NT - 21.05.1984, Blaðsíða 25

NT - 21.05.1984, Blaðsíða 25
[U' Mánudagur 21. maf 1984 25 Utlönd Macao: Nýlenda á nýrri leið ■ Ýmsar breytingar eru nú á döfinni á stjórnarfyrirkomulagi á Macao en Macao er rúmlega 300.000 manna nýlenda Portú- gala í Suöur-Kína skammt frá Hongkong. Eftir byltinguna í Portúgal fyrir tíu árum er sagt að ráða- menn þar hafi viljað skila Kín- verjum aftur Macao enda hafa Kínverjar ávallt litið svo á að Macao væri á kínversku land- svæði þótt hún væri undir tíma- bundinni stjórn Portúgala. En Kínverjar vildu þá helst engu breyta og báðu Potrúgali um að halda áfram að stjórna nýlend- unni því að þeir voru hræddir um að snöggar breytingar á Macao gætu haft slæm áhrif í Hongkong. Portúgalskur land- stjóri hefur þannig haldið áfram að vera æðsti maður á Macao en hann.tekur samt engar mikil- vægar ákvarðanir nema að ráð- færa sig fyrst við kínversk yfir- völd. Núverandi landstjóri á Macao heitir Almeida e Costa. Hann hefur sagt að hann vilji auka mjög lýðræði í nýlendunni en hingað til hefur það verið af ákaflega skornum skammti. Aðeins 3000 íbúar á Macao af ■ Almeida e Costa, landstjóri Portúgala á Macao. Hann vill gjarnan auka lýöræði þar smám saman. þortúgölskum uppruna hafa haft kosningarétt til löggjafar- þings. Landstjórinn vill nú breyta þessu og veita kínversk- um íbúum svæðisins sem eru rétt um 300.000 kosningarétt til þingsins, eða a.m.k. gefa þeim möguleika á því að kjósa hluta af fulltrúunum til þess. Yfirvöld í Peking voru í fyrstu nokkuð treg til að styðja hug- myndir portúgalska landstjór- ■ Kortaf Macao. Macao nær yfir lítinn skaga í Suöur- Kína og tvær eyjur skammt frá Hongkong. Þar eru mikil landþrengsli og eru m.a. uppi hugmyndir um að fylla upp í svæðið á milli Taipa- eyju og Coloane- ans í Macao um aukið lýðræði vegna þess að þau töldu að aukið lýðræði þar gæti valdið óstöðugleika sem aftur gæti haft slæni áhrif í Hongkong en þar fylgjast menn grannt með þróun mála á Macao. En Kínverjar hafa nú skipt urn skoðun og telja að nokkur aukning lýðræð- is á Macao séaf hinu góða. Þessi stefnubreyting Kínverja stafar m.a. af því að þeir vilja sann- færa íbúa í Hongkong um að þeini sé alvara í tillögum sínum urn að veita Hongkongbúum sjálfstjórn eftir að Bretar láta af stjórn Hongkong eftir 13 ár. Aukin sjálfstjórn íbúa á Macao og lýðræði þar er vísbending um hugsanlega framtíð Hongkong. En breytingarnar mega ekki vera of örar að áliti Kínverja. Kínverskir íbúar Macao munu aðeins fá að kjósa hluta þingmanna á löggjafarþing ný- lendunnar síðar í ár en aðrir þingmenn verða tilnefndir af ýmsum félögum og samtökum eins og hingað til hefur tíðkast. íbúar á Macao sýna heldur eng- an óhemju áhuga fyrir auknu lýðræði. Þann fyrsta maí síðast- liðin höfðu aðeins 9500 manns látið skrá sig á kjörskrá en þá hafði kjörskráning staðið í tvær vikur og henni á að ljúka nú um þessa helgi. Dúkkuvagnar og kerrur í miklu úrvali Einnig: Stignir traktorar. Hjólbörur, 5 tegundir. Stórir vörubílar. Póstsendum Kreditkortaþjónusta Leikfanga húsið Simi 14806 SkólavörðustíglO Nokkur ord um Ítalíu, Rimini, sumarið, sólina og pig * i talía býður þér upp á marga góða sumardvalarstaði en fáa jafn fullkomna og Rimini, hina fornu borg við Adríahafið. Hér gengur þú að öllu vísu; sól og ylvolgum sjó, aðgrunnri og breiðri strönd, glaðværu mannlífí, frábærum veitingastöðum og vandaðri gistiaðstöðu. Þú finnur fljótlega að margt er betra en þú átt að venjast annars staðar, sumt miklu betra. Áþreifanlegastur er munurinn á leikaðstöðunni fyrir börnin, þar sem barnafararstjórinn er í broddi fylkingar. Góð staðsetning Rimini gagnvart mörgum stórbrotnustu stöðum Evrópu - Feneyjum, Flórens, Róm - veitir þér að auki möguleika á skoðunarferðum sem gera Riminiferð að öðruogmeira en venjulegri sólarferð. Við minnum þig á að heppni hefur lítið með sólarlandaferðir að gera. Góður áfangastaður og gott skipulag skiptir þar sköpum. Ef þú hins vegar dregur úr hömlu að panta Riminiferð sumarsins gætir þú orðið of seinn - og það væri ljóta óheppnm! Gatteo a Mare Sa vignano a Mare San Mauro a Mare Bellarta - Igea Martna Mluno Adriatlco Cervla • Mllano Marlttlma Udl di Comacchio Ravenna e le Sue Marine Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.