jónsson og Guðmund- ur Ö. Jónsson á „Runólfi”, Renaultnum sern Ómar Ragn- arsson hefur náð svo góðum árangri á undanfarin ár. Óskar náði ótrúlega góðu valdi á þess- um erfiða framdrifna bíl og er hvergi smeykur við að henda honum áfram, stundum á tæp- asta vaði. Sjötta sætinu náðu norðan- mennirnir Auðunn Þorsteins- son og Steingrímur Ingason. Hjálpaði það til að Escortinn hefur stundum brugðizt trausti hans og Sighvats Sigurðssonar. Hefur Þorsteinn alltaf keyrt upp á sigur en hestana 170 hefur þá hrjáð hitasótt eða annað álíka. Þorsteinn og Sighvatur er ein af áhöfnunum fjórum sem munu sýna Skotum hvernig á að aka bíl í Skozka rallinu 7.-9. júní. Níunda sætið hrepptu Magnús Baldvinsson og Gunnar Sigurðs- son á „Kynskiptingunum", Lancer sem Bragi Guðmunds- son keypti að utan með stýrið öfugu megin. Magnús færði það yfir, skipti um vél, topp og hlið öðru megin og hyggur sér gott til glóðarinnar í næstu röllum. Tíunda sætið vermdu þeir Árni Óli Friðriksson og Ari Arnórs- son á Escort 1300. Standard vélin mátti sín lítils innan um vöðvabúntin en í staðinn var látið vaða af þeim mun meiri bjartsýni og skemmti áhöfnin sér ágætlega þennan laugardag á láði sem í lofti. Opel hefur varla sézt í ralli hérlendis en í 11. sæti komu þeir Auðunn Ólafsson og Hauk- ■ Veifaö til áhorfenda hans Auðuns er búinn full- komnustu fjöðrun og „tjúnaðri“ vél þótt aðeins 1300 sm3 sé og skutu þeir mörgum aftur fyrir sig sem skörtuðu stærri vélum. í sjöunda sæti urðu Matthías og Þráinn Sverrissynir á Escort 2000 sem Matti hefur unnið í í allan vetur með þeim árangri m.a. að bíllinn „vinnur alveg ógurlega", og ætla þeir sér stóra hluti í sumar. Þorsteinn Ingason kom næst- ur á öðrum kraftmiklum bíl, BMW 2002 Turbo, sem þó ur Már Sigurðsson á Opel Manta sem keyptur var örstuttu fyrir keppnina í stað Datsun bílsins sem styttist um nærri einn metra við útafkeyrslu á hraunklöpp í síðasta ralli. Núm- er 12 í mark urðu Þröstur og Halldór Sigurjónssynir þrátt fyrir áberandi þreytumerki á Escortnum þeirra. Voru fram- hjólin farin að glenna sig nær ósiðlega mikið í sundur að framan, þannig að bíllinn lét all-illa í stýri. Þrettánda bílinn mönnuðu Indriði Þorkelsson og Magnús Jensson. Toyota Cor- ollan þeirra skilaði þeim áfalla- laust í mark á mjúkri óbreyttri fjöðrun og lestina ráku Sigurður Jensson og Sigurður Sigurðsson eftir þó nokkra erfiðleika. Af þeim 6 sem duttu út hlaut einn þeirra, Jón Einarsson, inn- göngu í Veltiklúbb Hrakfalla- nefndar B.Í.K.R. fyrir að rúlla BMWinum sínum 3 veltur. Fékk hann að sjálfsögðu vottorð þessu til staðfestingar sem er sama hvort snýr upp eða niður. Það þarf þó ekki að velta til að klára ekki rally eins og Sigurður Pétursson og kóari fengu að kenna á, því á leið í skoðun á föstudeginum stoppaði bíllinn rétt við Straumsvík vegna bens- ínstíflu, og fór ekki lengra þann daginn, eða næsta. Þeir sem áttu leið hjá Tommaborgurum við Fitjar þar sem keppnisbíl- arnir voru um kl. 4 höfðu ríka ástæðu til að fitja upp á nefið. Vörubílstjóri á leið í Fiskimjöls- verksmiðjuna á Reykjanesi hafði nefnilega tapað heilum farmiaf gömlu slori á veginn og þurftu allir rallbílarnir að slubb- ast í gegnum hauginn. Stybban af þessu var svo megn að þrátt fyrir rækilegan þvott eru sumir enn efins um að hún hverfi nokkurn tímann alveg af bílun- um. Þegar úrslit höfðu verið tilkynnt við Ragnarsbakarí slógu Birgir og Eiríkur tappa úr kampavínsflöskum svo úðinn gekk yfir alla viðstadda, sem að sjálfsögðu fjölmenntu á rallý- ballið í Glóðinni, síðustu sér- leiðina.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.