NT - 21.05.1984, Page 2

NT - 21.05.1984, Page 2
IU íbúð skemmist af sóti oghita - gleymdist að taka straum af eldavélinni ■ Mannlaus einstakl- ingsíbúö að Ljósheim um 20 skemmdist nokkuð af sóti og hita þegar gleymdist að taka straum af eldavél þar seinni part sunnudags. Að sögn varðstjóra á Slökkvistöð var tals- verður reykur og hiti inni í eldhúsinu þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn en lítill eldur. Slökkviliðið ræsti út úr íbúðinni með blásara. Jflánudagur 21. maí 1984 2 kennarastöðu kennara í búfjárrækt við skólann og mun láta af skólastjórn ef hann fær þá stöðu. ■ Magnús B. Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri, mun ef til vill láta af því starfí í haust. Magnús hefur sótt um stöðu aðal- ■ Tveir bílar lentu í árekstri á mótum Miklubrautar og Eskihlíðar laust eftir kl. 18.00 á sunnudag. Við áreksturinn valt annar bíllinn. Ökumaður og farþegi í þeim bíl voru fluttir á Slysadeild en ekki var vitað nánar um meiðsl þeirra í gærkvöldi. NT-mynd Róbert Magnús sagði við NT í gær að sig langaði til að geta sinnt rannsóknum og fræðiiðkunum meira en unnt væri við núver- andi aðstæður. Jón Viðar Jón- mundsson sem undanfarið hefur gegnt stöðu aðalkennara í bú- fjárrækt á Hvanneyri, mun láta af því starfi í haust. Hvanneyri: Skólastjór- inn sækir um Cannes: Eldfjallið John Frá Guðlaugi Bergmundssyni hlaðamanni NT í Cannes. ■ Hæruskotinn, gráskeggjað- ur, hrukkóttur og með grænt hálsbindi við bláa skyrtu, John Houston var hetja dagsins þegar nýjasta mynd hans var frumsýnd í Cannes. Sjötíu og sjö ára unglingur. Hann hefur enn einu sinni sannað með nýjustu mynd sinni, Undir cldfjallinu, að hann er einn af risunum. Undir eldfjallinu sem var kynnt á hátíðinni í Cannes fyrir helgina, gerist í þorpinu Cuern- avaga í Mexíko þann 1. nóvem- ber 1938, á degi hinna dauðu, þegar Mexíkanar halda hinum látnu mikla hátíð. Þar segir frá síðustu klukkustundum í lífi breska konsúlsins á staðnum. Undir eldfjallinu er harmsaga manns sem reynir að berjast á móti vitfirringu heimsins. Pótt sögusviðið sé fjarri Evrópu eru Spánarstríðið og uppgangur nasista í Þýskalandi notuð til að minna okkur á að heimurinn er á fallanda fæti. Hálfbróðir konsúlsins er nýkominn frá Spáni og segir frá því að barátta lýðveldissinna gegn fasistum sé vonlaus, og þá er orðrómur um að nasistar séu að stofna systur- flokk í Mexíkó. Eina vörn kons- úlsins gegn þessari vá er flaskan og af henni sýpur hann ótæpi- lega uns yfir lýkur. John Houston býr sjáifir í Mexiko og hefur honum tekist að koma meistaralega til skila þeim töfrum sem landið býr yfir, enda segir á einum stað í myndinni: „ekkert er raunveru- legra en töfrar." Með aðalhlutverk í myndinni fer breski leikarinn Albert Finn- ey og er leikur hans hreint ótrúlegur. Hann túlkar marg- slungna persónu konsúlsins á þann hátt að það líður seint úr minni. Houston segir líka sjálf- ur að túlkun Finneys sé einhver besti leikur sem hann hafi nokk- urn tíma séð. Undir eldfjaliinu er gerð eftir samnefndri skáldsögu breska rithöfundarins Malcolm Lowry sem út kom 1947. Houston