NT - 21.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 10
Mánudagur 21. maí 1984 10 Loðdýrarækt í Danmörku: ÖFLUG BÚGREIN Á UPPLEIÐ ■ Loðdýrarækt fer heldur vax- andi í Danmörku og eru menn bjartsýnir á framtíð hennar. Svo sem fram hefur komið í fréttum hefur verð á skinnum farið verulega hækkandi á síðastliðn- um vetri frá einu uppboði til annars eftir það verðfall sem varð einkum á refaskinnum 1983. Söluverð á minkaskinnum í danska uppboðshúsinu hefur aldrei orðið hærra en á þessu ári en nú mun meðalverðið verða udm 265 kr. danskar fyrir skinn- ið. Hæsta nteðalverð sem áður hefur fengist var 233 kr. árið 1982. Meðalverð á refaskinnum verðurum460kr. danskar(1360 ísl. kr.) en var aðeins 317 kr. 1983. Hæsta meðalverð sem áður hefur fengist var 542 kr. árið 1979. Loðdýrabændur eru nú rúmlega 3200. Loðdýrarækt- in er nær alfarið stunduð sem t'jölskyldubúskapur í Dan- mörku. Um 3.140 bú eru með minkarækt, um 730 eru með refi og 185 með chincilla. Að með- altali eru 509 minkalæður á hverju búi en 418 refalæður, og eru refabúin því hlutfallslega stærri til jafnaðar. Bændur sem rækta chinchilla eru að meðal- tali með 268 dýr. Talið er að það sé fullt ársverk að hugsa um 800 minkalæður. Árangurinn í minkaræktinni hefur farið jafnt batnandi undanfarandi ár og þakka Danir það skipuiegri útrýmingu á vírussjúkdómnum „plasmacyt- osis“ en meirihluti' minkabú- anna er nú að verða laus við hann. Að meðaltalifengust4,4l hvolpur eftir hverja paraða læðu. Loðdýrarækt Dana er mjög vel skipulögó félagslega. Rekn- ar eru 30 fóðurstöðvar í landinu og eru þær flestar í félagseigu bændanna. Þær hafa með sér samband og auk þess er sérstakt fóðurráð starfandi þar sem sitja 3 fulltrúar fóðurstöðvanna og 2 frá loðdýraræktarsambandinu. Á vegum þessa ráðs er samið um verð á fiski og fiskúrgangi til fóðurstöðvanna við samtök sjávarútvegsins. Heildarsalan 7 milljarðar Danska loðdýraræktarsam- bandið er einnig mjög öflugt. Það á bæði hlut að rannsóknar- starfsemi og ráðunautaþjónust- unni en fyrst og fremst rekur það uppboðshúsið í Glostrup í útjaðri Kaupmannahafnar, þar sem fara fram ein stærstu loð- dýrauppboð sem þekkjast. Stærð þessa fyrirtæki- má marka af því að þar eru 4 hektarar (40.000 m2) undir þaki. Þegar allt er í fullum gangi á uppboðstímanum eru þar að störfum á milli 600-700 manns. Fastráðnir starfsmenn allt árið eru 160 og í allt eru þar unnin um 350 ársverk. Á stærstu uppboðin koma allt að 500 loðskinnakaupendur hvaðanæva að úr heiminum. í þessu mikla húsi eru matsalir fyrir 1500 manns og er ekki óalgengt að þar snæði 2000 manns á dag en þar er aldrei seldur beini. Auk dönsku skinnanna eru þarna seld skinn frá mörgum öðrum löndum bæði af ræktuð- um loðdýrum og fjölmargar teg- undir grávöru af villtum dýrum allt frá sléttuúlfum, þvotta- björnum og otrum frá Banda- ríkjunum eða Kanada, rauð- refum, gaupum og greifingjum frá norðurslóðum Evrópu, til ísbjarnarfelda frá Grænlandi svo nokkur dæmi séu tekin. Heildarsalan í þessu húsi nam á síðasta ári um 2,4 milljörðum danskra króna um 7 milljörðum ísl. kr. en bróðurparturinn er ■ Á íslandi fellur ekki minna til af físki og fiskúrgangi en í Danmörku og allt bendir til að hér megi fá ekki minna fóður og ekki dýrara en það sem Danir nota. kominn frá dönskum loðdýra- bændum. Til framleiðslu sinnar nota danskir loðdýrabændur um 120 þúsund lestir af fiskúrgangi eða bræðslufiski. Hluta af þessu flytja þeir inn t.d. um 20 þús. lestir frá Færeyjum, en mest er heimafengið. Lítið er notað af sláturúr- gangi eða aðeins það sem fellur til við hænsnaslátrun, úrgangur frá svína- og nautgripaslátrun fer allur til framleiðslu á gælu- dýrafóðri og þykir því of dýr í loðdýrafóður. Kolvetnin, kornið, sem nem- ur 20-30% af fóðrinu framleiða Danir sjálfir. Framleiðslan er því nær alfarið innlend, aðkeypt föng fyrir utan fóðrið eru mjög lítil og hún er ekki fjármagns- frek en skilar beinhörðum gjald- eyri. Það er athyglisvert fyrir ís- lendinga að hér fellur ekki minna til af fiski og fiskúrgangi en í Danmörku og allt bendir til að hér megi fá ekki minna fóður og ekki dýrara en það sem Danir nota. Hér þarf aðeins að flytja inn kolvetnahlutann en vel má komast af með um 15% kolvetni í fóðrinu. Ekkert mælir því í mót að loðdýraræktin hér á landi gæti á næstu árum eða áratugum orðið sambærilegur atvinnuvegur og hún er nú í Danmörku. Nýr sykurlaus ffinnn Appelsínu i Jr Jl drykkur Nýjung sætíefnið „Notra Sweet“ er notað í TOPP Fæst í öllum matvöruverslunum Sovéskur útflytjandi segir Kirill Gradov: Gute Reise, Genosse. Ein Bericht. Deutscher Taschenbuch Verlag 1984. 