NT - 21.05.1984, Blaðsíða 32

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 32
 * 9 4iW &d%m %% - $#& MfHp| Asgeir með glæsimark og Stuttgart nær öruggur meistari - sjá bls. 28 - Ársþing Körfuknattleikssambandsins: Tómt hús í Njarðvík í vetur? ■ Á nýafstöðnu þingi Körfu- knattleikssambandsins gáfu úr- valsdeildarfélögin upp áhorf- cndatölur á heimaleikjum sín- um í vetur. Af hcildarinnkomu á leikjum ber félögunum að greiða 10% í KKÍ. Samkvæmt þeim tölum sem íslandsmeistarar Njarðvíkur gáfu upp, þá hefur verið svo að segja tómt hús á heimaleikjum liðsins í vetur. Nánar til tekið 86,9 áhorfendur að meðaltali á leik. í fyrra mættu um þrjú- hundruð manns að meðaltali á heimaleiki liðsins. Þessum nýju tölum frá Njarð- vík neituðu jtingfulltrúar á árs- þingi KKÍ að trúa. Samþykkt var tillaga á þinginu, þar sem tölurnar voru dregnar í efa og hinni nýju stjórn sambandsins falið að komast að hinni raun- verulegu áhorfendatölu í Njarð- vík sl. vetur. Sættu Njarðvíking- ar ámæli á þinginu fyrir að gefa upp svo lágar tölur og töldu margir að hér væri um mjög alvarlegar tilraunir að ræða, til að sleppa við greiðslur. Sebastian Coe kominn á fulla ferð: Náði besta tíma ársins í 800 m ■ Sex mánaða hvild vegna mciðsla virðist ekki hafa haft nein áhrif á hraða heimsmeistar- ans í 800 m hlaupi Sebastian Coe. Hann hljóp 800 m á besta tíma sem náðst hefur í ár á íþróttamóti í Englandi á laugar- daginn. Coe hljóp 800 m á 1:45.2 og virtist tiltölulega ánægður með afrekið: Á þessu augnabliki er ég rnjög ánægður" sagði Coe „ég virðist hlaupa ágætlega en er aðeins í um 70% úthaldi. Það er gott að byrja svona vel og nú hef ég eitthvað til að byggja á“ sagði heimsmeistarinn. Sebastian Coe hefur um ára- bil verið einn litríkasti milli- vegalengdahlaupari heims. Hann og landi hans Steve Ovett hafa marga hildi háð, og stóð styrrinn lengi um það hvor væri betri, enda bættu þær heimsmet hvors annars á víxl. Síðastliðið haust leit helst út fyrir að báðir þessir hlauparar hefðu lifað sitt fegursta sem slíkir, en nú virðist ekkert nema enn ein meiðsl geta komið í veg fyrir að Coe keppi á ólympíuleikunum í suntar. lágmarkið ■ Óskar Jakobsson kúluvarpari er nú óðum að komast í gott form. óskar, sem hefur átt við meiðsli að stríða í atllang- an tíma, hefur nú náð sér vel af þeim, og kastaði 19,80 metra í kúluvarpi á frjálsíþróttamóti í Austin i Texas í nótt. Óskar átti öll sin köst í kcppninni yfir 19,50 metra, og er að sögn „allur að koma til“. Þess verður að líkinduin ekki langt að biða, að Óskar nái ólympíulágmarkinu, lágmark Ólympíunefndar íslands er 20,00 metrar, en lengsta kast Óskars i nótt hefði flcytt honum vel fram fyrir miðju á HM i Helsinki í fyrra. Socrates seldur til Fiorentina ■ Knattspyrnusnilliligurinn Socrates hefur samþykkt fyrir sitt leyti alla skilmála um fé- lagaskipti sín til ítalska félags- ins Fiorentina. „Fyrir mína parta er samningurinn í lagi. Peningahliðin er ekkert vanda- mál og nú er það bara undir Corinthians að samþykkja söl- una“ sagði Socrates í viðtali við blað í Sao Paulo. Samkvæmt frétt blaðsins mun Corinthians frá 3.3 millj- ónir dollara (um 100 millj. ísl. kr.) fyrir kappann og Socrates sjálfur mun hafa 2.3 milljónir dollara fyrir tveggja ára samn- ing auk annarra hlunninda. Ópinberrar tilkynningar um söluna er að vænta eftir að Corinthians hafa spilað við Fluminense í annarri umferð undanúrslita brasilísku deild- arkeppninnar í dag. ítalskt blað sagði í gær að meðal þeirra hlunninda sem Socrates fær séu íbúðarhús, tveir bílar, ókeypis menntun fyrir börnin hans fjögur og 18 flugmiðar er gildi á milli Ítalíu og Brasilíu. Socrates sem er lærður læknir mun jafnframt fá að sækja tíma í læknisfræði þegar hann er ekki að spila knattspyrnu. „Ég vil faraheim“ -bls.30- Everton á undan -bls.31- Rautt spjald á Akureyri -bls.27- Schiister frá í sex mánuði - verður ekki með V-Þjóðverjum á Em ■ Það er nú víst að vestur- þýski landsliðsmaðurinn Bernd Schuster, sem leikur með spænska félaginu Barcelona, muni ekki leika með í Evrópu- keppni landsliða, sem hefst í næsta mánuði, vegna meiðsla. Schuster slasaðist illa á hægri fæti í 3-0 sigri Barcelona á Real Sociedad á laugardaginn. Hann varð að yfirgefa völlinn í hálf- leik og sögðu læknar að hann yrði frá keppni í allt að sex mánuði. Jupp Derwall, þjálfari Vestur Þjóðverja, sagði að mjög erfitt yrði að fylla það skarð er Schust- er skildi eftir á miðjunni. Nokkrir leikmenn þýska liðsins tóku undir orð Derwalls og sagði Karl-Heinz Rummenigge að hann myndi jafnvel taka að sér lykilhlutverkið á miðjunni. Vestur Þjóðverjar eiga að leika á morgun við ítali í Zúrich og er líklegt að liðsuppstillingin verði þannig: Schumacher, Stie- leke, B. Förster, K.H. Förster, Briegel, Bommer, Matthaeus, Rolff, Brehme, Vöeller og Rummenigge.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.