NT - 21.05.1984, Blaðsíða 28

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 28
Mánudagur 21. maí 1984 28 Meistaratianin hjá Ásqejri næstum í höfn HSV steinlá á heimavelli fyrir Frankfurt - Bayern tapaði stigi. hclgarinnar urðu Frá Gísla A. Gunnlaugssyni fréltamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Línurnar skýrðust heldur betur í v-þýsku Búndeslígunni í knattspvrnu á laugardaginn var. Eftir mikla spennu í knatt- spyrnuáhorfendum og áhang- endum í V-Þýskalandi síðast- liðna viku urðu óvænt úrslit á laugardag til þess að VFB Stutt- gart er nú þegar raunverulega orðinn v-þýskur meistari, til þess að því verði breytt, þarf Hamborg að vinna Stuttgart með a.m.k. fímm marka mun á heimavelli Stuttgart um næstu helgi, nokkuð sem cnginn telur mögulegt. ■ Ásgeir Sigurvinsson skoraði glæsimark og kom Stuttgart af stað í leiknum gegn Bremen. Sigurinn var sæt hefnd fyrir það þegar Bremen sló Stuttgart út úr bikarkeppninni í vetur. ---- Glæsimark Ásgeirs kom Stuttgart á bragðið! - Og liðið vann verðskuldaðan sigur í Bremen Frá Gísla Á. Gunnlauessvni frétlamanni NT í V-Þjskalandi: ■ VFB Stuttgart, með Asgeir Sigurvinsson í fararbroddi, vann frækinn útisigur á Werder Bremen um helgina. Þessi sigur fleytir Stuttgart langleiðina til meistaratitilsins þýska, úrslit urðu þau í dcildinni, að Stutt- gart er nær öruggt með meistaratignina. Lið Bremen varð fyrir því áfalli fyrir leikinn, að fjórir af fastamönnum liðsins gátu ekki leikið með vegna meiðsla og veikinda. Leikurinn fór mjög vel af stað. Fyrstu 10 mínúturleiksins sótti Stuttgart nær stanslaust en Bremen átti sínar fyrstu sóknir, og á næstu 20 mínútunum áttu þeir mörg allgóð marktækifæri. Það voru einkum Reinders og Völler sem gerðu usla við mark Stuttgart, sem á nýjan leik var varið af Roleder, sem verið hefur frá í 6 vikur lengst vegna meiðsla er hann hlaut í sam- stuði við Karl-Heinz Rummen- igge. Roleder sýndi það og sannaði í þessum feik hversu mikilvægur hann er liði sínu, hann náði að verja stórglæsi- lega hvað eftir annað, og gerði aldrei mistök í leiknum. Besta tækifæri fyrri hálfleiks átti án efa Völler sem vippaði yfir Roleder í þverslá StuttgarL marksins á 30. mínútu, knötturinn kom út aftur, yfir Roleder, og Völler skallaði knöttinn gkæsilega en með ein- hverjum óskiljanlegum hætti tókst Rolederað berjaknöttinn yfir í horn. Asgeir Sigurvinsson átti mjög gott marktækifæri í lok fyrri hálfleiks, er Allgöwer skallaði knöttinn laglega inn í teig, en Ásgeir hitti knöttinn illa, og laust skot hans var varið af Burdenski alveg út við stöng. í síðari hálfleik vargreinilegt að Stuttgart liðið var mun sterkara, og greinilegt að ekki var spilað upp á jafntefli. Fyrir- fram hafði verið búist við að Stuttgart mundi reyna að ná jafntefli 1-1 eða 0-0 í Bremen, en þjálfari liðsins var ekki á þeim buxunum. Það var þó ekki fyrr en á 62. mínútu, aðÁsgeirSigurvinsson gerði fyrsta mark leiksins, og var það sannarlega glæsilegt. Knötturinn barst til Ásgeirs, rétt utan vítateigs Bremen, Ás- geir þurfti að renna sér fyrir hann, og lenti þá í návígi við Bruno Pezzey, austurríska