128 bls. ■ Nafnið Kirill Gradov er dulnefni og ekki er mér kunnugt um rétt nafn höfund- ar þessarar bókar. Hann er fæddur árið 1946 og 1975 sótti hann um leyfi til þess að flytjast á brott frá Sovétríkjunum. Það var veitt og skömmu síðar hélt hann á brott frá fæðingarborg sinni, alfarinn. Nú býr hann í Hollandiog starfar þarsem blaða- og sjónvarpsmaður. í lokakafla bókarinnar, segir höfundur frá því, að hann hafi afráðið að setja bókina saman til þess að skýra lesendum frá lífinu í Sovétríkjunum, á hvern hátt það sé ólíkt daglegu lífi vestan tjalds og kannski ekki síst til þess að gera upp sakir við fortíðina og leiðbeina öðrum rúss- neskum útflytjendum, sem hafa margir átt í erfiðleikum með að skjóta rótum í nýju og framandi umhverfí. Á undanförnum árum hefur feikimikið verið gefið út í Evrópu af hvers kyns ritum eftir rússneska útflytjendur. Mörg hafa þau rit verið samin fyrst og fremst í pólitískum tilgangi, þar sem höfundarnir sjá allt í svart/hvítu, og virðast oftar en ekki vera að reyna að þóknast ákveðnum lesendahópum. Þessi bók er á margan hátt öðruvísi. Höfundur hefur frásögn sína á því að segja frá því er hann kom með lest til landamæraborgarinnar Brest og því, sem þar fór fram. Hann lýsir á snjallan hátt andrúmsloftinu, sem ríkti á milli útflytjendanna og embættismanna við landamærin og greinir hreinskilnls- lega frá eigin hugsunum þann tíma sem hann dvaldist á landamærastöðinni. Þær voru vægast sagt blendnar. Að þessu loknu tekur hann að segja frá eigin ævi í Sovétríkjunumoggerirþað á þann hátt, að hann rekur þær endur- minningar, sem komu upp í hugann síðustu dagana, sem hann dvaldist í heimaborg sinni. Borgina nefnir hann aldrei, en hún var sýnilega ein af stærri GP IJMSlkiN Kirili Gradov: Gute Reise,Genosse Ein Bericht landsbyggðarborgum í Sovétríkjunum og má vel vera, að lesendur kunnugir þar eystra geti þekkt hana af lýsingunum. Þegar Gradov var á öðru ári hvarf faðir hans skyndilega, og síðar kom í Ijós, að hann hafði verið ákærður fyrir njósnir og dæmdur í fangelsi. Að Stalín látnum barst skyndilega skeyti, þar sem karl kvaðst vera á heimleið. Vegna þessara mála átti Gradov stundum allerfitt í uppvextinum, en hann lýsir bernsku sinni og æsku á eftirminnilegan hátt, segir frá leikjum krakkanna, samkvæmislífi ung- linga, skólavist, háskólanámi, herþjón- ustu, blaðamennsku í Sovétríkjunum og ótal mörgu fleiru, sem fróðlegt er að kynnast, ekki síst vegna þess, hve hleypi- dómalaus höfundur er. Oft bregður hann fyrir sig skemmtilegri kímni, m.a. þar sem segir frá herþjónust- unni og á stundum segir hann gráglettnar sögur. Einna minnisstæðust er sú, er greinir frá fótboltakappleik á milli tveggja bekkja í skólanum. Leikurinn gekk hægt. spörkin voru þung og hörð, en boltinn gerði aldrei meira en þumlung- ast áfram. Að lokum æddi skólastjórinn inn á völlinn og stöðvaði leikinn. Hann hafði séð hvers kyns var. Fótboltar voru fáséðir í Sovétríkjunum á þessum tíma, en til þess að geta spilað höfðu strákarnir notað hauskúpu, sem þeir höfðu fundið í húsarústum frá því í stríðinu. Þar sem enginn vissi hvort hausinn var af rúss- neskum eða þýskum hermanni þótti þetta hin mesta hneisa og strákarnir fengu alvarlega áminningu. Þegar vestur yfir kom fékk Gradov „kultursjokk", eins og fleiri landar hans, sem flust hafa yfir tjaldið. Hann hafði haldið að allt væri svo gott og fagurt á vesturlöndum, en komst, að eigin sögn, að því að svo var ekki. Lífsbaráttan var hörð og óvægin, þótt með öðrum for- merkjum væri en í Sovétríkjunum. Hvernig honum tókst að standa sig segir hann ekki, en honum virðist hafa vegnað vel. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.