NT - 21.05.1984, Blaðsíða 8
Fyllibyttur for
réttindastétt
■ Alveg þykir mér nú orðið
keyra úr hófi hvað fyllibyttur
eru orðin mikil forréttindastétt
á íslandi. Nú er svo komið, að
margar fyllibyttur eru meðal
þeirra manna sem hvað örugg-
astir eru með starf sitt í þjóð-
félaginu, og fá lengstu fríin,
bæði launuð og ólaunuð.
Ekki ætla ég að gera lítið úr
áfengisvandamálinu. Það hef-
ur margan manninn skemmt,
en þó meira fyrir fjölskyldum
og vinum viðkomandi. Sú er
raunin, að þeir sem sárast eiga
um að binda vegna fyllibytt-
anna eru þeir sem standa þeim
næst, ekki fyllibytturnar
sjálfar.
Aukin hjálp við fyllibyttur,
meðferð vegna áfengissýki hef-
ur dregið margar þeirra upp úr
svaðinu og gert þær að nýtum
þjoðfélagsþegnum að nýju. En
sammerkt með þeim flestum
er það, að viðkomandi voru
komnar algerlega niður í
svaðið, og áttu sér vart við-
reisnar von.
Nú er komið annað hljóð í
strokkinn. Nú er fyllibyttum
hjálpað svo fljótt sem hægt er
að koma höndum yfir þær, og
þeir sem lengst ganga í þessu
kalla áfengissýkina sjúkdóm,
og ætlast til að þeir sem drekka
sig fulla í tíma og ótíma geti
fengið veikindafrí út á þaö.
Sem betur fór sá Hæstiréttur
við þessari vitleysu.
Þessi mikla umhyggja fyrir
fyllibyttunum hefur skapað
vandamál. Nú eru þeir, sem í
raun hafa engan áhuga á að
hætta að drekka, drifnir af
vinnufélögum, og/eða vinnu-
veitendum í meðferð, þar sem
þeir læra klisjuna „ég er alki“.
Síðan geta þeir dottið í það
aftur eftir passlega langan
tíma, og svo farið aftur í
meðferð og lært setninguna
sína upp á nýtt, „ég er alki“.
Útkoman er sú aö alkarnir
eru að verða vernduð stétt,
með öruggt starf og örugglega
lengstu frí allra launþega.
Menn hafa sig ekki lengur í að
reka fyllibyttur úr vinnu, því
„greyið viðurkennir vandann,
égeralki."
Svona getur velferðin og
samhjálpin gengið út í öfgar.
Af hverju ekki að láta náttúru-
afl nútímans hafa sinn gang og
reyna frekar að eyða milljón-
um í að hjálpa þeim sem sárast
eiga um að binda, þeim sem
mest hafa liðið fyrir fyllirí
viðkomandi fyllibyttu?
■ Umhyggjan fyrir drykkjumönnum hefur skapað vandamál að mati bréfritara. Þeir fá iengstu
fríin.
Hættan ekki eins mikil og
margir vilja vera láta
Bílamálari skrifar:
■ Þó að ég geri mér auðvitað
grein fyrir nauðsyn þess að
fjallað sé um hættu sem bíla-
málurum stafar af ýmsum efn-
um sern þeir vinna með daglega
í sínu starfi finnst mér óþarfi
að láta niðurstöðu greinarinn-
ar vera á þann veg ao stéttin sé
öll heilaskemmd eða meira og
minna heilsuveil, en sú var að
mínum dómu niðurstaðan í
ereininni sem birtist á miðopnu
NT síðastliðinn miðvikudag.
Eg vil alls ekki að lítið sér
gert úr þeirri hættu sem við
búum við af völdum eiturefn-
anna. En ég vil minna á að hún
er ekki eins mikil og margir
vilja vera láta. Ég hef unnið
við bílasprautun í marga ára-
tugi og aldrei orðið misdægurt,
ég hef ekki einu sinni þurft að
leggjast inn á spítala þrátt fyrir
að vera komin vel á sextugsald-
ur. En þegar greinar eins og
þessi koma í blöðum, en þetta
er ekki sú fyrsta af þessu tagi,
lítur fólk, sem maður hittir
mann vorkunnaraugum. Það
liggur við að það spyrji mann
hvort maður sé búinn að smíða
líkkistuna utan um sjálfan sig.
Ég hreinlega kann ekki við þá
vorkunn sem maður alls staðar
mætir algjörlega af ástæðu-
lausu. Þess vegna bið ég blaða-
menn annað hvort að sleppa
svona umfjöllun eða fjalla um
fleiri stéttir en bílamálara. Það
eru margar stéttir sem um-
gangast meiri eiturefni en við.