landsliðsmanninn í liði Bremen. Þeir lágu báðir á jörðinni, én Ásgeir varð fyrri á fætur, lék í átt að vítateigshorn- inu, og af 20 metra færi sendi hann þrumuskot upp í vinstra markhornið. Sannarlega stór- glæsilegt skot, sem Burdenski átti ekki möguleika á að verja. Eftir þetta sótti Stuttgart án afláts og Allgöwer og Corne- liusson áttu góð færi á að gera út um leikinn. Svíinn skaut m.a. í stöng. Bremen tókst að jafna 72. mínútu, Möhlmann skoraði með glæsilegum skalla eftir aukaspyrnu Ordenewitz. Nú leit út fyrir jafntefli, en Stutt- gart var ekki á þeim buxunum, og sótti án afláts síðustu 18 mínútur leiksins. Sigurmarkið skoraði Ohlicher á 83. mínútu ettir að Burdenski náði ekki að halda fastri aukaspyrnu Bernd Förster. Eftir leikinn sagði þjálfari Bremen, Otto Wehagel, að sigur Stuttgart hefði verið sanngjarn, liðið hefði sótt mun meira allan leikinn, leikmenn sínir hafi barist hetjulega þrátt fyrir að þeir hafi verið án margra fastra leikmanna. Helniut Benthaus sagði að þrátt fyrir meiðsli í-liði Bremen væri alltaf erfitt að leika þar, Stuttgart hefði tapað þar undanfarið, og hann væri ánægður með úrslitin. Að spurður hvort hann teldi meist- aratitil Stuttgart heppnissigur, byggðan á óvæntum úrslitum í öðrum leikjum, sagði hann: „Nei, við höfum verið efstir á töflunni oftast allra liða í vetur. Gengi okkar hefur verið hvað jafnast, við höfum tapað fæst- um leikjum, einungis fjórum en HSV og Gladbach 7, þannig má segja að við séum vel að því komnir að verða meistarar, en ég vil taka það fram að við verðum ekki meistarar fyrr en á laugardag, keppninni er ekki lokið fyrr en leiknum við HSV er lokið, og hann viljum við auðvitað vinna sem nýir þýska- landsmeistar,“ sagði Benthaus. Urslit þessi: Offenbach-Braunschweig ...... 1-2 Dortmund-Bayern.............. 1-1 Leverkusen-Gladbach.......... 1-2 HSV-Frankfurt................ 0-2 kaiserslautem-Niirnberg...... 4-2 Bielefeld-Bochum ............ 2-1 Diisseldorf-Mannheim ........ 1-2 Urdingen-Köln................ 4-6 Bremen-Stuttgart............. 1-2 HSV-Frankfurt 0-2 Margir af leikmönnum HSV töldu að leikurina við Frank- furt væri auðunninn. Samt fékk liðið kalda vatnsgusu framan í sig strax á 9. mínútu, þegar Falkenmayer skoraði af um 25 metra færi með glæsiskoti; FISV. sótti stíft eftir þetta, án þess að skapa færi. Frankfurt lék skynsamlega vörn, og beitti stórhættulegum skyndisókn- um, svo að ekki hefði verið óeðlilegt að staðan hefði verið 2 til 3-0 í hálfleik þeim í hag, og undir þetta tók þjálfarinn Ernst Happel í sjónvarpsþætti í fyrra- kvöld. í síðari hálfleik kom Schatz- schneider inn á, en þrátt fyrir að meira bit kæmi í sóknina var HSV samt klaufalegt í teignum. Besta færið í síðari hálfleik átti Magath, er hann skallaði í stöngina eftir fyrirgjöf frá Kaltz. Rothöggið í leiknum fékk HSV á síðustu mínútunni, þeg- ?r Svíinn Svensson brunaði einn í átt að marki HSV, og Jakobs hindraði hann ólög- lega með höndum. Vítaspyrna dæmd, og Falkenmayer skor- aði að nýju. 2-0 og meistara- draumar HSV væntanlega úr sögunni. Dortmund-Bayern 1-1 Fyrir leikinn átti Bayern