hefur haft áhuga á að gera mynd eftir skáldsögunni í meira en 20 ár og honum hafa verið send um 25 handrit sem gerð hafa verið eftir henni. En alls munu hand- ritin eftir bókinni vera um 60. Það var svo ekki fyrr en fyrir tveimur árum að Houston fékk upp í hendurnar handrit sem hann taldi bitastætt. Höfundur þess er tæplega þrítugur Banda- ríkjamaður, Guy Gallo, og hon- um hafði tekist það sem öðrum hafði mistekist og þeirra á með- al var Nóbelshafinn Gabríel Garcia Marques. Houston og Gallo settust niður og unnu í heilt ár að því að betrumbæta handritið og komast að kjarna sögunnar. Biðin eftir því að Malcolm Lowry og John Houston leiddu saman hesta sína var löng. En hún var þess virði. ■ Sólin skartaði sínu fegursta í höfuðborginni í gærdag og gat fólkið notið útivistar eftir undanfarna rigningadaga. Ljósmyndari NT rakst á þessar ungu stúlkur í Læknum góða í Nautólfsvíkinni, bar sem þær nutu veðurblíðunnar. NT-mynd: Ari . . um boð' ið upp á Mangósopa ■ Eiríkur Fjalar tekur lagið í'einni útsýnisferðinni Eiríkur Fjalar nú fararstjóri ■ Eiríkur Fjalar gerðist farar- stjóri á laugardaginn í útsýnis- ferðum um Reykjavík, enda hefur hann sérþekkingu á fugla- lífí Tjamarinnar og á staðháttum við Skólavörðuholtið. Að sögn þeirra sem nutu leiðsagnar Eiríks hefur hann jafnvel meiri hæfileika á farar- stjórnarsviðinu en á tónlistar- sviðinu. Það var ferðaskrifstofan Úrval sem skipulagði útsýnis- ferðirnar í tilefni þess að Úrval flutti í nýtt húsnæði við Pósthús- stræti á laugardaginn, 63 skref- um neðar en gamla skrifstofan var til húsa. Strætisvagn var fenginn í ferðirnar sem farnar voru á háfltíma fresti fram eftir deginum. Rúmlega 200 manns nutu leiðsagnar Eiríks, en ferð- irnar voru bannaðar fólki eldra en 14 ára, nema það væri í fylgd með börnum. ■ „Öll fyrirheit fé- lagsmálaráðherra voru þverbrotin og þær þús- undir iandsmanna sem hafa kosið þessa nýju leið í húsnæðismálum, eru sviptar öllum möguleikum á öruggu húsnæði“, segir í álykt- un sem samþykkt var á fundi Búsetamanna fyrir utan Alþingishús- ið síðdegis á föstudag- inn. 1 ályktuninni segir ennfremur að vilji meirihluta Alþingis til að veita húsnæðissamvinnufé- lögum rétt til lána úr Byggingar- sjóði verkamanna, hafi legið fyrir, en Sjálfstæðisflokknum hafi með hrossakaupum tekist að koma í veg fyrir að svo yrði. „Um leið og við brýnum ríkis- stjórnina til að skoða hug sinn í þessu máli, viljum við minna á að húsnæði er ein af frumþörf- um mannsins. Öruggt húsnæði fyrir alla er krafa, sem engin rikisstjórn getur vísað á bug.“ ■ Allnokkur mannfjóldi safnaðist saman fyrír framan Alþingis- húsið síðdegis á föstudaginn til að mótmæla því að Búseti skuli ekki eiga rétt til lánveitinga úr Byggingarsjóði verkamanna. Mangósop- inn gegnir þýðingarmiklu hlutverki, enda er það mál manna að lánaréttur Búseta hafi verið látinn í „vöruskiptum" fyrir þennan þjóðardrykk. NT-mynd: Ari ■ Birna Þórðardóttir og Guðríður Haraldsdóttir gera hér heiðar- lega tilraun til að freista þingmanna með „Mangósopa". NT-mynd: Ari

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.