Er barnsfæðing
ekki söm hjá almúgakonu
og alþingiskonu?
Almúgakona í mannréttinda-
baráttu skrifar:
■ Mér til sárrar hrellingar,
þálaségíNT núfyrirskömmu,
að Egilsstaðakonur hafa skor-
að á aðrar konur, að skrifa
undir stuðningsyfirlýsingu við
frumvarp Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur, um fæðingaror-
lof.
Mér er spurn: Hver er eigin-
lega tilgangurinn með mann-
réttindabaráttu kvenna? Og
það er ekki að ástæðulausu
sem ég spyr. Frumvarpið henn-
ar Sigríðar Dúnu felur ekki í
sér sem kallast jöfnun lífs-
kjara, eða bættari réttarstaða
kvenna. Það felur einungis í
sér lengra fæðingarorlof, þ.e.
úr þrem mánuðum í sex mán-
uði, en þar við situr.
í frumvarpinu er gert ráð
fyrir að konur skiptist í tvo
hópa: einn almennan hóp, og
annan hálaunahóp. M.ö.o.
konur sem hafa tekjur umfram
ákeðin mörk, hljóta fæðingar-
orlof jafn hátt þeim launum
sem þær hafa; orlofið hæ.kkar í
samræmi við launin. Þetta þýð-
ir í raun að konur eru að gera
upp á milli kvenna. Fæðing
almúgabarns er ekki nietin jafn
mikils og fæðing hástéttabarns,
og framlag kvenna til uppeldis-
ins þ.a.l. ekki heldur álitið það
sama.
Mér hefur yfirleitt þótt vænt
um flest sem Sigríður Dúna
hefur beitt sér fyrir, en nú
langar mig bara til að benda
henni á það að hátekjukona
hefur allar veraldlegar aðstæð-
ur fram yfir almúgakonuna til
að eiganst barn. Það getur
hinsvegar gengið svona og
svona hjá almúgakonunni, sem
hefur 15.000 krónur á mánuði,
að koma heim af fæðingar-
deildinni með hvítvoðung.
Það er líka annað sem felst
í þessu frumvarpi sem ég er
ákaflega ósátt við. í frumvarp-
inu er kveðið á um það, að
þegar karl og kona skipta or-
lofinu með sér, þá skuli karlinn
taka tvo síöústu mánuðina.
Hvers vegna ekki fyrstu
mánuðina, eða miðmánuðina,
og hvers vegna ekki þrjá eða
fjóra? Hverju er konan bættari
með því að geta ekki sjálf, í
samráði við sinn maka - ef.
einhver er - ráðstafað fæð-
ingarorlofinu eins og best þykir
henta?
Ekki er ég viss um að kenn-
arar eða námsmenn kunni þér
miklar þakkir fyrir þetta
ákvæði, Sigríður Dúna, ef þú
lest þessar línur.
Ég skal viðurkenna að mér
sárnaði þegar ég áttaði mig á
innihaldi þessa frumvarps. Ég
tel mig ötula baráttumann-
eskju fyrir jafnrétti, systralagi
og réttindastöðu kvenna. En
það er einmitt á þeirri forsendu
sem ég get ekki sætt mig við
þetta frumvarp.
Ég vona að konur eigi eftir
að tjá sig betur um þetta mál -
enda skylda þeirra að styðja
við bakið á öðrum konum sem
berjastfyrirþeirramálum. Það
gera konur best með því að
■ Kvennalistakonur þurfa eins og aörir aöhald og gagnrýni,
segir almúgakona í mannréttindabaráttu sem telur frumvarp
Sigríðar Dúnu um fæðingarorlof gallað.
fylgjast með og taka þátt í
umræðunni hverju sinni; vera
stefnumótandi í sínum eigin
málefnum.
Kvennalistakonurnar - eins
og kvennaframboðið - hafa
sýnt lofsvert framtak, en þær-
eins og allir aðrir - þurfa á
aðhaldi og gagnrýni að halda.
Oðruvísi verður kvennabarátt-
an marklaus og lítils virði.
P.S. Það er eitt enn. Hvers
vegna kalla kvennalistakonur
sig alþingiskonur? Þær tilheyra
mannkyninu rétt eins og ég. Ef
alþingiskona verður almennt
orðalag, þá yrðu hinir
„mennirnir" að kalla sig al-
þingiskarla. Slík aðgreining er
ástæðulaus að mínu mati -
verk ykkar eru jafn mikils virði
hvort sem þið eruð konur eða
karlar - öll eruð þið menn, sem
vinnið að málefnum annarra
manna.