stærðfræðilegan möguleika á Inter kaupir Brady ■ Liam Brady inun leika með Karli-Heinz Rummenigge í Mílanó. Frá Jóni Ólafssyni frcttamanni NT i Englandi: ■ Nú er komið á hreint að írinn Liam Brady verður áfram í ítalskri knattspyrnu. Hann mun fara til Inter Mílanó, og leika þar með Karli-Heinz Rummenigge. Inter Mílanó verður þá að selja þjóðvcrjann Hansa Múller, og mun hann að líkindum fara til Verona, í skiptum fyrir miðvörðinn Tricella, eins og NT skýrði frá fyrir helgi. að verða meistari, miðað við að HSV og Stuttgart mundu bæði tapa tveimur stigum, í þeim leikjum sem eftir væru. Leikur liðsins gegn Dortmund var hvergi nærri sannfærandi, en samt var Bayern afgerandi betra í fyrri hálfleik. Karl- Heinz Rummenigge skapaði mikla hættu, lék aftarlega og byggði mikið upp, sérstaklega mataði hann Höness og Micha- el bróður sinn á góðum send- ingum. í hálfleik var staðan 0-0, en á 55. mínútu sýndi Karl-Heinz hálfgerð sirkus- brögð í vítateignum, lék á hvern andstæðinginn á fætur öðrum, og gaf að lokum glæsi- lega á kollinn á Nachtwei sem skallaði óverjandi bolta í netið hjá Dortmund. Þar stóð mark- vörðurinn Immel, sem átti al- geran heimsklassaleik á laugar- dag. Eftir þetta var talið að sigur Bayern væri örugglega í höfn, liðið sótti án afláts, og sóknarlotur Dortmund voru hálfvandræðalegar. En Tyrk- inn Keser kom inn á á 59. mín., og það breytti leiknum. Keser jafnaði leikinn á 79. mín. eftir stórskemmtilegan samleik við Wegmann. Leverkusen-Gladbach 1-2 Afburðalélegur leikur ná- grannanna. Staðan í hálfleik var 1-0 eftir að Hannes skoraði fyrir Mönchengladbach, en Norðmaðurinn Herlovsen í liði Gladbach skoraði sjálfsmark á 79. mínútu. Á lokamínútunni kom líklega upp einkennileg- asta staða í Búndeslígunni í vetur, þegar markvörður Lev- erkusen, Vollborn, hélt að dómarinn hefði flautað auka- spyrnu á Gladbach inn í víta- teig sínum. Hann lagði knött- inn á jörðina, stóð þar rólegur þegar Matheus kom aðvífandi, tók knöttinn og spyrnti í netið, mark. Dómarinn hafði ekki flautað, heldur einhver í áhorf- endaskaranum. 2-1 fyrir Mönchengladbach, en liðið á enga möguleika á meistaratitl- inum, til þess þarf liðið að vinna upp 18 marka forystu Stuttgart, færi svo að Stuttgart tapaði fyrir HSV. Línurnar um UEFA-sætin skýrðust um helg- ina með þessu tapi Leverkusen, Köln nær nú líklega síðasta UEFA. Úrdingen-Köln 4-6 Mikill markaleikur, og leikur hinna lélegu varna. Staðan í hálfleik var 3-0 fyrir Köln. Mörkin skoruðu Allofs 3, Litt- barski 2 og Lefkes 1. Mörk Úrdingen skoruðu Gulich, Feilder, Jusuf og Gulich aftur. Staðan nú þessi: Stuttgart .. Hamb. SV . Gladbach .. Munchen .. Bremen ... Köln....... Leverkusen Bielefeld .. Bruns...... Úrdingen .... 33 12 Kaisersl.....33 12 Diisseldorf .. 33 11 Mannheim Dortmund Búndesligunm er ■ Pierre Littbarski skoraði tvö mörk fyrir Köln gegn Úrdingen. Sigur Kölnar þar þýðir að líkindum sæti í UEFA keppni fyrir liðið. Bochum..... 33 9 8 16 52-69 Frankfurt ... 33 6 13 14 42-61 Offenbach ... 33 7 5 21 47-10019 Nurnberg ... 33 6 2 25 38-83 14

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.